Samvinnan - 01.04.1968, Síða 19

Samvinnan - 01.04.1968, Síða 19
Eiríkur Hreinn Finnbogason Guðmundur G. Hagalín Kristín H. Pétursdóttir Kristín Þorsteinsdóttir Guffmundur Sveinsson Dr. Finnbogi Guffmundsson Sigfús Haukur Andrésson íslenzk Einar Sigurðsson Kristinn Jóhannesson Einar G. Pétursson Dr. Björn Sigfússon Úskar Ingimarsson Ölafur F. Hjartar Dr. Gylfi Þ. Gíslason EIRÍKUR HREINN FINNBOGASON: HLUTVERK ALMENNINGSBÚKASAFNA Árið 1949 sendi Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna frá sér álit um al- menningsbókasöfn, þar sem gerð er grein fyrir hlutverki þessara stofnana í nútíma- þjóðféiagi. Þetta álit hefur haft geysimikil áhrif á starf- semi bókasafnanna víða um heim og verður það ekki rakið hér. Til þess má eigi að all- litlu leyti rekja þá stefnu, sem almenningsbókasöfnin hafa tekið í starfi sínu síðari ár. Að vísu er bókasöfnunum víða mjög ábótavant enn sem kom- ið er, en annars staðar hafa þau náð undralangt, svo að aðdáanlegt má teljast. í Vestur-Evrópu eru nágranna- þjóðir okkar, Norðurlönd og England, lengst komnar að þessu leyti, en víða í Þýzka- landi eru og ágæt söfn, og Hollendingar sækja nú ört fram í bókasafnsmálum. Þróun almenningsbókasafn- anna síðasta aldarfjórðunginn má í sem stytztu máli lýsa á þá leið, að þau hafi á þessum tíma verið að breytast úr út- lánsstöðvum fyrir bækur í al- mennar upplýsinga-, uppeld- is- og menningarstöðvar jafn- mikilvægar og skólar og með svo vítt starfssvið, að talið er áríðandi fyrir þjóðféiagið, að sem flestir þjóðfélagsþegnar hagnýti sér þessi söfn. Tækniframfarir síðustu ára- tuga og þær margháttuðu þjóðfélagsbreytingar, sem siglt hafa í kjölfar þeirra, hafa gert þessa þróun óhjákvæmilega. Þjóðfélögin verða stöðugt margbrotnari og gera síauknar kröfur til þegnanna, bæði um almenna menntun sem og þekkingu á hvers konar sér- greinum. Breytingar gerast ört, og er brýn nauðsyn hverju þjóðfélagi, sem ekki vill drag- ast aftur úr, að veita þegnum sínum fullkomin skilyrði og örvun til að fylgjast með þeim nýjungum, sem fram koma á hvaða sviði sem er. Aukin sam- skipti milli þjóða krefjast miklu meiri þekkingar á um- heiminum, bæði landfræði- legrar og þjóðfræðilegrar, en áður hefur verið nauðsynleg, atvinnuvegirnir krefjast kunn- áttu í hvers konar náttúruvís- indum, svo að dæmi séu nefnd. Kemur hér til kasta þeirra tveggja menningarstofnana, sem óhjákvæmilegastar eru í nútímaþjóðfélagi, skóla og bókasafna, og getur hvorug án hinnar verið. Skólarnir þurfa að hafa bókasöfnin sér við hlið, bæði beinlínis vegna námsins og einnig og ekki síður til að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum, sjálfstæðri þekkingarleit. Og þar sem skólunum slepp- ir, taka bókasöfnin við. Skóla- skyldunni lýkur við 15 eða 16 ára aldur, en menntunin og þekkingarleitin heldur áfram ævina á enda. Það er í verka- hring bókasafnanna að stuðla að því, að svo megi verða. Bókin — og þá um leið bókasöfnin — er ekki aðeins miðlari þekkingar. Fátt hefur eins mikil áhrif á hugsunar- hátt og lífsafstöðu fólks og bækurnar — og þá einkum skáldbókmenntir. Er öðru fremur á þeirra færi að víkka sjónhring lesenda sinna, skerpa skilning þeirra á mann- legum verðmætum og mann- lífinu, auka dómgreind þeirra og gera þá sjálfstæða í hugs- un. Mikill bókmenntalestur og bókmenntaiðja þjóðar og almennar umræður um bók- menntir er eitt öruggasta vitn- ið um víðsýni hennar og fjör- ugt andlegt líf. Því er það eitt mikilsverðasta hlutverk al- menningsbókasafnanna að örva bókmenntalestur og bók- menntaáhuga — útbreiða bók- menntir. í þessu skyni beita bókasöfnin öllum tiltækilegum ráðum til að auglýsa bók- menntir, fyrst af öllu skáld og rithöfunda sinnar eigin þjóð- ar, en auk þess leggja þau sig fram um, þar sem þess er kost- ur, að hafa aðgengileg fyrir safngesti helztu verk heims- bókmenntanna, eldri og yngri, á einhverju því máli, sem þorri landsmanna les. í þessu skyni er í flestum söfnum stillt upp dag hvern ákveðnum skáldverkum á einhverjum þeim stöðum í safninu, sem eru enn aðgengilegri safngestum en hinar opnu hillur. Er sífellt skipt um þessar bækur og þess vandlega gætt, að slíkar aug- lýsingar komi jafnt niður á höfundum. Auk þess reyna al- menningsbókasöfnin, þar sem húsakynni leyfa, að halda uppi bókmenntakynningum eins oft og framast er unnt. Börn og unglingar eru tíðir og góðir gestir í bókasöjnum. Mynctin er úr Borgarbókasafni Reykjavíkur, Þingholtsstrœti 29. 19

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.