Samvinnan - 01.04.1968, Síða 21

Samvinnan - 01.04.1968, Síða 21
sér bókasöfnin, er nú víðast hvar unnið með dugnaði að því að laða fólk að söfnunum, bæði með því að auglýsa þau og gera þau þannig úr garði, að fólki finnist þau aðlaðandi. Almenn- ingsbókasafn er ekki síður fyr- ir fólk en bækur. Setur sú stað- reynd mjög svip sinn á bóka- safnsbyggingar síðustu ára. Nýtízku bókasafnshús eru yfir- leitt mjög vandaðar byggingar, afar rúmgóðar og þægilegar jafnt heilbrigðum sem fötluð- um. í almenningsbókasafni á fólk að geta farið um frjálst og óhindrað og fundið fyrir- hafnarlítið, það sem leitað er að. Einnig á það að geta feng- ið þar góða fyrirgreiðslu og að- stoð, ef þess er óskað. Eðlilegt væri að spyrja við lestur framanskráðra orða, hvar við íslendingar séum á vegi staddir í þróun almenn- ingsbókasafna. Svarið hlýtur að verða, að við séum nokkuð á eftir nágrannalöndum okk- ar, en vissulega er þessi þróun hafin hér, og þegar svo er komið, verður hún eigi stöðv- uð. En hún krefst bæði tíma og mikils fjár, og þó er ekki vafi á því, að innan fárra ára verða risin víðsvegar um landið ágæt bókasöfn, sem svara fullkom- lega þeim kröfum, sem til slíkra stofnana ber að gera og að framan er lýst. Eitt er nauð- synlegt til þess að almenn- ingsbókasafn geti rækt hlut- verk sitt — að húsakynni þess séu þægileg og rúmgóð. Það sem mest háir íslenzk- um söfnum nú eru þrengsli. Bókakostur er víða allgóður og bókasafnsnotkun og áhugi á bókasafnsmálum fer vaxandi, enda er slíkt tímanna tákn. Nýtízku bókasöfn eru dýr. En því fé, sem til þeirra er varið, er vel varið — fjárfesting sem almenningur kann að meta — eða sú er að minnsta kosti reynsla þeirra, sem lengst eru komnir í bókasafnsmálum. Eiríkur Hreinn Finnbogason. GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN: NOKKUR ORÐ UM SKOLABOKASÖFN Plestum íslenzkum ráða- mönnum virðist örðugt að skilja, að almenningsbókasöfn séu knýjandi menningarleg Nýtízku bókasöfn eru björt, rúmgóS og þœgileg. k * m fc r .. m. M % f * 1 • ■' ■ . "Z.I Úr erlendu bókasafni. Bókavörðurinn til vinstri á myndinni veitir lánþegum upplýsingar. 21

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.