Samvinnan - 01.04.1968, Qupperneq 22

Samvinnan - 01.04.1968, Qupperneq 22
nauðsyn, og ýmsir þeirra munu í rauninni innst inni vera sammála kunnum og valda- miklum stjórnmálamanni er mun vilja spara flest, sem ekki verður etið eða almenningur gerir ekki mjög óbilgjarnar og stjórnmálalega tilfinnanlegar kröfur til, en þessi hávirðulegi og ábyrgi maður kvað sig vera orðinn langleiðan á öllu þessu ófétis menningarkjaftæði, og lægi sér við að óska allri horn- grýtis menningu norður og niður. Fjölmargir líta annars á almenningsbókasöfn sem stofnanir, er einungis þjóni þeim tilgangi að lána bækur til skemmtilesturs í tómstund- um, og raunar megi þau telj- ast góð og gagnleg sem slík, en hins vegar sé þeirra ekki brýn þörf. Og jafnvel þeir menn, sem líta svo á að almennings- bókasöfn hafi menningarlegt gildi og kunni meira að segja að reynast mikilvæg til fræðslu á sviði tækni og annarra auð- sæilega raunhæfra og arð- vænlegra viðfangsefna í nú- tímaþjóðfélagi, gera sér fæst- ir grein fyrir því, að sú tegund almenningsbókasafna, sem hér hefur verið raunalegast afrækt, skólabckasöfnin, er beinlínis grundvöllur þess, að hin upp- vaxandi kynslóð læri að nota sér almenningsbókasöfn til annars en tómstundagamans í viðlögum, enda virðast fæstir hér á landi hafa hugmynd um, að nú eru skólabókasöfn not- uð beinlínis sem kennslutæki — og þá ekki síður sem áhuga- vaki — í flestum menningar- löndum heims — og auðvitað njóta þau riflegra framlaga úr hinum sameiginlega sjóði þegnanna. Hér á landi eru það heima- vistarskólarnir einir, sem njóta styrks til bókasafns úr ríkissjóði — samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn. En styrkurinn er mjög lágur og til lítillar örvunar nema helzt í fjölmennustu skólunum. Ekki eru heimavistarskólar skyld- aðir til bess með lögum að koma upp bókasöfnum, og til eru slíkir skólar, sem hafa ekki sýnt til þess neina viðleitni. Til eru og aðrir, er eiga verð- mæt söfn, sem alls ekki eru notuð, og aðeins í örfáum skólanna er þreifað fyrir sér um að gera notkun safnanna að virkum þætti í fræðslu- starfseminni. Ég hef jafnvel orðið þess vís hjá sumum skóla- stjórum, að þeir telji síður en svo bót að því, að nemend- unum gefist kostur á öðrum bókum en fyrirskipuðum náms- bókum, þar eð þessir vísu og samvizkusömu menn óttast, að tómstundalestur dragi úr námsáhuga, svo að síður en ella náist sá árangur, sem til er ætlazt — sérstaklega með tilliti til þess prófs, sem veit- ir bein réttindi til langskóla- náms. Þess ber svo að geta, að í mörgum heimangönguskólum víðs vegar um land hefur ver- ið komið upp bókasafni, en ekki veit ég til, að annars stað- ar en í sumum barna- og ung- lingaskólum Reykjavíkur hafi verið gerðar tilraunir til að nota slík söfn sem kennslu- tæki. Hins vegar er mér kunn- ugt um, að ýmsir skólastjórar hafa áhuga á, að svo mætti verða, og vitneskju hef ég um það, að í skólum, sem vísi eiga að safni, er reynt að vanda val bókanna, sem keyptar eru, og leiðbeina síðan börnunum um lestrarefni í samræmi við aldur þeirra og þroska. En hvergi hef ég heyrt eða séð á því ymprað í öllum hinum mörgu umræðum, sem fram hafa farið um fræðslumál okk- ar nú að undanförnu, að gera beri notkun skólabókasafna að þætti í fræðslukerfinu og ekki orðið þess vís, að neinar til- lögur um það muni koma frá þeim mönnum, sem skipaðir hafa verið til að athuga fræðslumál okkar og að mér skilst leggja á ýmis ráð, sem verða megi til bóta. II íslendingar vilja í flestu stefna upp og fram til jafns við aðrar menningarþjóðir, en þó finna þeir mjög til smæð- ar sinnar, eru roggnir af sögu sinni og menningu, en líta þó ærið mikið upp til fjölmenn- ari þjóða og auðugri, minnsta kosti í laumi. Hjá fjölmörgum togast mjög á allt að því hé- gómlegur metnaður og rik van- máttarkennd, og afleiðingin verður oft eftirhermuhneigð, sem tíðum reynist meira en lítið meinleg, þó að jafnframt geti hún verið næsta hláleg, enda svo sem kunnugt er hæg- ast að herma eftir í því, sem sízt er æskilegt til eftirbreytni, hégóma og skrípatízku. Hins vegar hefur reynslan sýnt, að við höfum lært ærið margt gott og gagnlegt af kynnum okkar af öðrum þjóðum, og ættu forustumenn í stjórnmál- um og menningarmálum að kunna að meta, hvað vert er til eftirbreytni, og velja það þar úr, sem brýna nauðsyn ber til og okkur er ekki ofvaxið að tileinka okkur samkvæmt fjár- hagslegri getu og öðrum að- stæðum. Eitt af því er án nokkurs vafa bætt skipulagning og stóraukin starfsemi almenn- ingsbókasafna. Sama er, hvort við lítum til þjóðanna austan tjalds, eins og það er kallað, til frændþjóða okkar á Norð- urlöndum, til þjóðanna í Mið- og Vestur-Evrópu eða til hins engilsaxneska heims vestan hafs — já, jafnvel til nýlega sjálfstæðra þjóða víðs vegar um heim, er hafa gert sér ljóst, að menningarleg sókn er þeim undirstaða alls annars, sem til frama og farsældar horfir — alls staðar eru almennings- bókasöfn í síauknum mæli tal- in ein af allra helztu máttar- stoðum fræðslu og menningar. Mér er það mjög minnisstætt, þegar íslenzkur fulltrúi, ný- kominn af fræðslu- og menn- ingarmálafundi í Strassborg, sagði mér þau tíðindi, að sér til allmikillar undrunar hefði lítt verið fjallað um annað á fund- inum en gildi og æskilegan vöxt og viðgang almennings- bókasafna — og þá einkum slíkra safna í barna- og ung- lingaskólum. Og oft hef ég minnzt þess, hve undrandi ég varð sjálfur, þegar ég fyrir nokkrum árum mætti í Kaup- mannahöfn á þriggja daga fundi, þar sem saman voru komnir fulltrúar frá milli tíu og tuttugu tiltölulega nýjum blökkumannaríkjum í Afríku, ásamt nokkrum hinum helztu framámönnum í yfirstjórn al- menningsbókasafna í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Það, sem ég bæði dáði og undraðist, var hinn brennandi áhugi hinna blökku fundarmanna á því, hvernig þjóðir þeirra gætu bezt og haganlegast og á sem allra stytztum tíma skipulagt til víðtækra starfa þau al- menningsbókasöfn, sem þær höfðu þegar komið upp — og hvernig þær mættu fá valdið því að stofna ný sem allra ör- ast, unz myndazt hefði heil- tækt kerfi — í nánum tengsl- um við vaxandi skólakerfi, en þeir þóttust hafa komizt að raun um, að um ráð og fyrir- myndir væri þeim heillavæn- legast að leita til þjóðanna á Norðurlöndum. Mér varð á þessum fundi hugsað til ís- lenzkra ráðamanna. Mér lá við að halda, að jafnvel þröngsýn- ustu leiðtogar okkar í stjórn- málum og menningarmálum hefðu orðið ærið hissa, ef þeir hefðu hlýtt á ræður hinna blökku áhugamanna og menn- ingarfulltrúa — jafnvel datt mér í hug að suma þeirra hefði sett rauða! Til Norðurlandaþjóðanna hafa jafnvel stórþjóðir heims leitað margs konar fyrirmynda, og þó að margt getum við ís- lendingar lært af stórþjóðun- um og okkur beri að fylgjast með því, sem hjá þeim gerist og vert er eftirbreytni, mun sízt fjarri sanni, að við mætt- um ekki síður taka okkur til fyrirmyndar, hver er afstaða Norðurlandaþjóða til almenn- ingsbókasafna yfirleitt og til skólabókasafna sérstaklega. Þessar þjóðir eru okkur skyld- astar, þær eru helzt sambæri- legar okkur að mannfjölda og árangur þeirra á sviði allra menningarmála mundi al- mennari og heiltækari en með flestum öðrum þjóðum heims — og loks hafa þær með sér víðtækt og mjög heillavænlegt menningarlegt samstarf. En það er óhagganleg staðreynd, að með öllum þessum þjóðum er nú meiri áherzla lögð á vöxt og viðgang almenningsbóka- safna og hlutverk þeirra inn- an fræðslukerfisins en á flest annað, sem til bóta mætti horfa. Allar þessar þjóðir eiga ágæta forustumenn um bóka- safnsmál, og allar stefna þær að sem samfelldustu kerfi á því sviði. En með Dönum munu þessi mál lengst komin, ef lit- ið er til allra landshluta, enda land þeirra margfalt víðáttu' minna og miklum mun þétt- býlla og greiðfærara en lönd hinna þjóðanna. í hittiðfyrra lét bókafulltrúi þeirra, hinn frábæri skipulags- og áhuga- maður Allerslev Jensen, svo um mælt, að á næstu tveimur árum yrði bætt við í Dan- mörku 150 lærðum bókavörðum í dönskum almenningsbóka- söfnum. Og árið 1964 sam- þykkti danska þingið lög, sem skylduðu hvert einasta bæjar- og sveitarfélag í Danmörku til að koma upp skólabókasöfnum og skipuleggja starfsemi þeirra þannig, að þau væru virkur þáttur í fræðslukerfinu. Hins vegar var í lögunum gefinn allt að fimm ára frestur til nauð- synlegs undirbúnings, svo að í byrjun næsta árs mun svo komið, að bókasöfn verða starfrækt í undantekningar- laust öllum skólum Danmerk- ur. Nú er það vitað, að Danir hafa undanfarin ár átt og eiga enn í fjárhagslegum örðug- leikum og þing og stjórn orðið að hækka álögur á almenn- ingi, en samt sem áður hafa ekki komið fram neinar til- lögur um að draga úr kostn- aði ríkis, bæjar- og sveitar- félaga við almenningsbókasöfn og ekki heldur komið til mála að lengja frestinn um fram- 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.