Samvinnan - 01.04.1968, Síða 23

Samvinnan - 01.04.1968, Síða 23
kvæmd laganna frá 1964 um skólabókasöfnin. Hvort mundi svo ekki eitthvað bogið við sinnuleysi hinna menningar- lega stoltu íslendinga, þegar forustumenn þeirra láta eins og þeir hafi ekki hugmynd um það, sem gerist í bókasafns- málum þeirra þjóða, sem við höfum mest og víðtækast sam- band við í menningarmálum, og hér er þannig ástatt, að um eflingu og notkun bókasafna erum við ótvírætt í flokki hinna Vanþróuðu þjóða? Ef til vill gæti það orðið okkur bjargráð í þessum efnum að sækja um styrk sem menning- arlega vanþróuð þjóð til að koma upp og starfrækja skóla- bókasöfn og efla þau almenn- ingsbókasöfn, sem fyrir eru? Er þetta ekki sæmilega hagræn og að sama skapi skemmtileg hugmynd?!! III Því miður hefur mér ekki gefizt tækifæri til að fylgjast persónulega með daglegri notk- un bókasafna í skólum erlend- is og handleiðslu kennara við þá notkun, en aftur á móti hef ég séð kvikmyndir, sem skýra hvernig þetta fer fram, og mér hefur nokkrum sinnum gefizt færi á að ræða þessi mál við ýmsa erlenda bókaverði og skólamenn. Þá hef ég líka lesið sitthvað um þetta, og mun ég nú í stórum dráttum freista að lýsa starfsháttum skóla- bókasafna í barna- og ung- lingaskólum og sýna fram á, hvert er hlutverk þeirra í fræðslustarfinu og hvers árangurs má þar vænta — ekki aðeins við skólanámið, heldur og eftir að því lýkur. Þar sem almenningsbókasöfn eru lengst á veg komin, fer fram eins konar undirbúning- ur undir skólastarfið og notk- un skólabókasafns, þegar börn- in eru orðin um það bil fjög- urra ára. í hinu almenna bókasafnl þorpsins eða bæj- arins er ekki aðeins lesstofa handa börnum, sem lært hafa að lesa, heldur líka herbergi, sem sérstaklega er ætlað börn- um innan skólaaldurs. Þar hanga á veggjum teikningar og og litaðar myndir úr barnasög- um og ævintýrum og úr heimi dýralífsins og yfirleitt náttúru landsins. Þarna eru börnunum sagðar sögur og ævintýri, og þau fá að skoða myndskreytt- ar bækur og læra að með- höndla þær með virðingu og varygð. Á langborði er pappír og litablýantar, og börnin eru hvött til að rissa sitthvað, sem þeim kemur til hugar. Gæzlu- maðurinn, sem er einn af bókavörðum safnsins og oft- ast kona, svarar spurningum barnanna og stillir svo til, að þau ræði sín á milli það, sem þau hafa séð og heyrt — og ennfremur teikningar sínar og þær hugmyndir og ályktanir, sem þær eiga til rót sína að rekja, og svo kemur þá bóka- vörðurinn til sögunnar, ef ein- hverju er skotið undir hans úrskurð. Og þó að barnalega sé rætt, spurt og teiknað, eykst börnunum að nokkru þekk- ing, sjóndeildarhringurinn víkkar og börnin hafa lært að umgangast hvert annað í starfi og skemmtan á kurteis- an og ærslalausan hátt. Svo kemur að því, að skól- inn tekur við börnunum, og þá hefst hið fyrirskipaða nám í hinum nauðsynlegu frumgrein- um, en þó að ef til vill hafi ekki öll börn í skólahverfinu átt kost á að njóta þess, sem frá var sagt hér næst á undan, er reynt að haga því, sem fram fer í skólastofunni, þannig, að það stingi ekki í fyrstu tilfinn- anlega í stúf við hinar skemmti- legu stundir í ævintýra- og sagnaherbergi almennings- bókasafnsins. Þrátt fyrir lestr- ar-, skriftar- og reiknings- kennslu eru lesnar fyrir börnin sögur og ævintýri, þau eru lát- in læra smákvæði og syngja þau, og þau fá að teikna og mála hugmyndir sínar með lit- um, og ennfremur eru þau lát- in segja frá ýmsu, sem þeim þykir tíðindum sæta í þeirra heimi og einnig því sem þau muna úr lesefninu, og spurn- ingar og svör fara á milli þeirra og kennarans. Þá eru þeim sýndar myndir úr dýralífi ná- grennisins og úr hinu daglega lífi. Þessi fyrsti hluti námsins er því svipaður því, sem gerast mun hjá góðum kennara í mörgum skólum hér á landi. En þegar fram í sækir, kem- ur bókasafnið við sögu og þeim mun meir sem fleiri líða árin. Byrjað er á því að láta börnin lesa góðar og skemmtilegar barnabækur, frásagnir úr sögu þjóðar sinnar, ágrip af sög- um merkra manna, sniðin handa börnum, léttar lýsingar á náttúru lands síns, frásagn- ir af dýrum og lífsháttum þeirra, og ávallt er rætt um það, sem lesið er, og það tengt þeirri námsgrein, sem það heyrir undir. Brátt eru tvö börn eða fleiri látin lesa sömu bók og síðan ræða um efni hennar að viðstöddum kenn- ara, sem ýtir undir að sem gleggst komi í ljós, hverju barnið hefur einkum tekið eft- Skólaœskan notar mjög lestrarsal Borgarbókasafns Reykjavíkur, þegar semja þarf ritgeröir eða leysa önnur verkefni, sem krefjast notkunar bóka. Úr dönsku skólabókasafni. 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.