Samvinnan - 01.04.1968, Qupperneq 27

Samvinnan - 01.04.1968, Qupperneq 27
riti um félagsfræði, The British Journal of Sociology. Jónasardeild bókasafns Bif- rastar hefur vaxið ár frá ári síðan. Þegar þetta er ritað, í marz 1968, er eintakafjöldi bóka og rita um 600. Það hefur bæði örvað forráðamenn safnsins, sem og aukið bókafjöldann í félagsfræðideildinni, að eldri nemendur Samvinnuskólans hafa veitt henni sérstaka at- hygli. En áhuginn hefur líka birzt í athöfnum. Er skemmst að minnast bókagjafar nem- enda, sem brautskráðust vorið 1947. Þeir gáfu til Jónasar- deildarinnar síðastliðið vor tvö ritsöfn, hvort tveggja alfræði- orðabækur um félagsfræði. Annað ritsafnið er enskt og nefnist Encyclopaedia of Social Sciences, alfræðirit um þjóð- félagsvísindi og er 15 bindi. Hitt er þýzkt og ber heitið Handwörterbuch der Sozial- Wissenschaften, orðabók þjóð- félagsvísinda og er 12 bindi, mikil að vöxtum. Ef til vill er sá dagur skammt undan, þegar nýr þáttur hefst í starfseminni að Bifröst, þátt- ur vísindastarfsemi í völund- arhúsi félagsfræðinnar. Guðmundur Sveinsson Bifröst DR. FINNBOGI GUÐMUNDSSON: FRÁ LANDSBOKASAFNI ISLANDS Landsbókasafn íslands minnist á þessu ári 150 ára af- mælis síns. Saga safnsins er, svo sem vænta má, samofin sögu þjóðarinnar á þessu skeiði. Það er eitt hinna fyrstu tákna um framsókn íslendinga á öndverðri 19. öld, og þar gæt- ir jafnframt vaknandi skiln- ings Dana á þörfum þjóðar- innar, því að aðalhvatamaður að stofnun safnsins og bezti stuðningsmaður þess fyrstu áratugina var Daninn Carl Christian Rafn. Þótt endanleg ákvörðun um stofnun Stiftisbókasafnsins, eins og það hét í öndverðu, væri tekin 28. ágúst 1818 og ald- ur þess sé miðaður við hana, gat það ekki raunverulega gegnt hlutverki sínu fyrr en síðla árs 1825, er það fékk loks inni með bækur sínar á dóm- kirkjuloftinu. Geir biskup Vídalín hafði þegar haustið 1818 í fjarveru Castenschiolds stiftamtmanns skrifað Kancellíinu danska „og beiðzt af því samþykkis og nauðsynlegs peningastyrks til að hentugur karmur yrði til- búinn á Reykjavíkur dóm- kirkjulofti þessu bókasafni til varðveizlu, og gjöri ég mér beztu von um bænheyrslu hér um,“ segir Geir biskup. En yfirvöldin dönsku höfðu þá nýlega kostað nokkru til viðgerðar á dómkirkjunni, og þótti þeim því í svipinn nóg að gert. Ég mun ekki rekja hér sögu safnsins á dómkirkjuloftinu, en þar var það allt til ársins 1881. Stiftsyfirvöld og sérstök stjórnarnefnd höfðu yfirum- sjón með safninu, en fyrsti launaði bókavörður þess var Jón Árnason, þjóðsagnasafn- arinn mæti. Gegndi hann því starfi frá 1848—1887 af mikilli ósérplægni. Eftir að alþingi öðlaðist fjár- veitingarvald 1874, veitti það safninu reglulega styrk og studdi það jafnframt stundum til einstakra kaupa, svo sem á hinu merka bóka- og handrita- safni Jóns Sigurðssonar. Bækur Landsbókasafns voru fiuttar í hið nýreista Alþingis- hús sumarið 1881, enda var í uppástungu til þingsályktunar 1879 talað um „byggingu á húsi handa alþingi og söfnum landsins". Húsnæði safnsins í Alþingishúsinu reyndist, þegar kom fram um aldamót, alls ónógt. Við þeim vanda var þó brátt snúizt, því að Hannes Hafstein ráðherra lagði fyrir alþingi 1905 „Frumvarp til laga um stofnun byggingarsjóðs og bygging opinberra bygginga“ í sex greinum. Var stjórninni í 6. grein frumvarpsins veitt heimild til: 1. að láta reisa bókasafnsbyggingu úr steini eða steinsteypu. Hún skal vera þannig byggð, að auka megi við hana síðar eftir þörfum; en í bráð skal hún rúma Lands- bókasafnið og Landsskjalasafn- ið eins og þau eru nú ásamt viðauka þeim, er ætla má, að þau fái næstu 50—60 ár. Skal haga svo til, að fyrst um sinn geti orðið geymd þar einnig hin önnur söfn landsins, eftir því sem rúm leyfir. Til bygg- ingar þessarar má verja allt að 160 þúsund krónum. Smíði Safnahússins lauk 1908, og tók Landsbókasafn til starfa í hinum nýju húsakynn- um í marzmánuði 1909. Þjóð- minjasafnið og Náttúrugripa- safnið þrengdu snemma kosti þess, en þokuðu þó ekki, svo sem kunnugt er, fyrr en 1950 (Þjóðminjasafnið) og 1960 (Náttúrugripasafnið). Leið ekki á löngu frá brottflutningi þeirra, að það rými, er þannig vannst, væri nýtt til fulls. í Landsbókasafni eru nú um 266 þúsund bindi prentaðra bóka, en rúmlega 12 þúsund bindi handrita. Auk landsbóka- varðar eru níu bókaverðir, þar af tveir í handritadeild safns- ins. Þá er ritari, myndagerðar- maður, húsvörður og þrír bók- bindarar. Tvær konur vinna að viðgerð handrita, en þær hafa aðsetur í Þjóðskjalasafni og þjóna báðum söfnunum og síðar jafnframt Handritastofn- un fslands. Landsbókasafn gefur út Ár- bók, þar sem birtar eru skrár um árlegan íslenzkan ritauka, en jafnframt skýrsla lands- bókavarðar um starfsemi safnsins og greinar um bók- fræði og bókmenntir. Skrár um handritaauka safnsins eru birtar á nokkurra ára fresti, og unnið er að íslenzkri bóka- skrá, áfanganum 1534—1844. Ég birti hér til fróðleiks lög þau um Landsbókasafn ís- lands, er samþykkt voru á al- þingi 11. maí 1949, fyrstu sex greinarnar: 1. gr. Landsbókasafnið er þjóðbóka- safn fslands. 2. gr. Hlutverk Landsbókasafns er: 1. að annast söfnun og varðveizlu íslenzkra rita og rita, er varða ísland eða islenzk efni, fornra og nýrra, prentaðra og óprent- aðra; 2. að halda uppi safni erlendra bókmennta í öllum greinum vísinda, lista, tœkni og samtíð- armálefna; 3. að annast rannsóknir i ís- lenzkri bókfrœði; 4. að vinna að kynningu islenzkra bókmennta og íslenzkrar menningar á erlendum vett- vangi; 5. að efla bókfrœðiiðkanir, m. a. með þvi að gefa landsmönnum kost á að kynna sér innlendar og erlendar bœkur, sem i safn- inu eru. 3. gr. Landsbókasafn skal þaulsafna öllu prentuðu máli á íslenzku eða því, sem ísland og íslenzk málefni varðar. Það skal varðveita ónotað eitt eintak af öllu íslenzku prent- máli, sem kostur er á, og skal þeim eintökum fengin sérstaklega örugg geymsla. 4. gr. Landsbókasafnið varðveitir handritasafn og skal vinna að söfnun íslenzkra handrita og er- lendra handrita, er varða íslenzk efni, og greiða fyrir rannsókn þeirra og útgáfu. Það skal vinna að öflun eftirrita eða mynda af ís- lenzkum handritum, ef frumritin eru eigi fáanleg. 5. gr. \Landsbókasafn skal halda uppi rannsóknum í íslenzkri bókfrœði og gefa út skrár íslenzkra bóka og handrita og önnur rit, er íslenzka bókfrœði varða, eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum. 6. gr. Landsbókasafn veitir viðtöku skyldueintökum frá íslenzkum prentsmiðjum og annast ráðstöfun þeirra samkvœmt reglugerð. Safnið skal reka miðstöð bóka- skipta við erlend söfn og vísinda- stofnanir. í athugasemdum bókasafns- nefndar þeirrar, er samdi um- rædd lög, segir, að þeim sé „ætlað að marka stefnuna í vísindalegum bókasafnsmálum þjóðarinnar". Þar er gert ráð fyrir, að Landsbókasafnið verði Þjóðbókasafn íslands, þ. e. höfuðbókasafn þjóðarinnar. Jafnframt því, sem það annist söfnun og varðveizlu íslenzkra rita, prentaðra og óprentaðra, og rita, er varða ísland eða ís- lenzk efni, skuli safnið halda uppi almennum erlendum bókakosti, svo víðtækum sem kostur sé á. Safnið skuli fyrst og fremst ætlað fræðimönnum (og er rétt að minna hér á, að það heiti á ekki við skólagengna menn eina, heldur engu síður fræði- menn úr öðrum stéttum þjóð- félagsins, er jafnan hafa mjög sótt til safnsins og unnið þar að margvíslegum fræðistörf- um). í athugasemdum fyrr- greindrar bókasafnsnefndar segir ennfremur svo orðrétt: „Fram til síðustu áratuga hefur Landsbókasafn verið hið eina vís- indalega bókasafn þjóðarinnar. En nú hafa risið upp eða eru að rísa nokkur önnur vísindaleg bókasöfn. Stœrst þeirra er Háskólabókasafn. En auk þess hafa ýmsar stofnanir efnt til bókasafna vegna starfsemi sinnar eða rannsókna, svo sem At- vinnudeild háskólans, Rannsókna- stofa háskólans, Náttúrugripa- safnið o. fl. Hvert þessara safna er miðað við þarfir sinnar stofn- unar og œtlað það hlutverk fram- vegis. En samvinna allra slikra safna er eðlileg og nauðsynleg, og er Landsbókasafni œtlað að gang- ast fyrir henni. 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.