Samvinnan - 01.04.1968, Qupperneq 29

Samvinnan - 01.04.1968, Qupperneq 29
Tvær ályktanir um bókasafnsmál. A fundi í fulltrúaráði Bandalags háskólamanna 10. maí 1967 var bókasafnsmálið m. a. til umræðu, og var eftirfarandi tillaga um málið einróma samþykkt: „Fulltrúaráð Bandalags háskólamanna bendir á nauð- syn þess að endurskipuleggja íslenzk bókasafnsmál, þar sem sökurn fámennis er ógerningur að halda uppi nema einu vísindalegu bókasafni hérlendis, en gott vísindalegt bókasafn er bein undirstaða allrar fræða- og vísindastarf- semi, sem menning og tækni nútímans byggjast á. Sí- felldur flutningur bóka og heimilda milli bókasafna og stofnana, eins og nú tíðkast hér og á fyrir sér að aukast, er og í litlu samræmi við hugmyndir nútímans um vinnu- hagræðingu. Fulltrúaráðið tekur því eiudregið undir það álit Félags íslenzkra fræða, að verðugt sé að minnast ellefu alda afmælis íslands byggðar árið 1974 með því að reisa nýja bókhlöðu fyrir vísindalegt þjóðbókasafn, er veiti sem bezta aðstöðu til fræði- og vísindaiðkana.“ Ályktunin var m. a. send ríkisstjórn og þjóðhátíðar- nefnd 1974. Þá hefur Félag íslenzkra frœða sent frá sér eftirfar- andi ályktun: „Hornsteinn hvers konar fræða- og vísindastarfsemi, sem sérhver þjóð á hvað mest undir, er gott vísindalegt bókasafn með hentugri skipan og fullkomnum tækni- legum búnaði. Hér á landi vantar mikið á, að nægilega vel sé séð fyrir þessari þörf. Vegna fámennis þjóðarinnar og tak- markaðrar fjárhagslegrar getu er augljóst, að engin leið er að halda uppi nema einu slíku vísindalegu allsherjar- safni, enda reka jafnvel Norðmenn aðeins eitt þess hátt- ar heildarsafn í höfuðborg sinni. Þetta sjónarmið hefur Alþingi Islendinga einnig viðurkennt, er það samþykkti einróma 29. maí 1957 þingsályktun um „að sameina beri Háskólabókasafn Landsbókasafni eins fljótt og unnt er á næstu árum.“ Af hálfu menntamálaráðuneytis og Háskóla íslands var síðan rætt um, hvar væntanlegri nýrri bókhlöðu yrði valinn ákjósanlegastur staður, og mun ekki hafa verið ágreiningur um, að bezt hentaði, að hún risi sem næst Háskólanum á lóðum þeim vestan Suðurgötu, sem Háskólinn hefur nú fengið umráð yfir. Ekkert hefur þó enn orðið úr framkvæmdum í þessu efni. Stjórn Félags íslenzkra fræða telur, að ellefu alda afmælis íslands byggðar árið 1974 verði hæfilegast minnzt með því að efna til endurskipulagningar íslenzkra bókasafnsmála og nýrrar þjóðbókasafnsbyggingar, er rísi á lóð Háskólans og hýsi að auki Þjóðskjalasafn og þær vísindalegar stofnanir, sem eðlilegast er, að starfi í sem nánustum tengslum við þjóðbókasafnið. Slíka safnbygg- ingu mætti að sjálfsögðu reisa í áföngum, en benda má á, að vel færi á því, að ákvörðun um framkvæmdir og nýja íramtíðarskipan íslenzkra bókasafnsmála yrði tekin af tilefni 150 ára afmælis Landsbókasafns á næsta ári, 1968, en hæfilegum fyrsta áfanga byggingarframkvæmda yrði lokið á ellefu alda afmæli íslands byggðar árið 1974“ SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON: ÞJÖÐSKJALASAFN ÍSLANDS Tildrög þessarar greinar. Ritstjóri Samvinnunnar hef- ir farið þess á leit við mig, að ég skrifaði grein í blað hans um Þjóðskjalasafnið. Þetta hefi ég fallizt á að gera, enda þeim mun meiri ástæða til þess, þar eð furðuhljótt hefir verið um þá stofnun í þeim umræðum, sem orðið hafa að undanförnu um aðbúnaðinn að Lands- bókasafninu. Er þó sambýli þessara safna svo náið, að vandskilið er, hvernig talað verður t. d. um húsnæðisleysi annars þeirra án þess að sömu vandkvæði hins beri einnig á góma. Upphaf Þjóðskjalasafnsins. Það hefir verið venja að rekja upphaf Þjóðskjalasafns- ins til auglýsingar nokkurrar, sem Hilmar Finsen lands- höfðingi gaf út 3. apríl 1882, en þar segir meðal annars: „Með samþykki ráðgjafans hafa nú á lopti dómkirkjunn- ar hjer í bænum, þar sem landsbókasafnið og forngripa- safnið voru geymd áður, verið gjörð geymsluherbergi fyrir embættisskjalasöfn; . . .“ Síð- an segir í 1. grein: „Hvert af skjalasöfnum þeim, er nú skulu nefnd, fær geymslu- herbergi fyrir sig: 1. Skjalasafn landshöfðingja; 2. Skjalasafn stiptsyfirvald- anna: 3. Skjalasafn amtmannsins yf- ir suður- og vestur umdæm- inu; 4. Skjalasafn biskupsins; 5. Skjalasafn landfógetans; 6. Skjalasafn hins umboðslega endurskoðanda; og þar að auki er 7. sjerstakt herbergi gjört til að geyma í eldri skjöl út um land, og skal það safn lagt undir stjórn lands- höf ðingj aritarans.“ Samkvæmt 4. grein áttu em- bættismenn úti á landi, svo sem sýslumenn, að senda þang- að til geymslu skjöl eldri en 30 ára, „að svo miklu leyti sem þeir hafi ekki sjálfir full- tryggilega geymslustaði fyrir þau.“ í þessari auglýsingu er sem- sé ekki mælt fyrir um stofnun neins allsherjar skjalasafns, enda var t. d. engum embætt- ismanni gert að skyldu að láta nein skjöl af hendi, gæti hann varðveitt þau sómasamlega sjálfur. Embætti þau, sem tal- in eru upp í 1.—6. lið og höfðu aðsetur í Reykjavík, áttu líka eftir sem áður að hafa sjálf umsjón, hvert með sínu skjala- safni. Ekki hafði almenningur 'heldur neinn aðgang að þessu safni, eða öllu heldur söfnum. Allsherjar skjalasafn var í rauninni ekki stofnað fyrr en eftir samþykkt alþingis 1899 um fjárveitingu til landsskjala- safns og launa handa sérstök- um skjalaverði. í þá stöðu var dr. Jón Þorkelsson skipaður 8. desember s. á., og 10. ágúst árið 1900 gaf landshöfðingi út reglugerð fyrir Landsskjala- safn íslands, en svo nefndist safnið næstu 16 árin. Hér er m. a. kveðið ótvírætt á um skyldu opinberra aðila að af- henda safninu yfirleitt eldri skjöl en 30 ára. Safnið skyldi og vera opið almenningi til af- nota, að vísu aðeins eina stund daglega þrisvar í viku, en úr því var bráðlega bætt nokkuð. Húsnæði fékk safnið nú á efsta lofti Alþingishússins og hafð- ist þar við unz það var vetur- inn 1908—09 flutt í núverandi Safnahús. Gögn, sem Þjóðskjalasafnið á að varðveita samkvæmt reglu- gerð. Með lögum 3. nóvember 1915 fékk safnið núverandi heiti sitt, Þjóðskjalasafn fslands. Þá var því og sett ný reglugerð 13. janúar 1916, og í 1. grein henn- ar eru taldar upp í 20 liðum þær tegundir skjala, sem safn- inu ber að taka til varðveizlu. Er þar um að ræða öll opinber embætti og stofnanir að fornu og nýju, andlegs og veraldar- legs eðlis, allt frá æðstu stjórnvöldum í landinu til hreppsnefnda og sáttanefnda o. fl„ sem of langt væri að telja upp. í 3. grein segir, að þeir, sem hafi skjalasöfn þessi til geymslu, skuli skyldir að sjá um, að þau skjöl og bækur hvers safns, sem eldri séu en 20 ára, verði send Þjóðskjala- safninu. Þó sé eigi skylt að senda skjöl, sem heyri til yngri málum en 20 ára, eða bækur, sem eitthvað sé í yngra en það, nema sérstaklega standi á og stjórn landsins skipi svo fyrir. Héraðsskjalasöfn. Þótt reglugerðin frá 1916 sé orðin ærið úrelt í mörgu, er hún enn í gildi, að öðru leyti en því, að ákveðið var með 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.