Samvinnan - 01.04.1968, Qupperneq 37

Samvinnan - 01.04.1968, Qupperneq 37
slíkri tilhögun er bókasafn ný- legs háskóla í Sussex í Eng- landi. í þriðja lagi þarf dálitla timaritalesstofu, þar sem frammi liggja nýjustu hefti tímarita, og ætti sú stofa að vera búin venjulegum lessæt- um að nokkrum hluta, en að öðru leyti hægindastólum og lágum borðum. Þá þarf handritavinnusal í nánum tengslum við handrita- geymslur, og fer bezt á því, að hann, ásamt nærliggjandi vinnuherbergjum, rúmi alla þá, sem fást við handritaskrán- ingu og textarannsóknir, bæði þá sem vinna á vegum safns- ins og annarra stofnana. í forsal safnsins eða í nán- um tengslum við hann þarf að vera aðstaða til að koma íyrir sýningarskápum, annars veg- ar til að hafa til sýnis ýmsa kjörgripi safnsins, hins veg- ar til að hafa frammi um tak- markaðan tíma nýjar bækur, sem safninu berast. í forsain- um eða við hann þarf einnig að vera rými fyrir skrár safns- ins og talsvert af bókaskrám og öðrum handbókum. Afgreiðsla útlána og vinnuhúsnæði starfs- fólks þarf og að liggja vel við forsalnum. Per bezt á því, að það sé að hluta allstór her- bergi, þar sem margir vinna, en hins vegar minni herbergi fyrir einn eða tvo starfsmenn hvert. Loks þarf nokkurt húsrými fyrir bókbandsstofu, sem lengi hefur verið starfrækt í Lbs., og myndagerð og viðgerðar- stofu, sem einnig hefur þegar verið stofnað til þar. Og margt er auðvitað fleira, sem taka verður tillit til við áætlunar- gerð um bókasafnshús, þótt ekki sé tækifæri til að fara um það fleiri orðum að þessu sinni. Nú kann einhver að spyrja: Hvað kostar að reisa svona hús? Þvi er auðvitað ekki unnt að svara, fyrr en búið er að gera sér nánari grein fyrir stærð þess og gerð. En mér hefur fundizt ýmsum vaxa þetta fyrirtæki um of í aug- um, hafa jafnvel hugsað sér safnbyggingu slíkt risafyrir- tæki, að við getum ekki í hana ráðizt fyrr en eftir marga ára- tugi! Ég er hins vegar á þeirri skoðun, að við höfum ekki efni á að skjóta þessu máli stöðugt á frest. Góð bókasafnsþjónusta er forsenda þess, að árangur verði af háskólakennslu, vís- indarannsóknum og fræða- starfsemi. Bókasafnið er grund- völlur, sem byggja verður á, og fjárfesting til þess á þvi að ganga fyrir flestu öðru, sem gert er í þágu æðri mennt- unar. Góðri bókasafnsþjón- ustu verður ekki við komið í núverandi húsnæði safnanna. Sumir tala um að leysa vand- ann með flutningi hinna minna notuðu bókaflokka í sérstakt geymsluhúsnæði, slíkt sé gert með sæmilegum árangri sums staðar erlendis. Það er að vísu rétt, en þá er þess að gæta, að húsnæði aðalsafnanna þar er miklu betur fallið til síns hlutverks en húsnæði okkar safna. Mönnum gleymist oft, að bókasafn á að vera meira en bókageymslur einar. Hús- næði bókasafnsins í háskólan- um hér er hins vegar nær ekk- ert annað en bókageymslur og sumar þeirra raunar loftlaus- ar og leiðinlegar. Þeim verður ekki breytt í lestrarsali eða á annan þann veg, er hæfi nú- tímabókasafnsrekstri. Miklu rær væri að nota um sinn nú- verandi húsnæði safnanna, annars eða beggja, sem geymsl- ur fyrir títt notað efni, en reisa nýtt hús fyrir aðalsafn- starfsemina. Þetta gæti verið eitt ráðið til þess að létta okk- ur róðurinn við byggingu nýs húss, og er þar komið að atriði, sem kanna þyrfti gaumgæfi- lega, þ. e. hvort ekki sé tæki- legt að reisa safnhús í viðráð- anlegum áföngum og smækka þannig þá tröllauknu mynd, sem þetta fyrirhugaða hús virðist hafa tekið á sig í hug- um sumra manna. Ég er þeirr- ar skoðunar, að bygging í áföngum kæmi vel til greina, auk þess sem sjálfsagt þykir nú orðið, að lögun og umhverfi bókasafnshúss sé þannig, að auðveldlega megi byggja við það síðar, þegar þrengir að starfseminni. En allt þetta mál þarf, eins og áður er sagt, rækilegri könnunar við. VIII. Rekstrartilhögun sameinaðs safns. Bókasafnið ætti að verða ein rekstrareining, þ. e. hafa einn yfirbókavörð, hvort heldur hann kallaðist landsbókavörð- ur, háskólabókavörður, þjóð- bókavörður eða annað. Hins vegar ætti það að skiptast í deildir, svo sem tíðkast um flest meðalstór rannsóknar- tókasöfn, og skyldi einn fyrsti bókavörður (d. fþrste biblio- tekar, e. sub-librarian) vera verkstjóri yfir og bera ábyrgð á starfsemi hverrar um sig. Miðað við stærð og hlutverk sameinaðs safns tel ég liklegt, að deildaskipting þyrfti að vera eitthvað á þessa leið: íslandsdeild. Hún sér um varðveizlu íslenzkra bóka og rita, er varða ísland og íslenzk málefni. Þetta er aðalhlutverk Lbs. núna og er hið mikilvæg- asta. Undir þessa deild ætti að heyra innheimta prentskila- eintaka frá prentsmiðjum og samning bókfræðirita, er varða íslenzkar bækur, þ. á m. gerð skrár um íslenzkan ritauka hvers árs. Rit úr íslandsdeild skulu einungis vera föl til notkunar á lestrarsal, svo sem raunar er núna, en í hinum opna hluta safnsins yrðu önn- ur eintök alls þorra af ritum íslandsdeildar, sem föl yrðu til útlána, svo sem áður getur. Ilandritadeild. Hún er nú þegar orðin skýrt afmörkuð eining í Lbs., sem sér um varð- veizlu og hirðingu handrita, skráningu þeirra og gerð hjálp- argagna til að auðvelda notk- un þeirra. Þessi deild hefur nú þegar dálítinn sérlestrarsal, og þyrfti svo einnig að verða í nýju húsi, eins og áður er get- ið. Stefna ber og að því, að handrit úr Árnasafni verði hluti af handritadeild samein- aðs bókasafns, þótt svo hafi skipazt um sinn, að þau verði varðveitt sérstaklega. Aðfangadeild skal sjá um móttöku rita, sem í safn- ið koma. Hún annast val keyptra rita eftir tillögum há- skólakennara og annarra safn- notenda og í samráði við yfir- bókavörð. Heppilegt mundi e. t. v. að hafa sérstaka nefnd háskólakennara til ráðuneyt- is og ákvörðunar um hina veigameiri þætti bókavalsins. Undir þessa deild falli einnig ritaskipti við erlendar stofnan- ir, sem eru veigamikill þáttur, móttaka bókagjafa og varð- veizla aukaeintaka safnsins og nýting þeirra til öflunar ann- arra þarfari rita. Starfsemi aðfangadeildar er mikilvæg, því að á miklu velt- ur, að bókaöflun fari vel úr hendi, þegar fé er takmarkað til kaupanna. Henni ber einnig að hafa allstrangar gætur á að taka ekki inn í safnið óþörf rit, jafnvel þótt þau fáist fyr- ir lítið eða ekkert, því að þau taka upp dýrmætt geymslu- rými og skráning og meðhöndl- un hverrar bókar kostar tals- vert fé. Vel rekin söfn gefa glöggar gætur að þessu. Þjónustudeild. :) Undir þessa deild mundi í fyrsta lagi heyra 1) Nafnið á þessari deild er e. t. v. ekki sem heppilegast, en nota má það, bar til mönnum dettur í hug annað betra. afgreiðsla salslána og útlána, eftirlit með opnum bóka- geymslum, salgæzla og hvers konar leiðbeiningarþjónusta við notendur, sem er vaxandi þáttur í starfsemi flestra bóka- safna. í öðru lagi ætti þessi deild að annast fræðslu við stúdenta í bókasafnsnotkun, en mikils þykir vert í háskólabókasöfn- um, að sá þáttur sé vel rækt- ur. Þykir bezt að taka stúdenta í hverri grein sér í lagi, helzt á fyrsta námsári og veita þeim skipulagða fræðslu um safn- ið og spjaldskrár þess, einnig handbækur, er varða þeirra grein, hversu hafa má bezt gagn af þeim. Þessa fræðslu skyldi veita með munnlegri til- sögn, notkun skriflegra gagna og jafnvel með sýningu skuggamynda eða kvikmynda. Þar sem völ er á bókavörðum sérmenntuðum í ýmsum grein- um, skipta þeir þessum þætti á milli sín samkvæmt því, undir stjórn tiltekins fyrsta bóka- varðar, en þar sem hér mun að líkindum alllengi vanta bókaverði sérmenntaða í ýms- um háskólagreinum, þarf að koma til samvinna háskóla- kennara og bókasafnsfólks við þessa fræðslu. Þykist ég ekki þurfa að fjölyrða um, hve miklu þessi fræðsla getur ráð- ið um rétt tök á námi og s'kjót- ari árangur en ella. í þriðja lagi gæti heyrt undir þessa deild stofnanaþjónusta, þ. e. tilsjón með safnútibúum í ýmsum stofnunum Háskól- ans. Hefur fáeinum stíkum söfnum þegar verið komið upp, svo sem í Raunvísindastofnun og Enskustofnun og nokkrum lesstofum stúdenta, en fleiri slíkar safndeildir mun þurfa, eftir því sem stofnunum Há- skólans fjölgar, nú næst vænt- anlega í stofnun íslenzkra fræða, sem verið er að byggja yfir. Bezt þykir fara á því, að aðalsafnið annist skráningu og viðhald safndeildanna, m. a. með því að skipuleggja þang- að reglubundnar eftirlitsferðir. Nægar fyrirmyndir má fá á Norðurlöndum um þennan þátt í starfrækslu bókasafna, t. a. m. hefur stofnanaþjón- usta Háskólabókasafnsins í Ósló vakið athygli víða um lönd. Þeir þrír liðir, sem hér hafa verið tilgreindir undir þjón- ustudeild, eru víða ræktir sem sérstakar einingar hver um sig, en hér verða þeir naumast umfangsmeiri en svo fyrst um sinn, að fært mundi að fela einum fyrsta bókaverði stjórn þeirra allra. 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.