Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 42
Þjóðir tímguðust og reik- uðu sem lengst þær máttu frá Babel, allt milli Eldlands og Hornstranda, án þess að geta lifað án vonar um að tengja reynslu og skarpskyggni allra þjóða í nokkurs konar skóla vizkunnar. Síðan á Sturlunga- öld hafa vestrænar þjóðir haft nafnið universitas um þann skóla, dregið af universum, sem táknar heild alls, getur m. a. táknað alheiminn. Þá tók að fleygja fram bókagerð þessara þjóða, einnig á íslandi, og fyr- ir það njótum við nú sjálf- stæðis, sem annars væri ekki, en í krafti sjálfstæðis og hóf- legrar einangrunar náðum við þeim styrk, sem er frumskilyrði þess að geta verið hlutgengir erfingjar að heimsmenning- unni og látið skólategundina universitas dafna. Það er sameiginlegt í mark- miðum Babelsturns, háskóla og háskólabókasafns að hugsa sér vöxt sinn ótakmarkaðan, líkastan þrá þess manns, sem býr sig til áhlaups á himna- ríkið. Að öðru leyti eru mark- miðin mjög fjölþjóðleg og jarð- nesk. Og satt er, að miðsöfn háskólanna eru þau þjónustu- bókasöfn, sem langhraðast safna munu vaxa í flestum ríkjum á komandi öld, algeng- ast að þau tvöfaldi bókamagn sitt á 12—15 árum, ferfaldi það á aldarfjórðungi. Ef sú vcrður reynslan í Reykjavík, þarf nokkru fyrir aldamót aö vera komið geymslurúm í vísinda- bókasafni fyrir háifa aðra milljón binda. En þó þetta tak- ist og þorri bókanna vsrði val- inn af skynsemi, mun þurfa stöðugt að auki að fá úr er- lendum söfnum fjölda af láns- bókum, filmum eða Ijósritum af prentmáli. Verði þanmg að unnið, þarf skortur á ritum ekki að lama rannsóknir né nám. Segjum nú, að háskólabóka- söfn séu óþjóðleg í eðli sínu, því þau hafi að markmiði að aflétta Babelsbölvuninni og sundruninni, sem Jahve gaf til að efla þjóðernin. Þá þarf þjóð- bókasöfn með hin gagnstæðu markmið og með skyldu til tæmandi söfnunar á ollu, sem beint varðar eigin þjóð. Um leið og við ættfærum bókaturnsstórhug vizkuskólans og háskólanna til forfeðra í Babel, meðan ekkert var þeim yfirsterkara, mættum við líta opnari augum en fyrr á austur- lenzk sannindamerki um lands- bókasöfn fyrir allt að 26 öld- um, á nauðsyn til þeirra og vissa þörf á innilokun þeirra. Assúrbanipal Ninívekonungur, d. 626 f. Kr., átti elzta safn landsbóka og þjóðskjala, sem eitthvað er varðveitt af. Til að gæta gulls síns og fleygrúna á leirtöflum átti hann stranga verði, vængjaða kerúba og Ijón. Þó Niníve hryndi í styrj- öld yfir safnið 20 árum eftir lát hans, gættu rústir og hjá- trúarótti við steinvættir ger- semanna til betri tíma, en menn grófu þær upp fyrir rúmri öld og lásu fleygrúnirn- ar í Lundúnum. Assýría end- urreis í hugheim vorn úr 25 alda grjóthaug, en eftir sjö sinnum styttri herleiðing koma handrit til íslands og verða lesin til skiptis í handritasal Lbs. og Árnagarði. Vaka skulu vængjaðir kerúbar og ljón yfir þjóðgersemum á bókfelli og prenti, lengur en þeir vöktu, sem myndasmiðir Assúrbani- pals gerðu harðmúlaðasta. Safn, sem beið oflengi eftir framför sinni Háskólinn er landinu vís- indaleg rannsóknarstofnun og fræðslustofnun, sem veitir stúdentum menntun til að gegna ýmsum embættum þess og sérþróuðum störfum og skal þjálfa menn til að sinna sjálf- stætt vísindalegum verkefnum. Hbs. er miðsafn fyrir ritaþörf þá og lestraraðstöðu, sem er brýn þessu námi og rannsókn- um. Safninu ber um leið að liðsinna einstaklingum og stofnunum utan háskóla með bókalánum í sams konar þörf, svara spurningum þeirra, þeg- ar tími vinnst til, o. s. frv. Á fyrri áratugum megnaði safn- ið minna og var þá reynt að komast sem mest hjá útlánum. Fram yfir 1960 veitti ríkið ekki fé til bókaöflunar í Hbs. né taldi sig varða neitt um safnið sem safn, en féllst raun- ar á það frá 1942 (1940) að gera háskólabókavörðinn sinn starfsmann, ábyrgan gagnvart ráðherra. Tregðan að veita fé kom af því, að háskólanum hafði ekki tekizt — eða ekki reynt í alvöru — að fá Alþingi á 5. tug aldar til að festa með þingsályktun eða öðru tilveru- rétt Hbs., og vík ég í næsta þætti að þeim vanda. í forsögu háskólans hafði ríkið snemma veitt því jáyrði, að akademísk kennsla yrði að njóta annars safns en almenna stiftsbóka- safnsins (Landsbókasafns). Rosenörn stiftamtmaður hafði f. h. þess löggilt með biskupi Bókasafn Prestaskólans 11. sept. 1847, áður en sá skóli tók til starfa, sem nú er Guðfræði- deild H.í. Deildin telur sig enn eiga það safn, þó megin þess sé í geymslu í Lbs. Fyrri helm- ing 20. aldar var öðru hverju áhugi í Lbs. að víkka út öfl- unarsvið þess, enda þurfti það þá að standa undir verulegum útlánum til háskólans manna. Með áhrifum kreppu og stríðs, meðan þau stóðu og eftir hvort- tveggja, en einkum í fram- haldi af útlánatakmörkun Lbs. síðan 1949, er orðin á þessu mikil tiltöluleg rýrnun. Vega- lengd milli háskóla og Lbs. er eitt af mörgu, sem fyrirbyggir, að nokkur geti snúið þeirri þró- un við. Ríkiskostnaður af Há- skólabókasafni hefur síðustu 5 árin verið afleiðing orðins hlutar, en tilgangurinn er ekki, eins og margir utan safnanna virðast halda, gagnslítil tvö- földun þess, sem í Lbs. er. Eftirrit eftir spjaldskrá Lbs. um erlend fræðirit verður að vera til í Hbs., og i Lbs. þyrfti að vera eftirrit sumra efnis- flokka í hugvísindum í spjald- skrá Háskólabókasafns. Þessi nauðsyn hefur setið á hakan- um fyrir öðrum brýnum skrán- ingarþörfum hvors húss um sig, en má ekki bíða lengur. Fjárkreppa þessa árs ætti fremur að reka á eftir en aftra því, og ekki flýtir hún fyrir því, sem hefur verið stefnu- mark síðan 1941, að Lbs. flytj- ist í hverfi háskólans. Ég efa ekki, að vélritunarkaup fyrir tvöföldun spjaldskráa muni nú fást auðveldlegar greitt en á liðnum árum. Hið nýja safnhús, sem verða mundi bæði fyrir Lbs. og Hbs. og stæði sennilega vestan Suð- urgötu einhverstaðar milli Hringbrautar og Hjarðarhaga, hefur verið ráðgert æ fastleg- ar með hverjum áratug, sem líður. Byrjunarfjárveiting, sem að því miðaði, kr. 1.5 milljónir, komst á fjárlög þessa árs. Veit- ingin var að vísu dregin til baka með sérstökum lögum í marz 1968 um ríkissparnað, en markar jákvæðan vilja Al- þingis, jafnt fyrir því þó rík- isstjórn muni nú ekki, sökum viðskiptaárferðis, treysta sér fyrir 1970 að gefa heit um, hvenær hús þetta ætti að vera fullgert. Frá ákvörðun um það liði aldrei minna en hálfur áratugur, unz fullgert hús gæti tekið við söfnunum báð- um, en hætt er við lengri bið. Af því leiðir, að undirritaður, sem lætur af embætti í síðasta lagi í janúar 1975, er framveg- is lítt atkvæðisbær um það, hvernig stjórn og sameiningu tveggja núverandi safna í nýja húsinu verði háttað. En ætíð hafa bókaverðir gengið út frá, að langt yrði gengið í því að bræða söfnin saman þar (nema íslandsdeild), og það virðist vaka fyrir Alþingi í þingsályktun frá 29. maí 1957 um sameining. Um ellefu ára skeið hef ég talið mér skylt að styðja þá þál. eftir því orða- lagi, sem hið háa Alþingi sam- þykkti að fengnum jákvæðum undirtektum háskólaráðs. Nú við niðurfall 1.5 milljóna fram- lagsins að sinni og aðrar seink- unarlikur tel ég Alþingi geng- ið endanlega á bak orða sinna í þál. og því sé orðalag henn- ar ógilt, en meginhugmyndin um sameining lifi og verði framkvæmd um það bil, sem hið umrædda hús fer að kom- ast eitthvað í gagn. En fari svo, sem ég vil ekki trúa, að eftir önnur 11 ár verði jafnógerlegt ríkisstjórnum og það virðist í dag að reisa sam- einingarhúsið, sjá mín gömlu augu varla, að tuginn 1980—90 verði meira eftir af þál. frá 29. maí 1957 en eftir er af bjartsýni þeirra, sem turn reistu í Babel, en hvar fyndist þá sá Jahve, sem við menn gætum gert ábyrgan fyrir ólán- inu og þeirri sundrungu, sem af sprytti? Lagaboð og reglugerðir, um- fram hið núgildandi, í þá átt að sameina Hbs. og Lbs. án þess að sjá þeim fyrir nýju húsi saman gætu ekki orðið til nytsemdar að mínum dómi. Hbs. hefur ónógan vinnukraft til alls, m. a. til að nýta þá ágætu frjálsu samvinnu og hjálparhug, sem milli safn- anna ríkir. Tveir aðilar verða að vinna báðir jafnstór verk, ef samvinna á að nýtast. Sveitamenn vita, hve örð- ugri reynast einyrkjum fjall- skilaskyldur en þeim, sem tíu hjú hafa. Vinnuálag yrði alls ekki hægt að færa með sameiningartilskipunum af starfsmönnum í Hbs. yfir á starfsmenn í Lbs., né gagn- kvæmt, meðan langt er milli húsa, og raunar varla án sam- einingarhúss. Tilskipanir um samrekstur að öðru leyti kynnu að reynast aðeins pappírsgögn sökum annríkis manna, frekar en viljaskorts. Mér ber að játa, að mótrök þessi og önnur gegn þvi, að söfnin mætti sameina, án þess hús fáist, kunni að verða úrelt eftir 10 ár, en meðrök styrkist. Mælikvarði háskóla- ráðs á meðrökin fer varla eft- ir öðru en því, hvor hátturinn á rekstri safnanna veiti há- skólanum hraðari og fjölþætt- ari þjónustu, öllum deildum og stofnunum hans. Það mun verða viðurkennt, 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.