Samvinnan - 01.04.1968, Síða 43

Samvinnan - 01.04.1968, Síða 43
að Háskólabókasafn þurfi sem allra fyrst að efla svo að starfs- liði, að það geti veitt nærri jafngóða þjónustu og veitt er við aðra smáa háskóla á Norð- urlöndum, en til þess þyrfti minnst 10 manns með allgóða menntun og þjálfun í starfi. Hvorki fyrir né eftir samein- ingu mun háskólaráð fara fram á, að vinnuafl, sem nú er í Lbs. og varðar ekkert há- skólaþjónustuna og er sízt of margt, verði til hennar tekið, svo ég tel mega fullyrða, að sameiningarmálið ætti á eng- an hátt að geta tafið fyrir starfsliðsaukningu í Hbs. — Allt annað mál er, að það hef- ur verkað og verkar framveg- is á ráðagerðir um húsnæði og á upphæð bókakaupafjárins. Það er eymdarleg saga, að Hbs. hætti nokkru eftir 1950 að sýna vaxandi notkunartölur, eins og heilbrigt væri, heldur dróst að því leyti fremur nið- ur á við sökum þess, að starfs- maður þess var aðeins einn. Hin óunnu störf hrúguðust upp, og skrár fyrndust. Há- skólaráði var löngu orðið ljóst, að aldrei kæmi til mála að reka vísindabókasafn án meira starfsliðs. Hví sætti háskól- inn sig þá við ástandið? Annars var ekki völ, þó flest ár væri leitað til Alþingis um úrlausn fyrir safnið í einhverri mynd eða beiðni flutt í ráðu- neytum. Þess var vænzt, að með nefndri þál. frá 1957 hlyti að liðkast um, en það gerðist þó fyrst í fjármálaráðherratíð Gunnars Thoroddsens, allt fram að því virðist hún hafa verkað fremur til hins gagn- stæða. Þá var skipaður bóka- vörður til viðbótar í apríl 1964, en ritari komst á fjárlög tæp- um 3 árum eftir það, og starfa nú 3 í safninu. Mikil breyt- ing varð þetta til batnaðar og mörgu kippt í lag á 4 árum. Það hefur m. a. borið ávöxt í talsverðri og lengi þreyðri notkunaraukningu. Hinn innri vöxtur og skráning býr í hag fyrir komandi ár, og þannig þarf stöðugt mikla vinnu, sem gefur ávísun á hið ókomna, ella hættir safn að svara til- gangi. Það tekur tíma, en borg- ar sig, að vinna upp þá tiltrú, sem safngestir höfðu á heilum áratug verið að missa. En um- bót vekur meiri þörf, minnkar sljóleik fyrir vondu ástandi. Auk þess stækkar nú safnið örar, vísindamannahópur há- skólans eflist og safnið þarf allt að tífalt fleiri stúdenta- sæti til lestrar en um 1940, ef vel ætti að vera. Rúmtak margra prófgreina og rann- sóknarefna í tímaritum og bókum þenst út í líking við það, sem er í háskólum erlend- is. Þess vegna er svo komið, að starfsliðsskorturinn er aft- ur kominn á sama hættuhá- mark og var árin fyrir 1964. Illa fer, ef ekki fæst ráðin bót á því. Og nú eru dómar ýmissa notenda hiklausari en áður, sakaruppgjöf vafasamari. Ef Hbs. væri skipt, eins og einstöku rödd mundi telja vænlegt ráð til að fá skárri þjónustu á einhverjum sér- deildum sviðum, yrði brátt ekki hægt að komast af með minna en 3 starfsmanna lág- markshóp, sem í sjálfu sér er afkastadrjúg starfseining, til að reka t. d. safnið fyrir lækn- isfræði eða annað safn fyrir einhvern hluta af heimspeki- deild. Væri Hbs. leyst upp sök- um kverkataks skortsins á því, yrði einhversstaðar að auka í staðinn mjög hratt greiðslur af almannafé. Með þessu dæmi er ég ekki að lýsa neinni afstöðu til þess, hvernig þurfa mun að haga komandi útibúi eða sérsafni læknisfræðinnar. Úr því að nú horfir uggvæn- lega líkt og fyrir 1964, verð ég að rifja það upp, að þá hafði um áratugs skeið verið að skapast lítilsvirðing á Hbs. og lýsti sér e. t. v. hvergi betur en í því, hve lítils menn voru farnir að krefjast af safninu. Eðlilega blandaðist í það góð- vilji til mín, sem var starfs- maðurinn, og var jafnvel haft á því orð, að þrátt fyrir allt væri nú notkunin og rekstur- inn í furðanlegu lagi. „Nú skyldi ég hlæja, ef ég væri ekki dauður“, sagði karl í þjóðsögu, sem var engu lygi- legri en þetta hjartahlýja skrum um safnið vildi óvart verða. Mér varð stundum við, eins og ég væri hlutlaus og framliðinn áhorfandi að því, sem ég sá, að hafði gerzt. Ber aS setja lög um Háskóla- bókasafn og skyldur þess? Margir háskólans menn hafa fært það í tal, og næstliðin 20 ár hef ég verið því með- mæltur eða jafnlengi og áhugi minn á tengingu Hbs. og Lbs. hefur verið virkur. Lögin yrðu að sjálfsögðu ekki nýr kafli í lögum Lbs., heldur sjálfstæð, með tilliti til fleiri rannsókn- arbókasafna. Þau yrðu umgerð, sem útfyllt skal eftir því, sem fjárveitingar leyfa og ráðherra og háskólaráð vilja setja í reglugerð á hverjum áratug. Undir mál þetta vil ég ýta hér. Mér er ekki kunnugt, hverj- ir áttu elztu lauslegar uppá- stungur, en kynntist þeim sem nefndarmaður í stjórnskipaðri safnmálanefnd 1948 og hafði um þær framsögu á nefndar- fundi. Nefndin var þá að fjalla um frv., sem varð lög nr. 44 1949 um Landsbókasafn, og virtist mér rétt, að tilverurétt- ur Hbs. yrði jafnframt skil- greindur í löggjöf. Álits há- skólaráðs var því næst leitað, óformlega í fyrstu. En óskir frá háskólaráði, sem fram komu munnlega til nefndarinnar og síðan skrif- lega í bréfi háskólarektors 25. sept. 1948 til menntamála- ráðuneytisins, nutu hvorki meirihlutafylgis í nefndinni né undirtekta hjá fulltrúum ríkisvaldsins, og var frá þvi horfið að óska löggjafar eða ríkisafskipta um það, hvert verksvið Háskólabókasafns væri, og nefndin ályktaði: „Verksvið Háskólabókasafns verður ekki ákveðið með lög- um, nema bein ósk um það komi frá háskólanum sjálfum“. — „Nefndin hefur hvorki séð fært að takmarka með lögum bókakaup einstakra ríkisstofn- ana né skipta verkum með söfnunum á þann hátt, sem að er vikið í greinargerðinni frá háskólaráði.“ — „ . . . Lands- bókasafnið eigi að vera þjóð- bókasafn og sé því ekki við- eigandi að setja því neinar takmarkanir með lögum." (Al- þingistíðindi 1948, A 19—21). í lögum ber að skylda safn- ið til að sjá fyrir lestrarsölum, bókum og öðrum rituðum eða ijósmynduðum heimildargögn- um eftir þörf hvers árs og hvers fræðisviðs, sem tekið er til náms eða rannsóknar á veg- um háskólans, og þeir aðrir, sem þurfa, njóti alls þessa. Dagleg þjónusta safnsins, á staðnum, gegnum síma og póstleiðis, skal vera miðsafns- Hátíðasalur Háskólans er notaður sem lesstofa í viðlögum, eins og myndin sýnir, en stúdentar verða að rýma hann bœði þegar próf eru haldin og þegar fyrirlestrar eða aðrar opinberar athafnir krefjast hans. 43

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.