Samvinnan - 01.04.1968, Qupperneq 46

Samvinnan - 01.04.1968, Qupperneq 46
að útgáfustarfsemi vísinda- stofnana stóreykst, ritunum fjölgar og þau stækka. Þetta veldur auðvitað meiri þrengsl- um í söfnunum; þar sem var nóg rými fyrir 3—4 árum, get- ur það nú verið alls ófullnægj- andi. Þetta verður að hafa í huga, þegar nýjum söfnum er komið upp, hvort heldur um er að ræða flutning í nýtt hús- næði eða tilfærslu í sama hús- inu. Það er algerlega óvið- unandi að þurfa að útiloka frá safninu rit, sem þar er nauðsynlegt að hafa, vegna þess að ekki er hægt að koma þeim fyrir. Auðvitað má geyma bækur, blöð og tímarit, sem lítið er spurt eftir, í góðum geymslum, ef þær eru þá fyr- ir hendi. En þær mega aldrei vera svo slæmar, að rit sé talið glatað, ef það er lagt til hlið- ar þar. Verður nú vikið að öðru mik- ilvægu máli, sem varðar sér- fræðibókasöfn, og rannsókna- bókasöfn yfirleitt. Útlánsreglur sérfræðisafn- anna eru eðlis si!ns vegna nokkuð aðrar en í almennum söfnum, enda er notkun þeirra rita, sem þar eru, yfir- leitt bundin við takmarkaða hópa, stundum á mjög þröngu sviði. Þrátt fyrir það væri æskilegt, að fleiri gætu not- ið góðs af á óbeinan hátt, þ. e. með því að fá upplýsingar um ákveðið efni, jafnvel einstök atriði, á einum og sama stað. Mörgum, sem vinna að þýð- ingum, samningu greina eða heilla bóka, yrði það oft ómet- anlegt að geta aflað sér fróð- leiks eða fengið skýringar á einu eða öðru í sambandi við starf sitt. Einmitt þetta sjónarmið vakti fyrir þeim, er fyrstir hófu máls á skráningarmiðstöð fyr- ir rannsóknabókasöfn. í lög- um um Landsbókasafn frá 25. maí 1949 segir svo í 7. grein: „Landsbókasafn skal hafa samvinnu við Háskólabókasafn og sérfræðibókasöfn, sem rík- isstofnanir og félög eiga, um bókakaup og bókalán. Halda skal uppi sérstakri skráningar- miðstöð fyrir söfn þessi, og má fela Háskólabókasafni for- stöðu hennar að fengnu sam- þykki háskólaráðs." Svo mörg voru þau orð. Nú eru senn liðnir tveir áratugir frá setningu þessara laga, og er ekki vanzalaust, að þjóð, sem telur sig jafn bókmennta- sinnaða og fróðleiksfúsa og ís- lendingar, skuli enn ekki hafa komið á fót slíkri upplýsinga- miðstöð. Þetta er heldur ekki menningarlegt atriði eingöngu, heldur og fj árhagslegt, því að með því gætu stofnanir spar- að sér kaup margra eintaka af sama tímaritinu, og það því fremur sem velflest hinna sér- fræðilegu tímarita eru nokkuð dýr. Hér yrði líka stigið spor í rétta átt til að draga úr því rúmleysi, sem sérfræðibóka- söfnin eiga við að búa og minnzt var á hér að framan. Það segir sig sjálft, að þegar 2—3 stofnanir hætta að kaupa sama tímaritið, sem oft er mjög rúmfrekt, skapast aðstaða til betri nýtingar á safninu. Það er ósk mín og von, að á þessu afmælisári Landsbóka- safnsins verði þessu brýna hagsmunamáli allra rann- sóknabókasafna komið heilu í höfn. Betri aímælisgjöf verð- ur vandfundin. Óskar Ingimarsson. ÖLAFUR F. HJARTAR: HUGLEIÐINGAR UM SAFNAMÁL Það eru margir, sem Ijúka lofsorði á fslendinga fyrir það, hve bókhneigðir þeir eru. Vissulega er hægt að benda á nokkra þætti, sem styðja þessa skoðun. Bókaútgáfa er hér mikil miðað við höfðatölu. Hér eru margar bókaverzlanir, sem verzla með nýjar og gamlar bækur. Innflutningur erlendra bóka og tímarita er hér mikill að magni. Þá eru einkasöfn mjög algeng, og furðanlega margir eiga merk söfn bóka í einni eða fleiri greinum. En þegar kemur að opinber- um söfnum, kveður við annan tón. Það ríkir yfirleitt mikið tómlæti og skilningsleysi af hálfu ríkis og bæja á gildi bókasafna. Skylt er þó að við- urkenna, að spor hafa verið stigin í rétta átt á síðari ár- um með lögum um bókasöfn 1937, 1955 Og 1963. Elzta safnið í höfuðstaðnum og jafnframt elzta starfandi safn landsins er Landsbóka- safn íslands, sem verður 150 ára 28. ágúst n.k. Eins og flest- um mun kunnugt, er hlutverk safnsins fyrst og fremst að varðveita íslenzkar bækur, blöð, tímarit og smáprent. Auk þess kaupir safnið erlendar bækur og tímarit í ýmsum greinum, til þess að geta kom- ið til móts við fræðimenn. í safninu er ennfremur allgóður handritakostur. Á eftirfarandi töflu, sem vonandi skýrir sig sjálf, reyni ég að sýna, hvaða bókfræði- lega vitneskju Landsbókasafn getur veitt. Taflan á einnig að sýna, hve nauðsynleg eru tengsl við önnur söfn landsins, sem fá skyldueintök eða kaupa fiest allar bækur, sem gefnar eru út hér á landi, eins og t. d. Borgarbókasafn. Það er sérstök ástæða til að benda almenningi á, að ekk- ert er eðlilegra en að leita eft- ir vitneskju hjá Landsbóka- safni, þegar önnur söfn geta ekki gefið svör við bókfræði- legum spurningum. Sérstök at- hygli skal vakin á blaða- og tímaritaskrá Landsbókasafns. Þar er að finna ýmsar greinar um landsmál og menningar- mál, minningargreinar, frum- samin ljóð og þýdd, frum- samdar smásögur og þýddar, framhaldssögur o. fl. Á skrá eru komin flest merkari tíma- rit frá 19. og 20. öld, einnig blöð frá 19. öld og dagblöð frá 20. öld. Þó er þess að gæta, að sökum skorts á starfsliði er ekki lokið við að skrá efni dag- blaða, nema fram til 1944. Söfn og einstaklingar geta fengið ljósrit af hverju því, sem þeir óska, af prentuðum eða skrifuðum heimildum safnsins. Einnig er hægt að fá lesefni á smáfilmum, en notk- un þeirra þarfnast sérstakra lesvéla. Það líður sennilega ekki á löngu, unz söfn, er þess æskja, geta fengið dagblöðin á smáfilmu og þannig sparað mikið rúm og kostnað, sem bókband hefur í för með sér. Þjóðskjalasafn íslands er til húsa í sömu byggingu og Landsbókasafn, eins og kunn- ugt er. Það var stofnað 1882, en fastur starfsmaður ekki ráðinn fyrr en í árslok 1899. Hlutverk safnsins er að taka til varðveizlu opinber embætt- isskjöl landsins. Geymir Þjóð- skjalasafn ýmis verðmæt gögn, sem eru frumheimildir um sögu landsins og ómissandi fræðimönnum og rithöfundum. Nokkur bókasöfn úti á lands- byggðinni hafa fengið þaðan ljósrit af kirkjubókum sókna sinna til afnota fyrir lesendur. Má ætla, að fleiri muni fylgja fordæmi þeirra, er fram líða stundir. — Skortur á nægilega rúmgóðu húsnæði háir mjög starfsemi safnsins. Hin unga stofnun, Handrita- stofnun íslands, hefur sem stendur aðsetur í handritasal Landsbókasafns. En nú er ver- ið að reisa hús í grennd við Háskólann, Árnagarð, þar sem stofnunin fær inni. Ber að sjálfsögðu að fagna því, að for- ustumenn þjóðfélagsins eru reiðubúnir að taka vel á móti íslenzku handritunum úr Árna- safni, þegar Danir afhenda þau íslendingum til eignar. Þó virðist hafa gleymzt í þessu sambandi, að Handritastofn- unin hlýtur að þurfa allríku- legan bókakost fyrir starfs- menn sína. í augum safna- manna virtist raunsýnna að byrja á því að byggja sam- eiginlegt safnahús fyrir Lands- bókasafn, Þjóðskjalasafn og Háskólabókasafn. Þar hefði verið hentugast að hafa Hand- ritastofnunina undir sama þaki sökum væntanlegra af- nota af bókum, handritum og skjölum fyrrnefndra safna. Má t. d. benda á, að eftirtaldar stofnanir eru til húsa í þjóð- bókasafni Norðmanna, Univer- sitetsbiblioteket í Osló: Norsk Folkeminnesamling, Norsk Folkelivsgranskning, Norsk Stadnamnarkiv, Norsk Mál- förearkiv, Norrön Ordbok, Norsk Ordbok og Literær Ord- bok. Safnahúsið í Reykjavík var reist 1908. Fyrir bókum Lands- bókasafns hafa þegar vikið Þjóðminjasafnið 1950 og Nátt- úrugripasafnið 1960. Þrátt fyr- ir það eru gífurleg þrengsli í Landsbókasafni. Virðist eng- inn kostur að taka við nýjum bókum, nema leigja húsnæði fyrir einhverja bókaflokka safnsins. Bækur þess eru nú um 267.000 auk mikils fjölda af smáprenti. í upphafi var áætl- 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.