Samvinnan - 01.04.1968, Síða 54

Samvinnan - 01.04.1968, Síða 54
Leifur Þórarinsson JOHIt [flCE, spámaður eða hvab? Margir telja, að á síðustu og verstu tímum sé tónlistin komin í sjálfheldu. Sumir ganga svo langt að segja hana dauða, og nefna einhverja ákveðna andlátsstund, svo sem daginn sem Brahms lauk við síð- asta sönglagið, eða þegar Debussy lagði frá sér pennann í síðasta sinn. Sannleikurinn er sá, að áheyr- endur voru löngu áður hættir að fylgja hugsanagangi samtíðartónskálda, og skjalfestar sannanir eru fyrir að mörg meistaraverka Beethovens voru „dauð“ í eyrum samtímamanna hans. Ókurteisi nútíma- tónskálda við fortíðina er ekkert nýnæmi, og þó tilraunastarfsemi þeirra þyki ganga langt út yfir allan þjófabálk á stundum, er ekki þar með sagt að hún sé ekki í fullu samræmi við anda tímans sem við lifum. 54

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.