Samvinnan - 01.04.1968, Side 60

Samvinnan - 01.04.1968, Side 60
blökkumanna enn þann dag í dag. Samt eru ákveðnar stað- reyndir í ástandinu núna, sem auka hættuna á útbreiðslu rót- tækrar þjóðernisstefnu blökku- manna. Ein þeirra er sú að blökkumenn urðu einir meðal bandarísku lágstéttarhópanna til að gera uppreisn. Og það sem meira er: aðrir illa settir hópar telja hagsmunum sín- um ógnað af blökkumönnum — og það á auðvitað líka við um stóra miðstéttarhópa, þegar heimtuð er aflétting einangr- unar með tilliti til búsetu og skóla. Oft hefur komið til kyn- þáttaóeirða raunverulega fyr- ir tilverknað þessara hópa. Þegar ég skrifaði bók mína fyrir mörgum árum, var sú skoðun ríkjandi meðal almenn- ings og líka félagsfræðinga — ekki aðeins vinstrisinna — að til væri einhver „náttúrleg" samheldni milli lágstéttarhópa í Bandaríkjunum, og þyrfti að- eins að vekja menn til vitundar um hana til að hún öðlaðist pólitískt gildi. Staðreyndir og viðburðir bentu vitanlega til hins gagnstæða: hatrið var einmitt mjög „náttúrlegt" milli þessara hópa, sem raun- verulega áttu í samkeppni sín á milli, en örugg hástétt hvítra gat sýnt meiri hlutlægni og jafnvel átt til samúð með kröf- um negra um réttlæti. Ég ótt- ast að engin breyting hafi orð- ið á ástandinu hjá bandarísk- um fátæklingum, sem enn finna þrýstinginn frá sam- keppni blökkumanna. Þarvið bætist að ýmsir í hinni „ör- uggu“ hástétt sýna kröfum blökkumanna minni samúð, er þær leiða til óróleika og vald- beitingar. Ég ætti máski að bæta því við að öll sérréttindi sem veitt eru blökkumönnum, a. m. k. þau sem ganga lengra en af- nema þau óþægindi sem stafa af því einu að þeir eru hör- undsdökkir, hafa áhrif í þá átt að skapa biturleik með öðrum undirokuðum hópum. Þetta er ein ástæðan til þess að ég hef aldrei talið mig geta stutt Marshallaðstoð ætlaða negrum einum, hversu mjög sem ég þó viðurkenni nauðsyn þess að bæta vinnu- og lífsskilyrði blökkumanna hið fyrsta. Ef við nú í stað þess að spyrja hvað sé líklegast að ger- ist, ef ekkert verði gert í mál- inu, spyrjum hinnar pólitísku spurningar hvað eigi að gera svo að almenningi sé fyrir beztu, þá getum við gengið að því sem gefnu, að mikilvæg- ast er að hinir ýmsu hópar innan bandarísku lágstéttar- innar nái samstöðu. Ég hef áð- ur sagt, og ég vil glaður end- urtaka það, að hverju lýðræð- isríki er hollt að lakast settu hóparnir beiti sameiginlegu afli sínu til að knýja fram réttlæti. Með öðru móti verður réttlæti aldrei náð. Það krefst þrýstings að neðan. En þrýst- ingurinn verður að engu gagni, ef honum er eytt með sundr- ung milli ólíkra hópa lágstétt- arinnar. Eftir þessum línum er líka tæknilega séð unnt að móta ákveðna stefnu. Húsnæðis- vandamál blökkumanna verða ekki leyst af skynsamlegu viti, nema sem hluti af almennri stefnu í húsnæðismálum. Á sama hátt verður að koma á raunverulegum úrbótum í skólamálum blökkumanna sem hluta af áætlun er stefni að betri skólum til handa öllum fátæklingum. Blökkumenn verða að berjast gegn einangr- un á vinnumarkaði, en þeir eiga litla von árangurs meðan atvinnuleysi ríkir meðal hvítra fátæklinga. Blökkumenn hafa einsog aðrir lágstéttarhópar í Banda- ríkjunum áhuga á framfara- sinnaðri efnahagsstefnu, sem tryggi næga atvinnu og fækki þeim sem stopula vinnu hafa og litla framleiðni, og geri um- bætur á almannatryggingum, heilsu- og barnavernd, skóla- kerfi, íbúðum, jarðyrkju og skattamálum. Frá þessu sjónarhorni séð er þjóðernisstefna blökkumanna blindgata. Martin Luther King hefur gert sér þess ljósari grein en aðrir og stöðugt lagt áherzlu á mikilvægi þess að blökku- mannahreyfingin sameinist aðalæðinni í bandarískri framfarahugsun á efnahags- legum, félagslegum og póli- tískum vettvangi ásamt mikil- vægi þess að vinna stuðning og styrk annarra lágstéttarhópa.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.