Samvinnan - 01.08.1968, Page 40
Guðmundur Halldórsson,
Bergsstöðum
i
Þennan dag stóð austanstormurinn
upp á brekkuna og þyrlaði moldinni, sem
bílarnir losuðu af sér á nokkurra mín-
útna fresti þar á brúninni og gerði okk-
ur hálf blinda og heyrnardaufa.
Verkst.iórinn hafði ekið niður í stað-
inn, skömmu eftir að byrjaði að hvessa,
svo við lögðum meiri rækt við að ná
henni framan úr okkur en við verkið,
sem við áttum að vinna. Allir nema gamli
bóndinn. Ég og gamli bóndinn tókum á
móti sniddunni og komum henni fyrir í
kantinum, og nú stóð upp á strákana,
sem köstuðu henni af bílpallinum, og
bað stóð einnig upp á hina sem fylla
áttu á bak við snidduröðina svo við gæt-
um haldið áfram að hlaða. Gamli bónd-
inn horfði brúnabungur á strákana. Það
gætti óbolinmæði í svipnum, og hann
var lengi búinn að gefa þeim illt auga.
Það hafði sjaldan liðið svo heill dagur að
hann stæði ekki í einhverju hnútukasti
við þá út af lélegum vinnubrögðum. Þeir
höfðu nú fyrir skömmu lagt frá sér verk-
færin og horfið upp af brekkubrúninni
og komið sér þar í skjól á bak við hús.
Annars voru þetta allt beztu strákar inn
við beinið, sem oftast unnu mjög vel
en höfðu svolítið gaman af að rífa kjaft
við gamla bóndann. Ég fór að hugsa
um þessa umkomulausu brekku, sem við
áttum að gera að staðarprýði. Á henni
höfðu lengi gnauðað hráslagalegir vindar
norðan af flóanum og austan úr svörtum
fjöllum austursíðunnar. Hún var eins og
opin und á yfirbragðsleysi kauptúnsins.
Ég vissi ekki hvort fólkið hafði haft
nokkra skoðun gagnvart henni og útliti
hennar, þangað til nú, að einhverjum í
þorpinu hugkvæmdist, á undan yfirvof-
andi kosningum, að flytja mold og sniddu
um langan veg til að hylja dauðgrátt
upplit brekkunnar hvert vor, þótt ekkert
annað lifnaði þar.
Þegar klukkan á kirkjuturninum upp
á brekkunni sló fimm og hálf, voru strák-
arnir enn ekki komnir úr vari sínu á bak
við húsið. Ég sá, að einn þeirra hafði
varðstöðu á brekkubrúninni, þeir skiptu
þar á milli sín að vera til taks, að kom-
ast niður fyrir hana og grípa verkfærin
ef sæist til verkstjórans koma.
Storminn hafði lægt.
Það var á þessum tíma dags, sem
konurnar úr húsunum undir brekkunni
og niður í staðnum komu kápuklæddar
út úr húsum sínum bakdyramegin, að
ganga niður í búðina til kaupa í matinn.
Þær komu einnig ofan af brekkunni og
neðan úr staðnum. Sumar óku barna-
vögnum og höfðu innkaupatöskurnar
hangandi utan á þeim. Ef þær voru með
net undir úttekt sina, sáum við fiskinn,
kaffið, fransbrauðin og mjólkurflösk-
urnar, sem þær ætluðu í kvöldmatinn, en
örsjaldan kjöt.
Ég var stundum að hugsa um hvort
mennirnir þeirra gerðu betur en vinna
fyrir matarkaupunum yfir daginn. Hvort
nokkuð stæði eftir upp í aðrar nauðsynj-
ar, afborganir af skuldum af nýbyggðum
húsum, sem minntu á villurnar í Laugar-
ásnum syðra, eða af hálfköruðum hús-
skrokkum og af nýjum bílum, sem þeir
óku á heim í matinn um sjöleytið á
kvöldin, þótt fleiri ækju á gömlum
skrjóðum, sem þeir urðu að leggjast und-
ir flest kvöld að færa í lag eitt og ann-
að, sem alltaf var að bila, ef þeir áttu
að vera gangfærir að morgni.
Stundum námu þessar konur staðar á
götunni fyrir neðan þar sem við vorum
að vinna. Ég vissi eftir ýmsum króka-
leiðum að þá voru þær að stinga sam-
an nefjum um útgjöldin, sem af þess”
hlytust og eiginmenn þeirra yrðu a*
greiða í hækkuðum sköttum. Um öll
vinnusvikin og þetta hefði átt að fram-
kvæmast öðruvísi. Ekki hvernig öðruvísi
heldur einhvernveginn öðruvisi. Það voru
mjög fáar konur sem töluðu við okkur
eða köstuðu á okkur kveðju um leið og
þær fóru framhjá. Og enn færri, sem
töluðu um blettinn sem væntanlega
staðarprýði. Ég vissi ekki hverskonar
augum þær voru litnar af stallsystrum
sínum, þótt ég væri stundum að brjóta
heilann um það.
II
Þannig höfðu dagarnir í kauptúninu
liðið fyrir mér þetta vor og nú var slátt-
ur byrjaður í efra. Mér fannst þessi stað-
ur helzt umberanlegastur þau kvöld vik-
unnar, sem ég gat ekið fram í sveit, þar
sem ég fékk saltkjöt að borða, gat teygað
kalda mjólk, sem ekki hafði gengið í
gegnum einhverjar vélasamstæður er
gerðu hana fitulausa og bragðvonda. Þar
sem maður komst stundum í heyskap á
túni, stutt þar frá, sem fuglar færu með
friðsæla kvöldbæn uppi í grónu fjalli.
En vænst hefði mér þótt um staðinn
þann dag, sem ég hefði getað horfið úr
honum með þá öruggu vissu að þurfa
aldrei að koma þangað aftur.
Það fór enn lygnandi. Moldin safnað-
ist upp undir brekkubrúninni. Strákarnir
sátu enn í skjóli á bak við húsið. Gamli
bóndinn hætti mokstrinum og kom til
mín. Hann var lotinn í herðum. Andlitið
hrukkótt með stór útstæð augu, þar sem
mikið bar á hvítunni. Það var raunar
fátt, sem lesa mátti úr svip mannsins,
nema hin ósjálfráða kergja, að gefast
ekki upp fyrir örlögum sínum, hversu
andstæð sem þau annars yrðu honum,
og svo dyggðin, að geta alltaf staðið
hreinn með sitt gagnvart yfirmönnum
sínum.
Hann hallaði sér fram á skófluna. Grá-
ir svitastorknir hárdúskar vöfðust upp á
faldinn á húfunni í vöngunum og aft-
an á hálsinum.
— Seint finnst þessum andskotum út-
gjöldin nógu há, sagði hann.
— Nú?
— Þessi peningaaustur í brekkuna þá
örnu er ekkert nema vitleysa og óverj-
andi bruðl.
— Hún ætti að gefa staðnum betri lit
og ilm, þegar hún er gróin, svaraði ég
annars hugar, en vissi með sjálfum mér
hún mundi hvorki gefa þessu plássi lit
né ilm, í hæsta lagi lykt, þangað til fæt-
ur manna og dýra hefðu traðkað þetta í
sundur og vatn og vindar farið með af-
ganginn.
— Ég skil ekki þegar menn, sem hlaup-
ið hafa af góðum jörðum, fá allt í einu
bennan rokna áhuga fyrir grasi hér í
neðra, sagði bóndinn.
— Af hverju fórst þú?
— Konan var heilsulaus.
— En börnin, gátu þau ekki hjálpað
til?
— Þau voru í bernsku.
— Hvað ertu gamall?
— Sextíu og fimm.
— Þú hefur byrjað of seint.
— Ha?
Ég svaraði ekki. Augu hans urðu að
stórri hvítri spurn, unz hann skildi hvað
ég átti við.
— Mér er andskotans sama, hvað þú
segir. Þessi blettur verður aldrei nema
dýrt og ógeðslegt snobb, uppfundið af
mönnum, sem halda þeir séu eitthvað.
— Þú áttir góða hesta á meðan þú
bjóst. Ég vissi hann komst alltaf í gott
skap, begar minnzt var á hestana hans.
— Ég átti einn rauðan. Mikið lifandi
fádæmi var sá hestur góður. Svo átti
ég tvo jarpa . . .
— Nú eiga sumir tvo bíla hérna í neðra.
Og þetta með hestana, er það ekki næst-
um liðin tíð í sveitunum, greip ég fram
í fyrir honum, af því ég kunni sögurnar
hans um hestana.
— Tvo bíla, át bóndinn eftir mér. Fyrir
hvað kaupa þeir þá, hvar taka þeir laun-
in sín?
— Sennilega fyrir einhverja þjónustu,
svaraði ég.
— Þeir taka þau af framleiðslu okkar
bændanna, þó við rísum ekki undir striti
og skuldum. Hann talaði alltaf um okk-
ur sem bændur þegar hann var í vond-
um ham, nema daginn sem þeir fóru í
göngurnar haustið áður, þar sem hann
hafði stjórnað ótal leitum haust og vor.
Þá fannst mér hann hvergi geta talið
sig í stétt, væri upp á móti öllum, ætti
hvergi heima, en sá kostur vænstur,
36