Samvinnan - 01.08.1968, Qupperneq 48

Samvinnan - 01.08.1968, Qupperneq 48
Úrslit forsetakosninganna 30. júní eru vafalítið meðal merkilegustu stjórnmála- viðburða á íslandi það sem af er öld- inni, og er því mjög að vonum að menn velti fyrir sér ihvað muni hafa valdið hinum gífurlega fylgismun forsetaefn- anna. Menn túlka þetta vitanlega hver eftir sínu ihöfði, og kannski eru bolla- leggingarnar ekki alveg lausar við ósk- hyggju. MorgunblaðiS, sem rauf dreng- skaparsamkomulag við önnur blöð og lýsti yfir eindregnum stuðningi við ann- an frambjóðandann, kvaddi hann heldur kuldalega eftir kosningarnar með þeim ummælum, að kosið hafi verið um menn en ekki málefni, og því hafi ósigur Gunn- ars Thoroddsens verið persónulegar hrak- farir. Málið er ekki svo einfalt o(g frá- leitt að halda því fram, að persónulegir yfirburðir Kristjáns Eldjárns hafi einir ráðið úrslitum í kosningunum, þó hitt sé jafnvíst að persónulegir eiginleikar for- setaefnanna höfðu sín áhrif á úrslitin. Tína má til ýmislegt sem spillti fyrir Gunnari Thoroddsen í kosningabarátt- unni: Árum saman hefur verið um hann rætt sem sjálfsagt forsetaefni, og þeg- ar hann fór til Kaupmannahafnar fyrir þremur árum, þótti sýnt að hverju stefndi. Þetta gat þjóðin ekki sætt sig við — hún vildi sjiálf velja sér forseta þegar hennar tími kæmi. Þó mörgum þyki það fjarstætt, er lítill vafi á því að mægðir Gunnars Thoroddsens við Ásgeir Ásgeirsson sköðuðu hann. íslend- ingum er fjarri skapi að gera forseta- setrið að ættaróðali. Þá fer varla milli mála, að „svik“ Gunnars Thoroddsens við Sjálfstæðisflokkinn í forsetakosning- unum 1952 skópu honum marga haturs- og óvildarmenn í röðum sjálfstæðis- manna, sem sáu sér leik á borði að korna fram hefndum í þessum kosningum. En öll þessi atriði ásamt ýmsum sögu- sögnum um einkalíf Gunnars Thorodd- sens voru að mínu viti léttari á meta- skálunum heldur en hitt, að Gunnar Thoroddsen var fulltrúi þeirra afla sem farið hafa með völd í landinu um ára- tuga skeið. Hann var með öðrum orðum fulltrúi þess spillta og maðksmogna valdakerfis sem við höfum alltof lengi búið við, kerfis sem hefur sýkt allt þjóð- lífið, grafið undan þegnskap, siðgæði, heiðarleik, réttlætiskennd og sjálfsvirð- ingu íslendinga. Það var sérstaklega eft- irtektarvert hve eindregið yngri kyn- slóðin fylkti sér um Kristján Eldjárn, og er það með öðru til marks um að mæl- irinn er að fyllast, unga fólkinu er farið að ofbjóða siðleysið og spillingin í stjórn- málum og öllu stjórnkerfi landsins; gerræði stjórnmálaflokkanna; valdníðsl- an í sambandi við stöðuveitingar; herfi- leg misbeiting peninga- og bankavaldsins í pólitísku skyni; einsýni og þýlyndi dag- blaðanna; auðsöfnun braskara og ann- arra sníkjudýra þjóðfélagsins; sinnu- leysi stjórnvalda um það sem horfir til almannaheilla, svosem isjúkrahús, barna- heimili og leikvelli, skóla og aðrar menn- ingarstofnanir; undirlægjuháttur ráða- manna gagnvart erlendu valdi; hugleysi þeirra og hugmyndafátækt á alþjóða- vettvangi, og þannig mætti langalengi telja. Spillingin í stjórnmálum og fjármálum þjóðarinnar liggur einsog farg á henni, heftir framtaksvilja og lamar frumkvæði heiðarlegra manna, því þeim er ljóst að til lítils er að vinna. Það er „hin nýja stétt“ atvinnustjórnmálamanna og gæð- ingar hennar sem öllu ráða og 'fleyta rjómann af þjóðarauðnum. Yfirlýstir skattsvikarar eru hafnir til æðstu met- orða og lifa í allsnægtum á framfæri al- mennings; braskarar (jafnvel þó þeir hafi margsinnis orðið gjaldþrota) eiga greiðan aðgang að bönkum þar sem þeim eru veitt milljónalán á sama tíma og heiðarlegu fólki er synjað um 50.000 króna lán til að koma yfir sig þaki. Gæð- ingar valdamanna fá húslóðir í höfuð- staðnum eftir eigin geðþótta og braska með húsbyggingar á fruntalegasta hátt, meðan fjölskyldufeður verða að bíða ár- um saman eftir nýtri lóð. Hagsmunir stórlaxa einsog Silla og Valda eru látnir sitja fyrir almannaþörfum, samanber til dæmis viðbyggingu þeirra við „prent- arablokkina“ svonefndu við Laugarnes- veg, þar sem einir sex tugir íbúðareig- enda voru sviptir bílastæðum og bílskúr- um til að þóknast kaupmannavaldinu. Að ekki sé minnzt á réttarfarið í land- inu. Æ, það ærir óstöðugan að tíunda alla þá forsmán sem viðgengst í skjóli og með blessun hins íslenzka valdakerf- is. Atvinnustjórnmálamenn á íslandi hafa myndað með sér klúbb, eitthvað í líkingu við leynisamtök frímúrara, þar sem þeir hygla hver öðrum og verja hver annan gegn óæskilegri hnýsni og gagnrýni sam- borgaranna. Þetta samsæri um óscmann nær inná öll svið þjóðlífsins; stjórnmála- mennirnir eru með krumlurnar í bók- staflega öllu sem gerist, sitja í nálega öllum stjórnum og nefndum, jafnvel einnig þar sem engin von er til að þeir geti notað sitt pólitíska brjóstvit, einsog til dæmis í Rannsóknarráði ríkisins! Sig- valdi Hjálmarsson reit grein um hina „pólitísku samábyrgð" í Alþýðublaðið 5. júlí s.l. og benti meðal annars á þau athyglisverðu ummæli Grimmonds, fyrr- verandi leiðtoga Frjálslynda flokksins í Bretlandi, að stjórnmálabaráttan væri orðin rislág og því líkust, að allir flokkar væru að reyna að selja sömu vöruna, einungis í mismunandi umbúðum. Er þetta ekki einnig sönn lýsing á íslenzkri stjórnmálabaráttu? Er munurinn á ís- lenzkum stjórnmálaflokkum svo ýkja- mikill þegar öll kurl koma til grafar? Sigvaldi bendir réttilega á, að fyrir at- vinnustjórnmálamanninn sé aðalatriðið að fá að taka þátt í leiknum, og heldur síðan áfram: „Hann óttast í rauninni ekki að tapa eða verða í minnihluta, því tap og sigur skiptist jafnan á. Það sem hann óttast er að honum verði bœgt frá að fá að taka þátt í leiknum, að hann fái ekki framboð eða einhverja trún- aðarstöðu í flokki sínum. Það er á flokks- heimilinu sem menn falla, því hinn svokallaði andstœðingur getur engum ýtt frá þátttöku í stjórnmálum. Þannig er andstœðingurinn í rauninni orð- inn minni andstœðingur heldur en samherj- inn. Á þennan hátt eru atvinnustjórnmálamenn, án tillits til flokka, allir sameinaðir and- spœnis kjósendum, þar með töldum þeirra eigin kjósendum og þeirra eigin flokksbrœðr- um sem ekki hafa komizt nógu innarlega á bekk á flokksheimilinu, og hafa sameigin- legra hagsmuna að gœta gagnvart þeim. Og sjálfur atkvœðisrétturinn við alþingis- SIGURÐUR A. MAGNÚSSON: Eftir forsetakosningar Forsetahjónin, frú Halldóra og herra Kristján Eldjárn. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.