Samvinnan - 01.08.1968, Síða 67

Samvinnan - 01.08.1968, Síða 67
Áður hörðum höndum - með atrix mjúkum höndum Pramhald af bls. 6. því er mikill misbrestur (námsleiðinn). Veldur þar miklu einhæfni og þvingun í skólakerfinu: „Þetta áttu að lesa og leggja á minni“; síðan yfirheyrsla og próf. Skólanemandinn fær á til- finninguna að hann sé þegn í lögregluríki, peð á skákborði, sem annarleg öfl hreyfa eftir vild sinni í þágu einhvers til- gangs, sem hann skilur ekki. Hinn vanmáttugi verður upp- gjöf, deyfð og sljóleika að bráð, sumir fyllast uppreisnaranda og þrjózku, aðrir — sjálfsagt stærsti hópurinn — beygir sig undir okið, hagar seglum eftir vindi, reynir að geðjast yfir- boðurunum, lærir lexíur sínar af skyldurækni til að koma sér vel við húsbændurna eða af metnaði og kappgimi til að fá hærri einkunn en skólafélag- arnir. Af þessum efniviði verður ekki byggt upp heilbrigt þjóð- félag. Uppeldi er þríþætt: siðferði- legt, fræðilegt og líkamlegt. Skólinn leggur yfirleitt megin- áherzlu á hið fræðilega, hitt annast heimilið, kirkjan, fé- lagslífið og tíðarandinn. Þetta eru ekki samvirkir aðilar eins og nærri má geta. Oft er tog- azt á um sálirnar, og niður- staðan er undir tilviljun komin. Börn og unglingar hafa sterka hneigð til að líkja eft- ir þeim, sem þau velja sér að fyrirmyndum, hvort sem um er að ræða söguhetjur í skáld- verkum eða raunverulegt fólk. Oftast ræður hending ein hvernig til tekst með fyrir- myndir. Þessa sterku hneigð æsku- fólks til eftirlíkingar er hægt að virkja til jákvæðs árangurs í uppeldi, ef einn aðili — skól- inn— hefur hönd í bagga um val fyrirmynda. Tæknin býður fram ótæmandi möguleika til uppeldis, góðs eða ills. Þessir möguleikar eru notaðir engu síður til ills en góðs, sbr. sorp- rit, hernaðar- og glæpamyndir í sjónvarpi og kvikmyndahús- um m. m. Heimilin eru ekki lengur sú kjalfesta sem þau áður voru. Eitthvað verður að koma í stað- inn. Getur nokkur stofnun það önnur en skólinn? — Það er sorglegt að vita æskufólk ráf- andi um stræti og torg, hangs- andi á sjoppum, á veitingastöð- um og misjafnlega hollum samkomum, leitandi að ein- hverju til að una við án nokk- urs takmarks eða stefnu. Mest af þessu æskufólki er góður efniviður, sem úr mætti byggja traust og farsælt þjóðfélag, ef allri þessari orku væri beint í rétta átt. — Við þekkjum öll dæmi um dásamlegan árangur af starfi góðra skólamanna og fræðara. Allir hafa þeir helgað sig starfinu af hugsjón og mannást. Áhrif þeirra hafa verið og eru fyrst og fremst fólgin í því að byggja upp traustan siðferðilegan grund- völl hjá nemendum sínum, móta ákveðna, heilbrigða lífs- stefnu. Þannig getur skóli ver- ið — og þarf að vera. Steingr. Baldvinsson. Yztafelli 14. júlí, 1968. Kæri ritstjóri Samvinnunn- ar! Ég þakka Sariivinnuna í hinu nýja formi. Hef þó sitthvað að ©auglýsingastofan ÞAÐ ER STAÐREYND að um allan heim hefur notkun plaströra farið geysilega í 'vöxt á slðustu árum. Lagning þeirra er miklu. auðveidari en flestra annarra röra. Hreyfing á jarðveginum veldur þeim ekki tjóni. Jarðvegssýrur vinna ekki á þeim. Ending frábær: 50—100 ár. Framleidd [ stærðum V2"— 8". ÞaS er hagkvæmara aS leggja 300 metra langa lögn meS einu óskiptu, léttu og sveigjanlegu plaströri, I staS 50 járnröra 6 m langra, 'sem öll þarf aS tengja saman (sjá meSfylgjandi mynd). REYKJALUNOUR REYKJALUNDUR, sími 91-66200 Reykjavík: Bræðraborgarstíg 9, sími 22150

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.