Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Síða 8

Andvari - 01.06.1963, Síða 8
6 SÍMON JÓII. ÁGÚSTSSON ANDVARI myndir, sem síðar koma fram í Emil. En hinn mikli kennari hans var þó náttúran sjálf, sem hann elskaði frá bernsku. I skauti hennar fann hann frið og sælu, aðeins þar veittist honum næði til þess að spinna draumavef sinn. Brátt liðu þessir sæludagar Rousseaus. Frú De Warens tók sér annan elskhuga, svo að honum varð ofaukið. Fór hann nú félítill til Parísar 1741 til þess að freista gæfunnar. Hann hafði fundið upp nýja nótnaskrift og lagði hana fyrir Vís- indafélagið í París, sem taldi hana ekki hafa hagnýtt gildi. Samkvæmissalir Parísar, sem rnennta- menn sóttu, stóðu Rousseau opnir og kynntist hann þar mörgum helztu menntamönnum Frakklands, svo sem Diderot og d’Alembert, og ýmsum frúm af háaðlinum, sem reyndu að greiða götu hans. Var hann m. a. 18 mánuði einka- ritari franska sendiherrans í Feneyjum og rækti það starf prýðilega, en sendiherrann var hinn mesti gallagripur og flæmdi Rousseau úr stöðunni. Eftir þetta fór hann aftur til Parísar og átti fullt í fangi með að vinna fyrir sér. Þá kynntist hann starfsstúlku á matsöluhúsi, þar sem hann borðaði. Idét hún Thérése Le Vasseur, af alþýðufólki, fákunnandi og vangefin. Tóku þau brátt upp sambúð og varð hún síðan lífsförunautur hans. Rousseau kvæntist henni 1768 og lifði hún hann lengi. Hún dó árið 1801. Rousseau er í hópi þeirra mikilmenna (Goethe, Heine o. fl.), sem bregst mann- vit til þess að velja sér konu, sem þeim er samboðin. Theresa var nær ólæs og óskrif- andi, þekkti engan tölustaf, kunni ekki mánaðatalið, þekkti ekki á peninga. Auk þess hafði hún ýmsa skapbresti, var þvað- urgjörn og ósannsögul. En hún dáði Rousseau, þótt liún bæri ekkert skyn- hragð á atgervi hans, og vildi húnum allt til hæfis gcra. Rousseau talar ákaflega vel um hana. Eftir að geðheilsa Rousseaus bilaði og ofsóknarhræðsla tók að þjá hann, var Theresa eina manneskjan, sem hann bar óskorað traust til, en það bendir til þess, að þessi vangefna kona hafi lagt trúnað á sjúklegar ímyndanir hans. Hún ól honurn 5 börn, en sakir vanhæfi henn- ar og fátæktar þeirra lét hann þau öll á munaðarleysingjahæli. Iðraðist Rousseau þess mjög síðar, enda hefur þessi verkn- aður varpað svörtustum skugga á rninn- ingu hans. Hann reynir oft að afsaka og réttlæta þennan verknað, en samvizkubit hans er augljóst. Hann hafði að vísu nokkrar afsakanir: fátækt og vanhæfi Theresu og tíðarandann. Viðhorf manna við óskilgetnum börnum og mæðrum þeirra var allt annað þá en það er nú, enda kveðst Rousseau hafa gripið til þessa úrræðis m. a. til þess að firra Theresu smán og í fullvissu þess, að börnin fengju betra uppeldi á hælinu en þau væru fær um að veita þeim. Á þessum tíma var algengt í París, að alþýðufólk léti óskil- getin börn sín á munaðarleysingjahæli. Jafnvel aðalsfólk bar stundum út óskil- getin börn sín á sama hátt og Rousseau. Frægt dæmi þess var d’Alembert. Móðir hans, sem var af háaðlinum, lét hann nýfæddan á munaðarleysingjahæli. D'Alembert hlaut góða menntun og varð einn frægasti vísindamaður samtíðar sinnar. Svo illa sem þessi verknaður Rousseaus kemur við okkur nútímamenn, verður að játa, að ef hann hefði verið venjulegur maður og ekki gerzt boðberi nýrra uppeldiskenninga, hefði þetta til- tæki hans ekki valdið mikilli hneykslun. Rousseau er nú orðinn 37 ára. Hann er sístarfandi, en skortir þó þrótt til þess að keppa að ákveðnu markmiði. Hann er í fyllsta skilningi sjálfmenntaður maður, einfari, sem sækir á langmið sín án leið- sögu annarra. Allt, sem hann lærði sér til gagns, nam hann á þann hátt, að hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.