Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1963, Page 12

Andvari - 01.06.1963, Page 12
10 SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON ANDVARI uti viS náttúruskoðun og jurtasöfnun, á rnilli þess sem hann las, iðkaði hljóðfæra- slátt og vann að síÖasta ritverki sínu, Dagdraumunum. Hann lézt skyndilega hinn 2. júlí 1778 úr heilablæðingu. Árið 1794 voru líkamsleifar hans fluttar með mikilli viðhöfn í Panthéon í París, veg- legt grafhýsi, þar sem margir afreksmenn Frakka hvíla. Og Genf, fæðingarborg hans, hefur fyrir löngu tekið hinn mikla son sinn í sátt og heiðrað minningu hans með því að kenna við hann merkustu uppeldisfræðastofnun sína. Dómum um Rousseau sem rnann hef- ur löngum skotið í tvö horn. Sumir hafa líkt honum við hclga menn og dulspek- inga Austurlanda (Romain Rolland o. fh), en aðrir talið hann „þorpara" og „hinn versta mann“ („a rascal“ „and a very bad man“. Dr. Johnson). Jafnvel enn í dag er erfitt að kveða upp réttan dóm um Rousseau, því að persónuleiki hans var margslunginn og stórbrotinn og bjó yfir miklum andstæðum. Enginn vafi leikur samt á því, að borgaralegu siðgæði hans var í ýmsu áfátt, hann var of mjög á valdi hvata sinna og tilfinninga og leiddi það á sumum sviðum til siSferðilegs ístöðuleysis. Hann var fremur veiklund- aður en vondur. Ilume hittir naglann á höfuðið, þegar hann lætur sér ekki nægja að líkja Rousseau við nakinn mann, hcld- ur mann, sem skinnið hefur verið flegið af. Þcssi rnikli tilfinningamaður var ekki að sarria skapi fágaður, nokkuð skorti stundum á nærgætni hans og háttvísi. En þetta er ekki nerna hálf sagan. Á hinn hóginn hafði Rousseau til að bera mikla óeigingirni, andlegt hugrekki og sjálfstæði. Hann hafnaði af ráSnurn hug svo til öllum veraldargæðum, vegtyllum og auðæfum. Hann hefði getað orðið stórauðugur maður af ritum sínum, en vann fyrir sér með því að afrita nótur og hjó stundum við mestu fátækt. Hann ritaði jafnan undir fullu nafni og þorði að taka á sig hatur og ofsóknir, sem rit hans bökuðu honum. Aldrei skrifaði hann staf til þess að þókknast öðrum mönn- um, hvorki aðdáendum sínum, hinurn stóra og alþjóðlega lesendahóp sínum, né þeim, sem með völd fóru í Frakklandi og Sviss. AS þessu leyti er hann hrein- hjartaður baráttumaður, sem sveik aldrei hugsjónir sínar. Hann þorði að standa einn móti öllum og brast aldrei þor til þess að segja það, sem honum bjó í brjósti, við hvern, sem hann átti, og hvernig, sem á stóS. Sumir hafa gert mikið úr því, að Rousseau hafi skort viljaþrek. En þetta er ekki rétt almennt. Á surnum svið- um hafði hann til að bera mikið þolgæði. Rit hans eru stórvirki, sem krafizt hafa jötunmáttar viljans og þaS því fremur sem hann þjáðist öll starfsár sín af kvala- fullum sjúkdómi, sem hamlaði starfsgetu hans. Rousseau hefði meS engu móti getaS afkastað jafnriiiklum og merkum ritverkum á tiltölulega fáurn árum, ef hann hefði ekki veriS gæddur frábæru viljaþreki. Hann kemst að orði um rit- störf sín eitthvað á þessa lund: Handrit mín, öll útstrikuð, útpáruð, með ótal inn- skotum og leiðréttingum, svo að þau eru nær ólæsileg, bera vitni því rnikla erfiði, sem þau hafa kostað mig. — Sem betur fór, vann Rousseau ekki fyrir gýg, því að hann er einn þeirra höfunda, sem breytti handritum sínum yfirleitt til stórra bóta. Loks segja sumir: Rousseau hafði ein- ungis viljaþrek til þess að vinna að því, sem honum var að skapi, hann gat aldrei unnið að því, sem honum var ógeSfcllt. En ef slikur mælikvarði er lagður á vilj- ann, er hætt við, að ýmsir mestu afreks- menn mannkynsins, vísindamenn, lista- menn og menningarfrömuðir, lendi í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.