Andvari - 01.06.1963, Síða 27
andvari
ROUSSEAU
25
inguna eins fljótt og vel og uppalandinn
óskar, getur hann snúizt gegn þeim, beitt
þau harðræði og þvingun, misboðið eðli
þeirra.
En uppalandinn getur líka sett sig í
spor barnanna og baldið fram rétti þeirra
til þess að þroskast samkvæmt eðli þeirra,
og þá verður að ráðast, hvaða menningar-
verðmæti þau tileinka sér og hvernig þau
laga sig að kröfum félagshfsins á hverju
þroskastigi þeirra.
Rousseau valdi síðari kostinn. Uppeldis-
hugsjón hans er sú, að vernda heilbrigt
eðli barnsins, svo að það geti hafið sig til
andlegs frelsis. Aðeins með því að njóta
frelsis, nær það persónuþroska. Barnið á
óvefengjanlegan rétt til þess að njóta
bernsku sinnar. Hann er málsvari barns-
eðlisins, stendur vörð um rétt þess, heimt-
ar, að því sé ekki misboðið. Hann hefur
eins og oft hefur verið sagt ritað Magna
Charta, Réttindaskrá barnsins. Þessi rétt-
indaskrá barnsins verður ávallt í gildi,
meðan við virðum manninn sem persónu
á öllum skeiðum ævi hans. Þess vegna
verður Emil lesinn, meðan menn leita til
uppsprettulinda mikilla hugsjóna.
HEIMILDASKRÁ
Helztu rit Rousseaus:
Discours sur les sciences et les arts (1749).
Discours sur l’origine de l’inégalité parmi les
hommes (1754).
Lettre á M. d’Alembert (1758).
Julie ou la Nouvelle Héloi'se (1761).
Le contrat social (1762).
Emile ou de l’éducation (1762).
Lettre á M. de Beaumont (1762).
Les confessions (1765—1770).
Considérations sur le gouvernement de
Pologne (1772).
Réveries du promeneur solitaire (1778).
Önnur rit:
Bédier, Joseph & Hazard, Paul: Littérature
frangaise, Paris. Tome II, hls. 34—36,
120—136.
Grue-Sörensen: Opdragelsens Historie, Kbh.
1957, hls. 116—145.
Höffding, Harald: J. J. Rousseau og hans
Filosofi, Kbh. 1896.
Olgeirsson, Einar: Rousseau, Akureyri 1925.
Rolland, Romain: J. J. Rousseau. Formáli að
The Living Thoughts of Rousseau, London
1939, hls. 11—27.
Russell, Bertrand: History of Westem Philo-
sophy, London 1946, bls. 711—727.