Andvari - 01.06.1963, Side 32
30
GYLFI Þ. GISLASON
ANDVARI
Dr. Páll ísólfsson.
„Leben atme die bildende Kunst, Geist
fordr’ ich vom Dichter,
Aber die Seele spricht nur Polyhymnia aus.“
„Myndlistin skal gædd lífi, og andríkis
krefst ég af skáldinu,
en aðeins tónlistin tjáir sálina“.
Þjónustu þessarar listar hefur dr. Páll
ísólfsson helgað ævistarf sitt, sem orgel-
snillingur, tónskáld, hljómsv'eitarstjóri,
tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, skólastjóri
og kennari. Páll ísólfsson hefur verið
rnikill listamaður. Fáum er gefið að vera
miklir listamenn. Enn færri er gefið það,
að vera jafnframt miklir menn. En fæst-
um, ég hika ekki við að segja sárfáum,
hefur verið gefið það, að vera allt í senn,
mikill listamaður, mikill maður og auk
þess heilbrigð manneskja. Hversu mörg
dæmi þekkjum við ekki um listamennina,
snillingana, sem jafnframt voru sérvitr-
ingar, ofstækismenn, skýjaglópar, laus-
ingjar? Ymsum hefur jafnvel fundizt það
heyra til listagáfum og snilli að vera öðru
vísi en annað fólk, að minnsta kosti dálítið
leiðinlegur. En Páll fsólfsson er dæmi um
það, — og mér finnst hann ætti að verða
heimsfrægt dæmi um það — að það er
hægt að vera mikill listamaður og jafn-
framt heilbrigð manneskja.
Mér hefur verið sögð sú saga, að ein-
hverju sinni hafi grandvar borgari í
X