Andvari - 01.06.1963, Page 33
andvari
DR. PÁLL ÍSÓLFSSON
31
Dr. Páll viS dónikirkjuorgdiS.
Reykjavík hitt séra Bjarna og sagt við
hann: ,,En hvað það hlýtur að vera erfitt
fyrir þig, séra Bjarni, að hafa hann Pál
Isólfsson fyrir organista. Maðurinn er víst
alltaf í samkvæmum, og mér er sagt, að
hann sé svo skemmtilegur þar, að hann
fái oft ekki að fara, fyrr en komið er fram
á nótt. Það hlýtur að vera voðalegt fyrir
þig að vera í stöðugri óvissu um, hvort
maðurinn sofi yfir sig á messutíma eða
komi of seint til jarðarfarar“. Það er sagt,
að séra Bjarni hafi svarað: „Ég skal segja
þér það, vinur minn, að ég er nú búinn
að starfa með honum Páli í tuttugu ár.
Það hefur komið fyrir, að líkið hafi ekki
mætt við jarðarför, en það hefur aldrei
komið fyrir, að Páll hafi ekki rnætt".
En Páll Isólfsson er ekki aðeins heil-
brigður maður að því leyti, að hann hefur
öfgalausar skoðanir, er óvenju skylduræk-
inn og frábærlcga skemmtilegur, heldur
er hann einnig mikill persónulciki. Ég
held, að enginn geti orðið mikill lista-
maður, án þess að hafa látið andstæðurn-
ar í hug sínum og hjarta takast á og finna
síðan sjálfan sig, að loknum slíkum átök-
um, ná andlegu jafnvægi, öðlast innri
frið, verða sáttur við sjálfan sig. I kynn-
um mínum af Páli ísólfssyni hefur mér
virzt, að þrátt fyrir gamansemina, þrátt