Andvari - 01.06.1963, Page 34
32
GYLFI I>. GÍSLASON
ANDVAIU
fyrir glaðværðina, þá sé hann fyrst og
fremst religiös maður, — maður hinnar
hljóðlátu alvöru, — maður, sem nærvera
sálar fyllir ljúfri lotningu, — maður sem
trúir á Guð.
Þegar af þessum sökum er Páll ísólfs-
son áreiðanlega hamingjusamur maður.
En ekki síður á hann hamingju sína að
þakka frábærri konu sinni og ágæturn
börnum. Og auðvitað veit fjölskyldan
miklu hctur cn við, vinafólk hans, að Páll
er ekki aðeins rnikill iistamaður, heldur
einnig góður maður.
Mig langar til þess að ljúka þessurn
orðum mínum með því að vitna enn einu
sinni í Schiller, til orða, sem mér finnst
hafa rætzt á Páli ísólfssyni og ævistarfi
hans:
„Nur zwci Tugenden gibts, O, wáren
sie immer vereinigt:
Immer die Gúte auch gross, immer
die Grösse aucli gut“.
„Til eru aðeins tvær dyggðir. 0, að
þær færu ávallt saman:
Að sá, sem er góður maður, væri ávallt
mikill maður, að sá, sem er mikill
maður, væri á\'allt góður maður“.