Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 36

Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 36
34 SIGURÐUR SIGURMUNDSSON ANDVARl ekki hafði Þorvarður málatilbúnað eftir Odd bróður sinn.“ Næsti kafli nr. 189 hefst svo á lýsingu á Þverárbardaga, mjög stuttaralegri og ófullkominni, gagnstætt öðrum orustu- lýsingum Sturlu. Handritið hefur líka án efa skemmzt mikið, því að víða vantar orð og setningar inn í textann. A milli þess- ara kafla er eyða yfir þriggja ára tímabil, þar sem mun hafa glatazt úr handritinu. Með nokkurn veginn öruggri vissu má þó ráða í það, hvað í eyðunni hafi staðið. Frásögninni lýkur með því, að málatil- búnaður Þorvarðar Þórarinssonar eftir Odd bróður hans hafi dregizt á lang- inn. Það liggur því beint í hlutarins eðli, að getið hefur verið um, hvenær hann hófst og með hverjum hætti. Um það hefur Sturla mátt gerla vita, því hann og Þorvarður voru samherjar löngum og samstarfsmenn á langri ævi. Ekki getur á því neinn vafi leikið, að á milli Þorvarðar og mágkonu hans, Randa- línar á Valþjófsstað, hefur farið fram við- ræða um málið, og þaðan hefur hann fengið þau eggjunarorð, sem dugðu til þess að hann hófst handa um málatil- búnað, þótt gegn sínum bandamönnum væri. Síðan hefur sennilega verið sagt eitthvað frá Þorgilsi skarða og samskipt- um þeirra Þorvarðar, hans og Sturlu, þótt þar hafi verið farið fljótt yfir til þess að forðast að endurtaka efni Þorgilssögu meira en nauðsynlegt var. Síðast mun hafa verið lýst upphafi Þverárbardaga. Síðustu 10 kaflar íslendingasögu eða frá 191—200 eru slitróttir að efni. Því hafa sumir fræðimcnn álitið, að hér væri ekki um verk Sturlu Þórðarsonar að ræða. En aðrir hafa hins vegar hneigzt að því, að þessir kaflar hafi verið ófullgerðir punktar frá Sturlu hendi, en höfundur Sturlungu eða seinni tíma rnenn aukið þar ýmsu inn í. Hvort réttara cr skiptir ekki höfuðmáli hér, en fremur verður þó að hallast að hinu síðara. Eftir er þá að ræða um einn kafla sögunnar, kafla nr. 190. Hann hefst þar sem lýkur frásögn- inni af Þverárbardaga. Fjallar hann um fyrirburðasöguna, drauma Jóreiðar í Miðjumdal. Unt kafla þennan hafa fræðimenn lítt rætt eða ritað, hafa vart leitt hugann að merkingu hans, eða vegna hvers hann er í Sturlungu kominn. Fleiri hafa þó hallazt að því, að hann muni ekki hafa verið í frumriti Islend- ingasögu Sturlu Þórðarsonar heldur sé kominn þangað af öðrum ástæðum. Barði Guðmundsson gekk meira að segja svo langt að telja hann draumarugl hinnar ungu meyjar, er væri sem slíku ekkert mark á takandi. En sú skoðun fær með engu móti staðizt, til þess er cfni hinna svo nefndu drauma allt of sérstætt og ný- stárlegt. Ekki er, svo kunnugt sé, vitað að reynt hafi verið að skýra, vegna hvers þessi merkilegi kafli hefur verið settur inn í Sturlungu. Hér skal nú reynt að kryfja það mál til mergjar. Það má næstum telja öruggt að Sturla Þórðarson hafi ekki ritað áðurnefndan kafla. Þar kemur ýmislegt fram, sem vitnar gegn því að svo hafi verið. Torvelt mun að fullyrða, hver höfundur hans sé, en öll bönd berast þó að safnanda Sturl- ungu. Vera má, að eitthvert sannleikskorn leynist bak við alla þessa rniklu drauma- sögu. En það skiptir hér litlu máli. Sagan er auðsjáanlega notuð hér til þess að koma á framfæri í dularbúningi lýsingu á mönn- um og atburðum, sem höfundurinn sjálfur lifði með og hafði spurnir af. Ennfremur má líta svo á, að þarna komi fram leyni- leg gagnrýni á þá sögutúlkun, sem hinar nýrituðu sögur fólu í sér og ríkt hefur fram undir okkar daga. Kaflinn virðist fram kominn til þess að lyfta þeim tveim- ur mönnum þessara tíma, sem harðast hafa orðið úti í dómi sögunnar, þeim Þor- varði Þórarinssyni og Gissuri Þorvalds-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.