Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1963, Side 43

Andvari - 01.06.1963, Side 43
GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON: Barnafoss í Hvítá og nágrenni hans Flestir þeir er leið eiga um innhérað Borgarfjarðar munu reyna að haga svo ferðum sínum að þeir geti komið að Barnafossi og numið þar staðar litla stund. Ber það helzt til að staðurinn er mörgum kunnur af afspurn sakir sérkennileika síns og fegurðar. Þykir því hlýða þeim er hér hafa ekki áður lagt leiðir sinar, að sleppa ekki tækifæri ef hýðst, til að sann- prófa þann orðstír, er staðurinn hefur getið sér. Ekki munu þeir verða fyrir vonbrigðum. En þess er rétt að geta, að þeir, er þarna hafa oftast komið og þekkja þennan stað bezt, þeir munu unna hon- um mest. Aðrennsli Hvítár í Borgarfirði, þá hún kemur til þess staðar, er í henni verður Barnafoss, er af hinni vötnum prýddu og gagnauðugu Arnarvatnsheiði, ásamt því er Langjökull skilar henni í Geitá og fleiri ám í umhverfi Húsafells. Upptök sín á hún í landi Kalmanstungu, nær jöklum, þar er heitir Torfabæli. Þegar neðar dreg- ur fær hún föng sín víða að. Þó er það svo, að þegar á þessum stað er hún orðin mikið fljót og þó enn meira er hún yfir- gefur þá grennd er þarna liggur að henni. Veldur því sá hinn mikli vatnsflaumur er þarna fellur til hennar á stóru svæði undan Hallmundarhrauni. Að Hvítá hjá Barnafossi liggja landar- eignir kirkjustaðarins Gilsbakka að norð- an og Hraunsáss að sunnan. Að norðan- verðu er það Hallmundarhraun, sem þarna þrengir að ánni, en að sunnan- verðu hinn bratti skógivaxni ás er jörðin Hraunsás dregur nafn sitt af. Af ási þeim er eitt hið bezta og fegursta útsýni er Borgarfjörður hefur upp á að bjóða. Ligg- ur þá meginhluti hins víðlenda héraðs opinn fyrir sjónum til vesturáttar og allt vestur um Mýrar og Snæfellsnes, en til austurs hinn svipmikli byggðarendi hér- aðsins, þar sem hátignir meðal fjalla, svo sem Eiríksjökull og Langjökull, loka fyr- ir frekari sýn inn á heiðar og öræfi. Sé staðið á Hraunsásnum og horft sér nær, þá liggur fyrir fótum manns til austurs og norðurs, handan ár, sá hluti Hallmundarhrauns, er heyrir byggðinni og Gráhraun er nefnt. Má manni þá ljóst vera hve óvenju breiðan dalbotn hér er um að ræða, sem hraunið hefur á sínum tíma flætt yfir, fyllt upp og jafnað. Býður manni í grun að þar hafi forðum verið fagurt land. Hef ég að vísu engum getum heyrt að því leitt hversu gróðurfari hafi verið háttað á landi hér í þann tíma er cldvörp Langjökuls spúðu glóandi efju sinni yfir þennan breiða dal, en ef draga skal ályktun af gróðurfari þess umhverfis, er að hrauninu liggur, sem og því að Húsafellsskógur stendur þarna í næstu nálægð á miklu eldra hrauni, þá getur maður ekki varizt þeirri hugmynd að þarna hafi verið land viði vaxið, þar scm hægstreymar kvíslar og smá vötn hafi gert sitt til þess svipmóts, er óskhyggjunni þykir við hæfi. Ég vil geta þess hér til gamans, að einu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.