Andvari - 01.06.1963, Side 49
GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON:
BURTFÖR
Morguninn, sem bóndinn hafði ákveðið að fara suður, sá ég að ekki rauk
hjá honum eins og alla aðra morgna, þegar komið var á fætur. En gamli bíllinn
stóð ferðbúinn á hlaðinu með hvíta yfirbreiðslu á búslóðinni. Það var grátt í rót
niður að á, beggja megin í dalnurn, en nokkru hvítara út í hnjúkunum með
franr Norðurlandsveginum og sennilega kominn meiri snjór þar, sem hann lá
áfram yfir heiðina. Hann gekk yfir með dimmt él, meðan ég var á leiðinni
niður að húsunum að láta út óbomu ærnar. Það var nokkuð langt á milli bæj-
anna, en þrátt fyrir élið sá ég móta fyrir bílnum framan við gráleitt steinhúsið
á hólnunr skanrnrt utan við ytri barminn á þvergilinu. En það sást óljóst í grund-
ina á syðri gilbamrinum, þar senr fjárhúsin höfðu staðið, þegar ég var að alast
upp á bænunr á móti, sem farið hafði í eyði unr svipað leyti og húsin voru
aflögð. En það sá ekki í Röðulinn, senr byrjaði við grundina, nokkru sunnar en
fjárhústóftimar stóðu, og lrófst með jöfnum bratta upp undir dokkina, þar sem
hann varð næstum þverhníptur og endaði í kúlulagaðri hæð með þrönga dalina
til beggja hliða, djúpt niðri.
Það höfðu tvær ær borið unr nóttina. Þær stóðu eftir inni í húsunum, þegar
hinar ruddust út, og mimmðu dinrnrt að lömbununr, nýrisnum á fætur. Óbornu
ærnar hrifsuðu græðgislega nfður í snjóugan nýgræðinginn. Ég lét hundinn
fara í kringunr þær til að halda þeim í hóp, á meðan ég vék þeim út túnið og
niður á veginn og eftir honunr út í nýræktarhólfið, þar sem þær voru hafðar á
daginn.
Ég hafði verið að hugsa um bóndann um nóttina og orðið andvaka. Birtan
í herberginu var bláleit og flöktandi og einhvern veginn kaldlegri en aðra
morgna þessa vors. Ég hlustaði dapur á úrkomuna bylja á glugganum og áleit
það vera regn, þar til ég reis upp í rúnrinu og sá að brekkan á móti var alhvít
niður í á. Ég gladdist bóndans vegna. Það var sársaukaminna að kveðja dalinn
þannig, heldur en fullan af sólskini, senr fylgja mætti upp í fjöllin á næturnar,
þar sem það svæfi örskotsstund. Samt var nrér þungt fyrir brjósti. Við höfðum