Andvari - 01.06.1963, Page 50
48
GUÐMUNDUR IIALLDÓRSSON
ANDVARI
stundum verið á ferli sarnan á nóttunni uppi á Röðlinum og séð bjarmann af
sólaruppkomunni strjálast um skörðóttan fjallgarðinn á móti.
Og nú voru þeir að leggja upp suður, bóndinn og bíllinn, og kærnu ekki
aftur í dalinn nema sem gestir, þegar tímar liðu fram. Og það var alls ekki víst
þeir kæmu báðir. Skilnaður bóndans og bifreiðarinnar yrði eitt af því hagræna,
sem ekki yrði umflúið, eftir að kornið væri á mölina.
Þetta var stór og átakamikill trukkur, sem slokaði í sig mikið af benzíni
á vondurn vegum, keyptur af bernum og upphaflega gerður iyrir eyðimerkur-
liernað. Það bafði oft reynzt þrautaráð bændanna í kring að fá hann til að
flytja áburðinn fyrir sig á vorin, þegar bílstjóramir úti í kauptúninu höfðu
neitað að leggja farartæki sín á hálfófæran veginn eftir dalnum. Og lengi var
hann búinn að vera þrautalending okkar unga fólksins, ef við þurftum á sam-
komur, áður en jeppamir komu til sögunnar og stundum eftir það. Eg rnundi
eina slíka ferð að vorlagi, meðan klaki var enn ekki farinn úr jörð. Við, nokkrir
strákar, höfðum fengið hann með okkur, af því að maðurinn, sem átti jeppann,
vildi ekki taka nema þrjá farþega frarn yfir. Okkur hafði gengið þolanlega út
eftir um kvöldið, nema yfir móinn, þar sem vegurinn var ómalborinn og ruddur
eftir myldnum jarðvegi. Þar dró jeppinn kúluna niðri, og sums staðar urðu
farþegarnir að fara út og ýta á eftir honum. Á heimleiðinni um nóttina mæltist
jeppamaðurinn til að fá að vera á undan yfir móinn, svo trukkurinn gæti ýtt
á eftir, ef allt ætlaði að kaffærast í svaðinu. Við stóðum uppi á pallinum og
sáum þegar jeppinn ók á mikilli ferð út í vaðalinn og aurflóðið reis upp fyrir
stuðarann og allt sat fast. Jeppamaðurinn sagðist ekki reyna að fara lengra með
bílinn fyrr en þornaði urn og bað bóndann að kippa í hann aftur á bak þangað
sem hann gæti lagt honum. Farþegamir úr jeppanum komu allir upp á pallinn
á trukknum, en bóndinn var einn í stýrishúsinu. Það var komið fram undir
fótaferðartíma og svalt í morgunsárinu. Við höfðum drukkið upp allt vín á
ballinu, en reynt að syngja okkur til hita utan dalinn. Þegar ég sá að enginn
ætlaði að setjast inn, fór ég niður í húsið, sem var hlýtt af heitri vélinni.
Þegar bíllinn var kominn vel af stað suður móinn, setti bóndinn handbenzínið
á, opnaði hurðina, steig út á hjólhlífina og handlangaði sig yfir grindurnar
upp á pallinn til farþeganna. Eg heyrði hann söng með þeim hvert lagið eftir
annað. Á meðan seig bíllinn hægt áfram eftir djúpum hjólfömnum og stýrði
sér sjálfur í beygjunum.
Eg var kominn heim á túnið, þegar élinu tók að létta og byrjaði að slá
fyrir að sunnan. Bíllinn stóð enn kyrr á hlaðinu, þögull og staðfastur eins og
hnjúkarnir með fram Norðurlandsveginum. Uppstyttan var alger, þegar ég
stanzaði norðan við kirkjuna. Hún stóð þarna köld og einmana, fáeinum föðrn-