Andvari - 01.06.1963, Page 57
ANDVARI
STANISLAVSKI
55
Vesturlöndum. Hvað leiksýningar hans
varðar, verða þeir, sem ekki hafa séð
þær, að styðjast við umsagnir hinna og
dóma, er þær hafa séð. Leikarar þeir, sem
unnu með honum fyrir byltinguna, hafa
dreifzt um allar jarðir, þótt maður sjái
sumurn þeirra bregða stöku sinnum fyrir
(svo sem Akim Tamiroff og Michael
Chekhov) í vissum Hollywood-kvikmynd-
um, og fær maður þá ósjálfrátt löngun
til þess að sjá þá í því umhverfi, sem þeir
listrænt séð eiga heima í.
En jafnvel þótt Listaleikhús þeirra
Stanislavskís og Nemirovich-Danchcnkós
í Moskvu hefði ekki verið við líði fram á
þennan dag sem lifandi hefð og menn-
ingarafl í samtímanum, þá myndi áhrifa
Stanislavskís eftir sem áður gæta vegna
bókar hans Leikarinn undirbýr sig.
Margir leikarar hafa lesið hana og talið
sig græða geysimikið á því. Aðrir hafa
lesið hana að öllu eða nokkru leyti og
talið hana lítt skiljanlega. Enn aðrir segj-
ast hafa lesið hana, en eiga þá við, að
þeir hafi alltaf ætlað sér að gera það.
Ekki er mér kunnugt um nema einn
leikflokk meðal enskumælandi þjóða, sem
hefur reynt að fara að kenningum Stanis-
lavskís í framkvæmd, en það er The
Group Theatre í New York og sá ég þann
flokk sýna Golden Boy á sviði árið 1952.
Lék hinn kunni leikari John Garfield
aðalhlutverkið. Af öðrum kunnum mönn-
um í þessum fræga lcikflokki má nefna
leikritaskáldið Clifford Odcts, Luther
Adler og Morris Carnovskv.
Eitt aðalatriðið í kcnningu Stanis-
lavskís er að ana ekki að því að leika
hlutverkin, heldur reyna að finna innsta
kjarna persónu þeirrar, sem leika á. En
ekki er öllum venjulegum leikhúsum
hent að nota sörnu aðferðir og Stanis-
lavskí, því það krefst miklu lengri tíma
til æfinga en gengur og gerist. Þannig eru
leikararnir við Listaleikhúsið í Moskvu
Stanislavskí sem Óthelló.
stundum í hálft eða heilt ár eða lengur
að æfa eitt og sama leikritið. Slíkt er að-
eins hægt, þar sem ekki þarf að horfa í
kostnað, en í þeirri öfundsverðu aðstöðu
eru varla mörg leikhús í heiminum nú
á dögum.
Sá af kcnnurum Stanislavskís, sem ef
til vill hefur haft einna mest áhrif á hann,
var leikritahöfundurinn og leikstjórinn F.
P. Komisarjevskí, en hjá honum stund-
aði hann kerfisbundið nám. Síðan kynnt-
ist hann af eigin reynd ýmsum hliðum
leiklistar, því að hann lék í revíum, óper-
ettum, harmleikjum og gamanleikjum,
og um tíma virðist hann hafa verið að
hugsa um að gerast óperusöngvari. Á öll-
um þessum sviðum komu sömu eðlis-
kostir hans í ljós: ódrepandi áhugi á starf-
inu, vægðarlaus sjálfsrýni og hinn sjald-
gæfi hæfileiki til þess að skipuleggja
kerfisbundið niðurstöðurnar af eigin