Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1963, Page 62

Andvari - 01.06.1963, Page 62
60 ÞÓRIIALLUR VILMUNDARSON ANDVARI lykillinn að fundi rústanna á norðurodda Nýfundnalands. Innan við Hamilton- flóa tekur við hið víðáttumikla Melvillevatn. Samkvæmt fyrrnefndri staðsetn- ingu Furðustranda og Kjakirness hefðu þeir Þorfinnur karlsefni og Þorvaldur Eiríksson, hróðir Leifs, átt að sigla inn í Melvillevatn, þegar þeir fóru að leita Þórhalls veiðimanns. Og þá kynni að vera, að áin, sem féll ,,af landi ofan úr austri og í vestur', þar sem Indíáninn („Einfætingurinn") skaut Þorvald öru, væri Englendingafljót (English River) sunnan vatnsins. Við innanvert Melvillevatn, skammt frá flugstöðinni miklu við Gæsaflóa, húa Eskimóar og Indiánar enn hlið við hlið, og er sagt lítið vinfengi milli þjóð- anna. Það er jafnvel stillt svo til, að Eskimói og Indíáni liggi ekki í sömu stofu í sjúkrahúsum landsins. Frá Gæsaflóa liggur flugleiðin suður yfir Markland og St. Lárensflóa. Umhverfis allan þann flóa hafa staðir verið tilnefndir sem sögu- staðir Vínlandssagnanna. Danski prófessorinn Steenshy kallaði norðurströnd flóans Furðustrandir, og var þeirri kenningu lengi fylgt. Hann hugði, að sjálft St. Lárensfljótið væri Straumfjörður og Hóps væri að leita uppi í Montmagny, skammt neðan við borgina Kvíbekk (Ouebec). Oti í miðjum St. Lárensflóa er hin mikla Anticostieyja, og taldi Halldór Hermannsson, að austuroddi hennar væri hið forna Kjalarnes. Margir hafa hins vegar talið hinn sérkennilega Gaspé- skaga sunnan St. Lárensfljóts vera Kjalarnes, þar á meðal Matthías Þórðarson. Þegar suður yfir flóann kemui', tekur við fylkið Nýja-Brúnsvík, en á norður- strönd þess hafa ýmsir staðsett Straumfjörð, svo sem Flalldór Hermannsson og Matthías Þórðarson. Frá Nýju-Brúnsvík liggur flugleiðin suður endilangt Nýja-England, norð- austurhluta Bandaríkjanna. Flestir fræ,ðimenn, sem um Vínland hafa ritað, munu hafa staðsett Hóp Þorfinns karlsefnis og Leifsbúðir á strönd Nýja-Eng- lands, og ættu þá fjöllin, sem talað er um í Hópi, að vera nvrzti hluti Appalakía- fjalla. Við fljúgum yfir strönd Nýja-Englands skammt norður af Boston. Fyrir neðan okkur er þá á hægri hönd frjósamt og þéttbýlt land upp af Ijósleitri sand- strönd, og ekki vantar hér hópin. Yfir höfninni í heimabæ Kennedys Banda- ríkjaforseta reikar hugurinn aftur til þeirra dr Valtýs Guðmundssonar og Þor- steins Erlingssonar skálds, sem kvaddir voru fyrir 66 árum til Boston til þess að kanna, hvort þar væru fundnar norrænar rústir Var það bandarísk kona, ungfrú Florsford að nafni, sem forgöngu hafði um þæi rannsóknir, og varð úrskurður þeirra félaga ungfrúnni til lítillar ánægju. Til vinstri handar sér nr'i móta fyrir Þorskhöfða (Capc Cod), þar sem hið fræga landnemaskip Breta, Mayflower, kom að landi árið 1620. Þorskhöfði hefur einnig komið mikið við sögu Vínlands- rannsóknanna. Þar hafa menn jafnvel þótzt finna „lendingarstað" víkingaskip- anna með ummerkjum. Eftir stutta stund er flogið yfir Langeyjarsund (Long
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.