Andvari - 01.06.1963, Page 62
60
ÞÓRIIALLUR VILMUNDARSON
ANDVARI
lykillinn að fundi rústanna á norðurodda Nýfundnalands. Innan við Hamilton-
flóa tekur við hið víðáttumikla Melvillevatn. Samkvæmt fyrrnefndri staðsetn-
ingu Furðustranda og Kjakirness hefðu þeir Þorfinnur karlsefni og Þorvaldur
Eiríksson, hróðir Leifs, átt að sigla inn í Melvillevatn, þegar þeir fóru að leita
Þórhalls veiðimanns. Og þá kynni að vera, að áin, sem féll ,,af landi ofan úr
austri og í vestur', þar sem Indíáninn („Einfætingurinn") skaut Þorvald öru,
væri Englendingafljót (English River) sunnan vatnsins.
Við innanvert Melvillevatn, skammt frá flugstöðinni miklu við Gæsaflóa,
húa Eskimóar og Indiánar enn hlið við hlið, og er sagt lítið vinfengi milli þjóð-
anna. Það er jafnvel stillt svo til, að Eskimói og Indíáni liggi ekki í sömu stofu
í sjúkrahúsum landsins. Frá Gæsaflóa liggur flugleiðin suður yfir Markland og
St. Lárensflóa. Umhverfis allan þann flóa hafa staðir verið tilnefndir sem sögu-
staðir Vínlandssagnanna. Danski prófessorinn Steenshy kallaði norðurströnd
flóans Furðustrandir, og var þeirri kenningu lengi fylgt. Hann hugði, að sjálft
St. Lárensfljótið væri Straumfjörður og Hóps væri að leita uppi í Montmagny,
skammt neðan við borgina Kvíbekk (Ouebec). Oti í miðjum St. Lárensflóa er
hin mikla Anticostieyja, og taldi Halldór Hermannsson, að austuroddi hennar
væri hið forna Kjalarnes. Margir hafa hins vegar talið hinn sérkennilega Gaspé-
skaga sunnan St. Lárensfljóts vera Kjalarnes, þar á meðal Matthías Þórðarson.
Þegar suður yfir flóann kemui', tekur við fylkið Nýja-Brúnsvík, en á norður-
strönd þess hafa ýmsir staðsett Straumfjörð, svo sem Flalldór Hermannsson og
Matthías Þórðarson.
Frá Nýju-Brúnsvík liggur flugleiðin suður endilangt Nýja-England, norð-
austurhluta Bandaríkjanna. Flestir fræ,ðimenn, sem um Vínland hafa ritað,
munu hafa staðsett Hóp Þorfinns karlsefnis og Leifsbúðir á strönd Nýja-Eng-
lands, og ættu þá fjöllin, sem talað er um í Hópi, að vera nvrzti hluti Appalakía-
fjalla. Við fljúgum yfir strönd Nýja-Englands skammt norður af Boston. Fyrir
neðan okkur er þá á hægri hönd frjósamt og þéttbýlt land upp af Ijósleitri sand-
strönd, og ekki vantar hér hópin. Yfir höfninni í heimabæ Kennedys Banda-
ríkjaforseta reikar hugurinn aftur til þeirra dr Valtýs Guðmundssonar og Þor-
steins Erlingssonar skálds, sem kvaddir voru fyrir 66 árum til Boston til þess að
kanna, hvort þar væru fundnar norrænar rústir Var það bandarísk kona, ungfrú
Florsford að nafni, sem forgöngu hafði um þæi rannsóknir, og varð úrskurður
þeirra félaga ungfrúnni til lítillar ánægju. Til vinstri handar sér nr'i móta fyrir
Þorskhöfða (Capc Cod), þar sem hið fræga landnemaskip Breta, Mayflower,
kom að landi árið 1620. Þorskhöfði hefur einnig komið mikið við sögu Vínlands-
rannsóknanna. Þar hafa menn jafnvel þótzt finna „lendingarstað" víkingaskip-
anna með ummerkjum. Eftir stutta stund er flogið yfir Langeyjarsund (Long