Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1963, Side 67

Andvari - 01.06.1963, Side 67
ANDVARI í SLÓÐ VÍNLANDSFARA 65 Nýfundnalands, og veitir dr. Thomas henni forstöðu. Idann er fremur ungur maður, sagður sérfræðingur í fleiri en einni grein læhnisfræðinnar og á allra kosta völ í milljónaborgum, en kýs að vinna hér líknarstarf á hala veraldar. Okkur var sagt, að hann væri hálfguð meðal innfæddra manna. Flugvélin tók stefnu á Lewisporte á noiðurströnd landsins. Hvergi örlaði á ræktuðu landi, á stöku stað sá ég smástíga í skóginum, sem kynnu að vera frá tíð frumbyggjanna, Beóþúkkanna, hinna eiginlegu „rauðskinna“, sem svo voru nefndir, af því að þeir máluðu sig í framan rauðum lit. Þeim var útrýmt ger- samlega, og er talið, að síðasti Beóþúkkinn, kona að nafni Shanadithi, hafi horfið til feðra sinna ári,ð 1829. Við flugum nú norðvestur yfir Notre-Dame-flóann og sáum þar þegar myndarlega borgarísjaka. Flugvélin stefndi á Cat Arm vestan við Hvítaflóa (White Bay), skammt norðan við Sop’s Arm. Þann stað nefndi danski sjóliðs- foringinn Hovgaard til sem hugsanlegt Hóp Þorfinns, og hefði verið fróðlegt að skoða staðinn, þar sem hann er af ýmsum ástæðunr forvitnilegur. Flugvélin lendir fyrir utan Cat Arm vfð hlið fallegs vélbáts, og þar fara þeir dr. Thomas og fylgdarlið hans um borð í bátinn, því að ætlun þeirra er að sigla á honurn til St. Anthony. Við höldurn áfram ferðinni meðfram austurströnd hins mikla norðurskaga, sem Norðmaðurinn Löberg taldi nýlega vera Furðustrandir. Er skemmst af að segja, að þetta er samfelld kletta- og hamraströnd, víðast skógi vaxin. Athygli okkar vakti, að víða voru fannir skammt frá sjó, og er ströndin þó fremur lág. Við stöldruðum við í þremur smábæjum á austurströndinni, Roddickton, Englee og Conche, og sóttum þangað þrjár litlar stúlkur, sem flytja skyldi í sjúkrahúsið í St. Anthony. Þar lentum við á lítilli tjörn norðan við bæinn eftir allglæfralega lending, og var þá aðeins eftir síðasti áfanginn norður til Nollsvíkur (Noddy Bay), skammt fyrir austan Lance-aux-Meadows. Ég skoðaði með nokkurri eftin'æntingu kmdið, sem blasti við fyrir neðan okkur þennan síðasta spöl og kalla mætti uppland fundarstaðarins í Lance-aux- Meadows. Það reyndist vera geysivíðlend skóglaus „Arnarvatnsheiði", og bar meira á vötnum en þurrlendi. Leizt mér vatnaland þetta mundu vera illfært yfirferðar. Þegar við stigum út úr flugvélinni í Nollsvík, sló á móti okkur köldum gusti af hafi. Við tókum þegar á leigu lítinn vélbát, og flutti hann okkur vestur fyrir tvö lítil nes, sitt hvorum megin við þorpið Sundsýn (Straitsview), til Lance-aux- Meadows. Llti fyrir syntu heljarstórir borgarísjakar, í norðaustri sást Fagurey (Belle Isle) og Baldhöfði (Cape Bauld) í austurátt. Oneitanlega var aðkoman kuldaleg að þessu góða Vínlandi á Homströndum Nýfundnalands um hásumar 17. dag júlímánaðar. En landslag var fagurt, og í hugann kom lýsing á fyrsta 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.