Andvari - 01.06.1963, Síða 68
66
ÞÓRIIALLUR VILMUNDARSON
ANDVARI
landinu, sem Bjarni Herjólfsson kom að og svo er lýst, að „landið var ófjöllótt og
skógi vaxið og smár hæðir á landinu". Sú lýsing mundi eiga vel við norðanvert
Nýfundnaland.
Lance-aux-Meadmvs — Miðdegisvík eða Medeuvík?
Nýfundnaland liggur úti fyrir mynni liins mikla St. Lárensfljóts, en á þeim
slóðurn ráða frönskumælandi menn ríkjum, í fylkinu Kvíbekk. Þeir eru nú nær
fimm milljónir að tölu, og er síður cn svo, að nokkur feigðarmörk séu á tungu
þeirra. Á vesturströnd Nýfundnalands og norðurskaganum höfðu Frakkar fyrr-
um fótlestu. í Versalasamningi 1783 var þeim veittur réttur til liskveiða frá
vesturströndinni, sem nefnd var af þeirn sökum „Frakkaströnd“. Töldu Frakkar,
að þessi réttur væri einkaréttur þeirra, en Bretar vildu ekki samþykkja þann
skilning, og stóð þjark um þetta mál á aðra öld. Það var ekki fyrr en 1904, að
Frakkar létu af öllum kröfurn sínum til Nýfundnalands gegn aflrendingu land-
svæðis í Vestur-Afríku. Af þessum sökum þarf ekki að koma á óvart, þótt enn
eimi eftir af frönskum áhrifum á Nýfundnalandi. Á vesturströndinni er enn
lítil byggð lrönskumælandi manna, og fjöldi staðamafna er þar af frönskum
rótum runninn.
Heiti byggðarinnar, sem við vorum nú komnir til, Lance-aux-Meadcnvs (eða
Lance-au-Meadow), er greinilega eitt hinna frönskuskotnu örnefna hér um
slóðir. Fyrri nafnliðurinn ætti samkvæmt rithætti að merkja „spjót“ og hinn
síðari „engi“ eða „engjar“, og verður merking nafnsins því harla tortryggilcg. Á
Ganderflugvelli virti ég fyrir mér stóran uppdrátt Nýfundnalands og Labrador-
skaga og rak þá augun í örnefni á strönd Labradors, sem hófust á L’Anse au,
t. d. L’Anse au Clair, L’Anse au Coup, og þótti mér að vonum líklegt, að þar
væri um hliðstæð nöfn að ræða staðarnafninu Lance-aux-Meadows, en anse á
frönsku merkir „vík“.
Georg gamli Decker, eftirlitsmaður rústanna í Lanee-aux-Meadows, hauð
mér heim til sín að skoða nákvæman uppdrátt, sem hann á af norðurskaga Ný-
fundnalands. Þar var víkin fram undan fiskiþorpinu Lance-aux-Meadows nelnd
Medee Bay. Eg spurði Decker, hvort þetta nafn stæði i nokkru sambandi við
nafn þorpsins. „Well“, sagði hann, „garnla fólkið var vant að kalla plássið Lance-
au-Medee, og svo var það stundum nefnt, þegar ég var hér póstur á yngri árum.
Faðir minn sagði mér, að það þýddi víst Twelve o’clock Cove (Hádegisvík).“
Þarna átti Decker greinilega við, að upprunalegt heiti staðarins væri L’Anse-au-
Midi, en franska orðið midi merkir bæði „miðdegi" og „suður“. Ef þessi skýring
er rétt, rnætti staðurinn heita Miðdegisvík eða Suðurvík á íslenzku, eða e. t. v.
einu nafni Dagverðarvík.