Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Síða 68

Andvari - 01.06.1963, Síða 68
66 ÞÓRIIALLUR VILMUNDARSON ANDVARI landinu, sem Bjarni Herjólfsson kom að og svo er lýst, að „landið var ófjöllótt og skógi vaxið og smár hæðir á landinu". Sú lýsing mundi eiga vel við norðanvert Nýfundnaland. Lance-aux-Meadmvs — Miðdegisvík eða Medeuvík? Nýfundnaland liggur úti fyrir mynni liins mikla St. Lárensfljóts, en á þeim slóðurn ráða frönskumælandi menn ríkjum, í fylkinu Kvíbekk. Þeir eru nú nær fimm milljónir að tölu, og er síður cn svo, að nokkur feigðarmörk séu á tungu þeirra. Á vesturströnd Nýfundnalands og norðurskaganum höfðu Frakkar fyrr- um fótlestu. í Versalasamningi 1783 var þeim veittur réttur til liskveiða frá vesturströndinni, sem nefnd var af þeirn sökum „Frakkaströnd“. Töldu Frakkar, að þessi réttur væri einkaréttur þeirra, en Bretar vildu ekki samþykkja þann skilning, og stóð þjark um þetta mál á aðra öld. Það var ekki fyrr en 1904, að Frakkar létu af öllum kröfurn sínum til Nýfundnalands gegn aflrendingu land- svæðis í Vestur-Afríku. Af þessum sökum þarf ekki að koma á óvart, þótt enn eimi eftir af frönskum áhrifum á Nýfundnalandi. Á vesturströndinni er enn lítil byggð lrönskumælandi manna, og fjöldi staðamafna er þar af frönskum rótum runninn. Heiti byggðarinnar, sem við vorum nú komnir til, Lance-aux-Meadcnvs (eða Lance-au-Meadow), er greinilega eitt hinna frönskuskotnu örnefna hér um slóðir. Fyrri nafnliðurinn ætti samkvæmt rithætti að merkja „spjót“ og hinn síðari „engi“ eða „engjar“, og verður merking nafnsins því harla tortryggilcg. Á Ganderflugvelli virti ég fyrir mér stóran uppdrátt Nýfundnalands og Labrador- skaga og rak þá augun í örnefni á strönd Labradors, sem hófust á L’Anse au, t. d. L’Anse au Clair, L’Anse au Coup, og þótti mér að vonum líklegt, að þar væri um hliðstæð nöfn að ræða staðarnafninu Lance-aux-Meadows, en anse á frönsku merkir „vík“. Georg gamli Decker, eftirlitsmaður rústanna í Lanee-aux-Meadows, hauð mér heim til sín að skoða nákvæman uppdrátt, sem hann á af norðurskaga Ný- fundnalands. Þar var víkin fram undan fiskiþorpinu Lance-aux-Meadows nelnd Medee Bay. Eg spurði Decker, hvort þetta nafn stæði i nokkru sambandi við nafn þorpsins. „Well“, sagði hann, „garnla fólkið var vant að kalla plássið Lance- au-Medee, og svo var það stundum nefnt, þegar ég var hér póstur á yngri árum. Faðir minn sagði mér, að það þýddi víst Twelve o’clock Cove (Hádegisvík).“ Þarna átti Decker greinilega við, að upprunalegt heiti staðarins væri L’Anse-au- Midi, en franska orðið midi merkir bæði „miðdegi" og „suður“. Ef þessi skýring er rétt, rnætti staðurinn heita Miðdegisvík eða Suðurvík á íslenzku, eða e. t. v. einu nafni Dagverðarvík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.