Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 70
68
ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON
ANDVARI
(Cape Bau/d)
7 Myrzti oddi
) Nýfundna■
/ lands.
Stóra Hclgacy
CBig Oacred Jílandý
£i<Ut flclqaíy
XartiiílMr
Hí.lgiftói
('Sncrcd öny)
CrcBnaty
Cuityotwy
Wíirrtmty
j. Kollur
(Kcund Headý
’y'íatíuvík
A/^
'T" Htyv'ÍU
, (4c?w);
o A/cí,
‘Tlakvík
.fó—■« Bay)
Mtöw
(Ncddy
Rl Bay
VJ Hcad)
\WrcckJiland)
/óvor fatwiíU'ið! kur
'(öábh*: ÍWt Örppi)
'Utlásýtl
A view)t
ss
■JúMívöc.
Uppdráttur af wnhverfi fundarstaðarins í Flakvtk við Fagureyjarsund.
ekki vatnsmikill, varla meiri en miðlungs bæjarlækur, á borð við Halnarfjarðar-
læk. Það er auðvitað lækurinn, hið rennandi vatn, sem dregið hefur til sín menn
þá, sem hér settust að endur fyrir löngu.
I frásögn fornsagnanna af Hópi og Leifsbúðum á Vínlandi er getið um á,
sem féll í vatn eitt (hóp) til sjávar. „Þar var grunnsævi miki,ð að fjöru sjávar,
og stóð þá uppi skip þeirra, og var þá langt til sjávar að sjá frá skipinu. En þeim
var svo mikil forvitni á að fara til landsins, að þeir nenntu eigi þess að bíða, að
sjór félli undir skip þeirra, og runnu til lands, þar er á ein féll úr vatni einu. En
þegar sjór féll undir skip þeirra, þá tóku þeir bátinn og reru til skipsins og fluttu
það upp í ána, síðan í vatnið, og köstuðu þar akkerum og báru af skipi húðföt
sín og gerðu þar búðir; tóku það ráð síðan að búast þar urn þann vetur og gerðu
þar hús mikih Hvorki skorti þar lax í ánni né í vatninu, og stærra lax en þeir
befði fyrr séð.“ (Grænlendinga saga).
Varla verður sagt, að líklegt geti talizt, að binn litli Svartandarlækur sé á
sú, sem hafskip voru llutt upp í. Ofan við lækjarósinn verður reyndar svolítil
dæld milli fomra malarkamba, en erfitt er þó að hugsa sér, að þar hafi fyrrum
verið hóp, þar sem hafskip vörpuðu akkerum. Nauðsynlegt er að reyna að
kanna til hlítar, hversu hátt sjór hefur staðið hér fyrir þúsund árum, til þess að
unnt sé að gera sér gleggri grein fyrir þessu atriði. Yrði þá um leið varpað ljósi
á, hve grunn víkin hér fram undan hefur verið að fornu.