Andvari - 01.06.1963, Page 75
ANDVARI
í SLÓÐ VÍNLANDSFARA
73
Smiðjurústin á vesturbakka Svartandarlækjar graf'm upp.
að fyrir þúsund árum. Hvernig er veðráttan hér? Hverjir eru landkostirnir?
Hvaða sögu kunna íbúar þessa lands að segja af högum sínum og sambúð við
land og sjó? Og hvernig koma þær lýsingar heini við frásagnir fornsagnanna af
hinum nýju löndum í vestri?
Einn daginn geng ég heim til þess rnanns, sem einna næstur býr fundar-
stað rústanna í Lance-aux-Meadows, Harveys útvegsbónda Colbourne, en hann
á heima yzt á nesi því eða tanga, sem gengur í sjó fram austan við Svartandarlæk.
Hcimili hans hefur orð fyrir að vera myndarlegasta heimili hér um slóðir, og
er það þó þungt, börnin ellefu. Bóndinn er mikill dugnaðarmaður og mestur
bragur yfir honurn allra manna á þessum stað.
— Eg hef búið hér í tólf ár, segir Kolbjörn bóndi í Nesi. Hér er köld veðr-
átta á vetrum. Ég á fjórar ær og tek þær á gjöf síðast í október og hleypi þeim
út í maí. Ég ætla hverri kind 500 pund af heyi. Snjórinn liggur hér alla vetur,
að vísu ekki djúpur vegna vinda, en hann dregst sarnan í skafla. Með öllum
vegum eru því snjóstengur, tveggja til þriggja metra liáar, til að vísa veginn.
Kýr tel ég ófært að láta ganga úti og sömuleiðis liross.
— Við veittum því athygli, að hafísjakar lágu hér fyrir landi, þegar við
komum. Liggur hafís hér við land langan tíma á ári?
— Landið er lokað af ís frá því í desember fram í júní, eða liálft árið. Nú
í ár varð ekki siglt að landinu fyrr en 24. júní og fyrir um fimm árum jafnvel