Andvari - 01.06.1963, Page 77
ANDVAHI
í SLÓÐ VÍNLANDSFARA
75
Gísli Gestsson safnvörður og dr. Kristján Eldjárn atliuga eldstæði á grónum malarkambi
vestan Svartandarlækjar. Þar fundust allmargar tinnuflísar, er bentu til vistar frumbyggja
(Eskimóa).
Veðrátta og landkostir.
Viðtalið við Kolbjöm bónda vekur margar hugsanir. Landið er greinilega
bart og veðrátta óhagstæð til landbúnaðar og meira að segja til fiskveiða mestan
hluta ársins. Þó að norðuroddi Nýfundnalands sé á um það bil 52. breiddar-
stigi, eða litlu norðar en Lundúnir, valda kaldir hafstraumar því, að landið cr
um sumt erfiðara til kvikfjárræktar en Eystribyggð á Grænlandi, þar sem fé
gengur sjálfala flesta vetur. Auk þess er graslendi af skomum skaminti á Ný-
fundnalandi öllu. Prófessor Ian Whitaker frá háskólanum í St. John’s sagði mér,
að graslendið í Lance-aux-Meadows væri eitthvert mesta grasflæmi, sem bann
hefði séð í landinu, og virtist það þó ekki meira svæði en bæfilegt þætti á íslandi
fyrir eina jörð til túnræktar og beitar. Þegar við komum til Lance-aux-Meadows
17. júlí, var kartöflugras rétt að byrja að gægjast upp í görðum, og útliagi var
sinugrár. Að vísu var vorið talið kalt, en engu að síður má af þessu marka, bve
erfið veðráttan er. Hins vegar veldur suðlæg lega landsins því, að gróður tekur
snöggum og ömm framfömm, þegar komið er fram á sumar. Verður þá hlýtt,
þar sem nýtur skjóls, en oftast er þó svalur gustur af hafi. Rigning eða súld
fylgir öllum vindáttum nema vestanátt, innan af meginlandinu.
Lýsing Kolbjarnar á vctrarveðráttunni, hafísinn úti fyrir, snjóstengumar