Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Síða 78

Andvari - 01.06.1963, Síða 78
76 ÞORHALLUR VILMUNDARSON ANDVARI meðfram vegunum, að viðbættum þeim upplýsingum, sem lesa mátti á upp- drætti af Kanada, að jafnhitalínan -f- 10° C í janúarmánuði lægi um Fagur- eyjarsund, — allt kom þetta harla illa heim við frásagnir Vínlandssagnanna heggja af vetrarveðráttunni á Vínlandi: „Þar kom enginn snjór, og allt gekk fé þeirra sjálfala fram,“ segir Eiríks saga um Hóp. „Þar var svo góður landskostur, að því er þeim sýndist, að þar myndi engi fénaður fóður þurfa á vetrum, og lítt rénuðu þar grös,“ segir Grænlendinga saga um Leifsbúðir á Vínlandi. Hér virðist hera svo mikið á milli frásagna fornsagnanna og lýsinga lands- manna á veðráttufari og landkostum, að ekki verði hjá komizt að telja annað tveggja, að hinir fornu sagnaritarar fari með staðlausu stafi í þessu efni eða lýsing þeirra eigi við annan suðlægari stað. Einhverjir kynnu að spyrja, hvort veðrátta hafi ckki verið svo miklu mildari á þessum slóðum fyrir þúsund árum, að veður- farslýsingar fornsagnanna gætu verið réttar miðajð við þá tíma. Því er til að svara, að einmitt nú er hlýviðrisskeið þar vestra eins og hér á landi, og er ekki sennilegt, að mikið vanti á, að þar sé nú jafnhlýtt og var að fornu. Auk þess er munurinn á lvsingum sagnanna og landsmanna á veðráttunni allt of mikill, til þess að unnt sé að skýra hann mcð breyttu veðurfari. Gengið um nágrennið. Að mörgu er að hyggja fyrir þann, sem bera vill saman frásagnir Vínlands- sagna og staðhætti á norðurodda Nýfundnalands. Ef hér er Straumfjörður, hvar mundi þá vera hamargnípa Þórhalls veiði- manns, sem hann gekk upp á, gapti þar upp í vindinn og seiddi til sín hvalinn? Rétt austan við Lance-aux-Meadows eru tvær réttnefndar hamargnípur, Kollur (Round Elead), sem fyrr getur, og Nollur (Noddy Bay Elead). Eitt fyrsta kvöldið sem við dvöldumst í Lance-aux-Meadows, geng ég upp á Koll. Þar var háarok, svo að varla var stætt. Uppi á höfðanum fann ég þrjár lnundar vörður. Mér varð hugsað til rúnasteinsins fræga frá Kingigtorsuak, norður í Greipum Græn- lands, á 73. breiddarstigi, með kveðju frá þeim Erlingi, Bjarna og Indriða. Elver veit, nema nafni minn vei,ðimaður kynni að hafa skilið hér eftir boð til seinni tíma? Ég sný við hverjum steini í vörðubrotunum, en þeir þegja allir þunnu hljóði. Við þetta verk hef ég orðið að gapa upp í vindinn eins og nafni minn, en því miður láðist mér að heita á þann ramma ás, sem við Vínlandsfarar erum flestir heitnir eftir, enda sendi hann mér engan hvalinn, heldur illkynjað kvef, sem lagði mig í rúmið hálfan annan dag. Ef hér eru Leifsbúðir Grænlendinga sögu, væri ef til vill á það lítandi, hvort fótur er fyrir þeirri sögu, að þeir Helgi og Finnbogi hafi reist skála „firr sjónum á vatnsströndu“. Gæti hér verið um að ræða vatnið, sem Svartandarlækur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.