Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 79
ANDVARI
í SLÓÐ VíNLANDSFARA
77
Helgi Ingstad liorfir yfir fundarstað rústanna við Flakvík. Warrensey ber við loft á tniðri
tnynd. Bærinn í Nesi sést yzt á tanganum til vinstri.
fellur úr? Einn daginn geng ég upp að Svartandartjörn. Hún er rúmur kíló-
metri að lengd. Ég ákveð að ganga á austurbakka tjarnarinnar. Þar er þétt barr-
viðarkjarr, senr hér vex um allt, sums staðar mittishátt eða þaðan af hærra. Má
heita, að ógangandi sé í þessari kjarrflækju. Til að sjá sýnist landið vera vel fært
gangandi manni, en áður en varir, sökkva rnenn niður í kjarrið og mega heita
góðir að sleppa þaðan heilu og höldnu. Það var ekki að undra, þótt Kristján Eld-
járn segðist eftir kynni sín af þessu kjarri skilja, hvað átt væri við í Eiríks sögu,
þegar sagt er, að Skrælingar hafi sokkið í jörð niður. Það er ekki að orðlengja,
að eftir að ég hafði brotizt um í kjarrflækjunni langleiðina suður austurbakka
Svartandarlækjar, sá ég þann kost vænstan að vaða til baka endilanga tjörnina
til þess að komast aftur til byggða. Má af þessu ráða, hversu greiðfært muni um
heiðalöndin upp af Lance-aux-Meadows. Engra mannvirkja varð ég var við
Svartandartjörn né heldur Skinntjörn (Skin Pond) vestan hennar. Á þessari
gönguferð tók ég eftir því, að surns staðar stóðu höggnir trjástofnar upp úr kjarr-
inu, og benti það til þess, að hér hefði fyrrum verið meiri skógur, eins og garnlir
menn höfðu sagt mér í Lance-aux-Meadows.
Uppi á klettaásnum austan fundarstaðarins við Svartandarlæk voru firnm
vörður, sumar þeirra mosavaxnar og gamallegar. Lengi hafði staðið til, að við
gerðum gangskör að því að kanna þessar vörður. Síðasta daginn sem við Kristján