Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 80
78
ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON
ANDVARI
dvöldumst í Lance-aux-Meadows, létum við Helgi Ingstad, Ian Whitaker og
Hans Hvide-Bang ljósmyndari loks verða af því að leita rúnasteina í vörðunum.
Við snerum við hverjum steini, en ekkert kom í ljós.
Ilver er staðurinn?
Á þessu stigi máls er of snemmt að fullyrða, hver verða muni endanleg
niðurstaða fornleifarannsóknanna við ós Svartandarlækjar. Það er þó ljóst, að
þar hafa dvalizt fyrir mörgum öldum menn, sem kunnu til járngerðar, járnaldar-
menn, og jafnframt hafa verið þar steinaldarmenn, að öllum líkindum Dorset-
Eskimóar, sem skilið hafa eftir hin alkunnu áhöld steinaldarfólks, tinnu, stein-
lampa, steinöxi o. 11. Nú er beðið rannsóknar á fjölmörgum viðarkolasýnishorn-
um, sem tekin voru í rústunum í sumar, en með svonefndri carbon-14-aðferð á
að rnega fara nærri um aldur viðarkolanna, eða nánar sagt: komast á snoðir um,
hvenær trén, sem orðin eru að viðarkolum, hættu að vaxa. Vonandi mun takast
á þann hátt að fá úr því skorið, hve snemma járnaldarmenn þessir voru hér á
ferð. Þess má geta, að sjö sýnishorn, sem tekin voru í rústunum í fyrrasumar,
benda til urn og yfir þúsund ára aldurs.
En hver svo sem nfðurstaða þessara rannsókna verður, hljóta hinir merku
fornleilafundir Ingstadshjónanna að verða til að glæða áhuga manna á Vín-
landsferðunum og hvetja til frekari rannsókna. Og hinar gömlu spurningar um
staðsetning hinna fornu norrænu ömefna á austurströnd Norður-Ameríku munu
verða áleitnari en nokkru sinni fyrr.
Því verður ekki neitað, að meðan greinarhöfundur dvaldist við Fagur-
eyjarsund í sumar og virti fyrir sér staðhætti með hin fornu sagnarit í
höndum, sóttu æ fastar á hann sögulegar og landfræðilegar röksemdir fyrir því,
að Fagureyjarsund væri hinn fomi Straumfjörður. Með þær í huga var ekki
hversdagslegt að ganga til Svartandarlækjar, svala þorsta sínum á drykkjarvatni
Þorfinns karlsefnis, þvo af sér moldina í þvottalæk Guðríðar Þorbjamardóttur
og spegla sig í laugamatni Snorra Þorfinnssonar.
Þar sem vera má, að ýmsir hafi gaman af að velta þessum málum fyrir sér,
skulu hér taldar fram með tilbærilegum fyrirvara helztu röksemdirnar:
1) Frásögn Eiríks sögu rauða af siglingarleið þeirra Þorfinns karlsefnis
virðist geta komið vel heim við, að Fagureyjarsund sé Straumfjörður, og
er þá miðað við hina sennilegu kenning Tanners um, að Broddgaltarhöfði
(Cape Porcupine) sunnan Hamiltonflóa á Labrador sé hið forna Kjalarnes og
sandströndin við höfðann sé Furðustrandir. Samkvæmt þeirri staðsetningu