Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1963, Page 86

Andvari - 01.06.1963, Page 86
84 SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON ANDVARI skeið á sumrin. Hins vegar hafði hann þetta haust farið fram á það við sölunefnd að fá 2000 ríkisdala lán til bráðabirgða, vegna innkaupa á vörum til verzlunar- innar fyrir árið 1791, en þessu hafnaði nefndin algerlega, þótt hún veitti ýms- um öðrum íslandskaupmönnum slíka að- stoð um sama leyti. Stafaði þessi neitun sölunefndar af því, að um þetta leyti kom í Ijós, að Petersen átti fleiri skuldir ógreiddar við konungssjóð heldur en skuldabréf hans vegna verzlunareignanna gáfu til kynna. Þess var áður getið, að Petersen hefði verið kaupmaður konungsverzlunarinnar á Eyrarbakka 4 síðustu árin, sem hún var starfrækt. Hafði hann að sjálfsögðu, eins og aðrir kaupmenn, gert verzlunarstjórn- inni í Kaupmannahöfn árleg reikningsskil um þennan verzlunarrekstur, en eitthvað hafði dregizt á langinn hjá honum og flestum öðrum kaupmönnum að gera endanleg reikningsskil, er konungsverzl- unin var lögð niður. Var endurskoðun þessara reikninga því ekki lokið fyrr en árið 1790, og þá reyndist Petersen skulda konungssjóði rúma 3100 ríkisdali. Ekki var þó litið á þetta sem alvarlegustu yfir- sjón hans, enda algengt, að kaupmenn reyndust skulda eitthvað við endurskoð- un reikninganna, einkum þegar um svo umfangsmikla verzlun var að ræða sem Eyrarbakkaverzlun. En um sama leyti kom annað í ljós, sem vakti tortryggni sölunefndar á Petersen. 2000 ríkisdalir í peningum, sem eftir voru í konungs- verzluninni á Eyrarbakka og átt hafði að senda stiftamtmanni á Bessastöðum, reyndust hafa orðið innlyksa hjá Peter- sen. Engar öruggar sannanir voru þó fyrir því, að hann hefði ætlað að slá al- gerlega eign sinni á þessa peninga, enda hafði hann upphaflega ekki einn átt sök á því, að þeir urðu eftir í verzluninni. Petersen hafði farið utan haustið 1787 til samninga við sölunefnd og til að afla sér verzlunarsambanda í Kaupmannahöfn, Altona og víðar. Fyrir brottför hans frá íslandi hafði samizt svo með honum og Levertzow stiftamtmanni, sem var um- boðsmaður sölunefndar í suðuramti, að verzlunareignirnar á Eyrarbakka skyldu afhentar Petersen í ársbyrjun 1788. Setti hann svo mann til að veita þeim viðtöku, og af hálfu stiftamtmanns mun sýslumað- ur Árnessýslu hafa séð um afhendinguna. Samkvæmt tilboði, sem sölunefnd hafði sent kaupmönnum á íslandi sumarið 1787 varðandi verzlunareignirnar, skyldi sá, sem tæki við Eyrarbakkaverzlun, fá 2000 ríkisdala peningalán.0 Var sú upp- hæð því látin verða eftir í verzluninni, þegar hún var afhent umboðsmanni Petersens. Þegar Petersen kom til Kaupmanna- hafnar haustið 1787, skorti hann alger- lega fé til vörukaupa og annars undir- búnings að því að hefja verzlunarrekstur á eigin spýtur. Lánaði þá sölunefnd hon- um 2000 ríkisdali, en í stað þess skyldu allir peningar konungs afhentir úr Eyrar- bakkaverzlun, því að nefndin aftók að veita honum hærra peningalán, þrátt fyrir stærð verzlunarinnar og féleysi hans. Frá skuldabréfi Petersens, vegna verzlunar- eignanna á Eyrarbakka, var ekki endan- lega gengið fyrr en sumarið 1788, er hann var kominn til íslands, og inn á þetta skuldabréf var peningalánið einnig fært. Það var stiftamtmaður, sem sá um að ganga frá skuldabréfinu, og þótt þá lægju fyrir gögn um það, að Petersen hefði fengið tilskilið peningalán hjá sölu- nefnd í Kaupmannahöfn, láðist stiftamt- manni að taka með í reikninginn þá 2000 ríkisdali, sem orðið höfðu eftir á Eyrar- bakka. Og Petersen, sem var í mikilli fjár- þröng, lét þá þar við sitja, úr því hann var ekki krafinn um þessa peninga. Það var ekki fyrr en lokið var endurskoðun á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.