Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 89

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 89
ANDVAHI VERZLUN SÖLUNEFNDAR Á EYRARBAKKA ÁRIN 1791—95 87 unarrekstrinum áfram samkvæmt fyrir- mælum, sem Petersen liafði verið látinn gefa þeirn. Verzlunin taldist nefnilega áfram vera rekin fyrir reikning hans, en amtmaður átti að hafa eftirlit með verzl- unarrekstrinum.8 Þær vörur, sem sendar voru til Eyrar- bakka sumarið 1791, varð sölunefnd að kaupa fyrir peninga úr sjóði þeim, er hún hafði til umráða, þar eð Petersen hafði ekkert fram að leggja, eins og fyrr var sagt. Þessi vörukaup voru takmörkuð við það, sem talið var að íbúa verzlunarsvæð- isins vanhagaði mest um, enda vildi nefndin líka hætta sem minnstu í þessa útgerð. Vonaðist hún eftir að geta unnið tilkostnaðinn upp og auk þess fengið eitthvað upp í skuldir Petersens, er út- flutningsvörur þær, sem kæmu frá Eyrar- bakka um haustið, hefðu verið seldar. Ef þessar vonir rættust og eignirnar á Eyrar- bakka teldust sæmileg trygging fyrir því, sem þá yrði eftir af skuldum Petersens, var ætlunin að afhenda honum verzlun- ina aftur. Reyndar var nefndinni Ijóst, að hann skorti rekstrarfé til að halda henni áfram, en ekki þótti útilokað að hann gæti fengið einhvern í félag við sig til að hjálpa upp á sakirnar. Sölunefnd gerði þannig ráð fyrir því að geta tekið endanlega ákvörðun um örlög Petersens og Eyrarbakkaverzlunai baustið 1791, en hér fór á annan veg. Eignir hans á Eyrarbakka reyndust bafa verið metnar á tæpa 16300 ríkisdali, og ef skipin tvö voru talin með, námu allar eignir Petersens um 20.000 ríkisdölum. Allar skuldir hans við konungssjóð námu bins vegar tæpum 28.000 ríkisdölum, og vantaði því allmikið á, að hann ætti fyrir þeim. í eignamatinu hafði verðmæti út- flutningsvaranna raunar verið miðað við innkaupsverð þeirra á íslandi, en litlar líkur þóttu sarnt til, að hagnaðurinn af hinum tveim skipsförmum þaðan myndi grynna nokkuð tcljandi á svona miklum skuldum. Um það fékkst heldur engin niðurstaða að sinni, því að duggunni, sem flutti meginhlutann af þessum vör- um, hlekktist á og varð að leita hafnar í Noregi og komst ekki til Kaupmanna- hafnar fyrr en á útmánuðum 1792. Rýrði þetta óhapp að mun verðmæti farmsins. Við þessar aðstæður ákvað sölunefndin að reka Eyrarbakkaverzlun enn með sama sniði sumarið 1792 í þeirri von að betur tækist til. Skyldu enn sem fyrr böfð ein- bver samráð við Petersen um þennan verzlunarrekstur, en hann var þó látinn vera áfram aðgerðalítill suður í Sönder- borg. Elonum hafði að vísu verið sleppt við gæ?lumennina gegn drengskaparbeiti um að hlaupast ekki á brott, en aftekið var, að hann fengi að fara til íslands þetta sumar, þótt hann færi þess eindregið á leit. Verzlunin gekk þó litlu betur þetta ár en árið áður, og bar ýmislegt til þess. Lassen verzlunarstjóri á Eyrarbakka mun ekki hafa verið neinn skörungur, þótt það kunni að vísu að hafa bætt eitthvað úr skák, að Ólafi Stefánssyni stiftamtmanni, sem tekið hafði við amtmannsstörfum í suðuramti að Meldal látnum, hafði nú verið falið að hafa eftirlit með rekstrin- um. Reyndi Ólafur meðal annars að bæta bag verzlunarinnar með því að láta Lassen gera út 4 fiskibáta, sem Petersen átti en staðið höfðu ónotaðir um tíma, en fiskur var í mjög háu verði þessi ár. Þessi og önnur viðleitni Ólafs kom þó að litlu haldi, því að sölunefnd vildi enn sem fyrr ekki hætta meiru í þessa verzlun en bráðnauðsynlegt taldist og lét nægja að senda hin tvö litlu skip Petersens til Eyrarbakka, sem ekki voru samtals að stærð nema 65 stórlestir (um 130 smá- lestir). Nægðu þau hvorki til að flytja þangað þær nauðsynjavörur, sem þurfti óhjákvæmilega handa þessu fjölmenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.