Andvari - 01.06.1963, Síða 104
102
IIERMAN M. WARD
ANDVARI
Eg fer út að sækja litla kálfinn,
sem stendur lijá móður sinni; svo ungur er hann,
að hann tinar, þegar hún sleikir hann.
Eg verð ekki lengi.-------Þú fylgir mér.)
Frost hefur ætíð haft þetta Ijóð fremst í ljóðasöfnum sínum. Fljótt á litið
er þetta ekki annað en boð skáldsins að fylgjast með því út í beitilandið, þar
sem lítið, en nauðsynlegt verkefni bíður. Hann ætlar að breinsa drykkjarvatnið
í haganum og taka heim með sér lítinn, nýborinn kálf. Skáldið fer ekki fram á,
að því sé fómað miklum tíma, aðeins stuttri stund. Þessi tvö skemmtilegu störf
er nefnilega hægt að annast með ánægju í ró og næði án alls þess taugastríðs,
sem er svo algengt í lífi nútímamanna. Þetta heillandi boð á einnig við um þau
ljóð Frosts, sem eru tileinkuð kyrrlátri og hljóðri lífsnautn á öllum þess yndis-
stundum.
Stopping by Woods on a Snowy Evening
Whose woods these are I think I know.
His house is in the village though;
He will not see me stopping here
To watch his woods fill up with snow.
My little horse must think it queer
To stop without a farmhouse near
Between the woods and frozen lake
The darkest evening of the year.
He gives his harness bells a shake
To ask if there is some mistake.
The only other sound’s the sweep
Of easy wind and downy flakc.
The woods are lovelv, dark and deep,
But I have promises to keep,
And miles to go before I sleep,
And miles to go hefore I sleep.
Staðnæmzt við skóg um kvöld í snjómuggti
Eg ætla eg þekki eiganda þessa skógar,
þótt heimili hans sé reyndar í þorpinu.
Hann sér mig ekki nema hér staðar
til að horfa á skóginn sinn fyllast snjó.