Andvari - 01.06.1963, Síða 105
ANDVARI
SKÁLDSKAPUR ROBERTS FROST
103
Folanum mínum má finnast skrýtið
að stanza fjarri byggðu bóli,
milli skógarins og vatnsins undir ísi
á myrkasta kvöldi ársins.
Hann hristir sleðabjöllurnar
til að spyrja, hvort þetta sé ekki misskilningur.
Annars er ekki hljóð utan þyturinn
af hægri golu og snjóflygsum.
Indæll er skógurinn, dimmur og djúpur,
en eg þarf að halda gefin heit
og langt að fara fyrr en hvílist,
og langt að fara fyrr en hvílist.
Einnig hér er merkingin ljós á yfirborðinu, en ljóðið er ekki allt þar, sem
það er séð. Okkur er sýnt langt um meira en maður, sem ferðast um landið á
sleða 21. desember og nemur staðar andartak til að dást að snjómuggu í skóginum.
Fyrst og fremst gerir maðurinn sér ljóst, að þetta atferli bans kynni að vekja
grunsemdir eiganda skógarins, sem býr í þorpinu, og bann heldur, að einnig
hestinum bans finnist framferði hans undarlegt. Maðurinn lætur í ljós togstreitu
milli þess, sem hann langar til að gera, og hins, sem hann hlýtur að gera. Hann
þarf að standa við skuldbindingar sínar, þó að hann varist að láta uppi, hverjar
þær eru. Áður en langt um líður komumst við að raun um, að skáldið er að
skrifa um okkur öll og eilíft flökt okkar í lífinu milli skemmtunar og skyldu.
Lesendur þessa ljóðs staðreyna, að það virðist aldrei glata ferskleik sínum og
vekjandi táknmáli.
The R oad Not Taken
Two roads diverged in a yellow wood,
And sorry I could not travel both
And be one traveller, long I stood
And looked down one as far as I could
To wheíe it hent in the undergrowth;
Then took the other as just as fair,
And having perhaps the better claim,
Because it was grassy and wanted wear;
Though as for that the passing there
Had worn them really ahout the same,