Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 107
ANDVABI
SKÁLDSKAPUR ROBERTS FROST
105
hug, sem lesið hafa Dante og önnur skáld. Og algild heimfærsla þessara hugs-
ana á mannlegar ákvarðanir mun vekja sérhvern lesanda til að leita í lífi sjálfs
sín að hliðstæðum.
Athyglisverð Ijóð til frckari lestrar mundu vissulega vcra þessi mcðal ann-
arra: „The Telephone" (Talsíminn), „The Cow in Apple Time“ (Kýrin í epla-
uppskerunni), „Fire and Ice“ (Eldur og ís), „Dust of Snow“ (Fjúk), The Run-
away“ (Strokuhesturinn), „The Onset“ (Upphafið), „To Earthward" (Til jarð-
ar), „Two Look at Two“ (Tvenn pör horfast á), „The Need of Being Versed in
Country Things“ (Nauðsyn þess að þekkja sveitalífið), „A Peck of Gold“ (Mælir
gulls), „Once by the Pacific" (Eitt sinn við Kyrrahaf), „Acquainted with Night“
(Kunningi næturinnar), „Sand Dunes“ (Sandhólar), „Design" (Mynztur) og
„Come in“ (Kom inn).
Ennfremur yrði með Ijóð eins og „The Tuft of Flowers" (Blómvöndurinn),
„Mending Wall“ (Garðhleðsla), „The Grindstone" (Flverfisteinninn), „Out,
Out" (Llt, út), „A Lone Striker" (Einmana verkfallsmaður), Two Tramps in
Mudtime" (Tveir flækingar í aurbleytutíð) og „West Running Brook" (Lækur
rennur í vesturátt).
Einn ncmenda minna helur þýtt Ijóðið Eldur og ís. Hann óskar ekki að
láta nafns síns getið. Ljóðið fer hér á eftir bæði á ensku og íslenzku:
Fire and Ice
Some say the world will end in fire,
Some say in ice.
From what I ’ve tasted of desire
I hold with those who favor fire.
But if it had to perish twice,
I think I know enough of hate
To say that for destruction ice
Is also grcat
And would suffice.
Eldur og ís
Glötun heims í eldi sumir sjá,
aðrir nefna ís.
Eg funann finn í ástarþrá
og fylgi þeim, sem ekli spá.
En ef hann eyðing aftur kýs,
eg held eg þekki hatrið nóg
til þess að vita, að einnig ís
er nægur þó
til voða nýs.