Andvari - 01.06.1963, Page 114
112
ARNÓR IIANNIliALSSON
ANDVARl
og hemlun, samþjöppun og dreifingu
taugafcrla og gagnkvæmt span þeirra.
Þetta lögmál er og eitt höfuðlögmál
sovézkrar sálarfræði.
Sliýrgreiningar nokkurra sálfræðilegra
hugtaka.
Skilyrðisbundin viðbrögð má greina í
sundur cftir afli, endingu, cftir því, hvað
þau eru flókin. Pavloff gerði tilraunir
með viðbragðakeðjur af ýmsum tegund-
um. Myndaði hann þá heila röð af við-
brögðum hjá tilraunadýrinu, t. d. á rautt
Ijós, bjöllu, blátt ljós, píp, taktmæli.
Þessi fasta röð var síðan cndurtekin, þar
til hundurinn hafði vanizt henni. Ef
síðan var skipt um röð af áreitum eða
um áreitin sjálf, þá kom fram sterk
hernlun. Það varð tilraunadýrinu ofraun
að endurbyggja þau tengsl, sem komizt
höfðu á. Slíka viðbragðakeðju eða tengsla-
kerfi milli heilastöðvanna kallaði Pav-
loff „dýnamískt stereotýp". Þetta hugtak
er undirstaða undir kenningu sálarfræð-
innar um vana, ávana, venjur og er einnig
hagnýtt við skýrgreiningu á minni.
Sovézkir sálfræðingar skýrgreina venju-
lega skynjun sem starf greinanna (ana-
lýsatoranna), sem inna af hendi hina
einföldustu og frumrænu greiningu og
tengingu. Undirstaða skynjunar er því
hin einföldustu skilyrðisbundnu viðbrögð.
Kaflinn um skynjun í sovézkum sál-
fræðibókum er því að mestu yfirlit yfii
físíólógíu skynfæranna.
Skynmynd (Wahrnehmung) er skýrð
sem áhrif fleiri en eins áreitis á reseptor-
ana samtímis og tenging taugaboða í
heilastöðvunum, sem á eftir fer. Skyn-
mynd endurspeglar því hlutina í heild.
í þessum kafla sálarfræðinnar eru tekin
til athugunar hugtök eins og t. d. at-
hugun, skynjun á rúmi, sjónblekkingar
(t. d. blekking Múller-Lyers), skynjun
hreyfinga o. s. frv. Skynmynd er því skil-
yrðisbundin viðbrögð, sem mynda heild
(komplex).
Ilugmynd (Vorstellung) er útskýrð út
frá „sporum" í heilanum eftir spennu,
sem áður hefur átt sér þar stað; sem
mynd, er geymzt hefur í meðvitund
manns, af hlutum skynjuðum í liðinni
tíð. í sambandi við þetta hugtak eru
tekin til meðferðar ímyndun og hug-
myndaflug.
Tilfinningar eru skýrgreindar með til-
vísun í taugaferli undir heilaberkinum
og í ósjálfráða taugakerfinu. Spenna
dreifist, tekur yfir stöðvar undir heila-
berkinum og í ósjálfráða taugakerfinu og
veldur þannig breytingum á því. Æða-
vídd breytist, hjartsláttur hægir eða
herðir á sér, andlit fölnar eða roðnar
o. s. frv.
,,I hinum flóknu skilyrðislausu við-
brögðum (eðlishvötum) hefur enginn
getað skilið hið físíólógísk-sómatíska frá
hinu sálræna, þ. e. frá upplifun hinna
voldugu tilfinninga hungurs, kynhvatar,
reiði o. s. frv..“ (Pavloff). Pavloff skýr-
greinir ennfremur tilfinningar sem tauga-
ferli í heilahelmingunum með aðstoð og
stuðningi hins dýnamíska stereotýps.
Kaflinn um vilja skýrir mjög ýtarlega
frá físíólógískri undirstöðu líkamshreyf-
inga, fyrst og fremst útlima, og hugtakið
vilji er skýrgreint sem hæfileiki manns-
ins til að framkvæma hreyfingar, athafn-
ir, samkvæmt fyrirframgerðri áætlun,
beindar að meðvituðu markmiði.
Minni er skýrgreint sem „spor“ í heil-
anum ásamt með föstum tengslum (assó-
síasjónum) milli skilyrðisbundinna við-
bragða. Ut frá þessum sjónarhól eru svo
rannsakaðar ýmsar tegundir minnis: vél-
rænt minni, rökrænt minni, hlutlægt
myndaminni, orðaminni, tilfinninga-
minni, hreyfingaminni, sjónminni, heyrn-
arminni o. s. frv.
Athygli er skýrgreind sem starfsemi