Andvari - 01.06.1963, Side 120
118
ARNÓR IIANNIBALSSON
ANDVARI
vera ekkert annað en físíólógísk ferli,
óháð allri þjóðfélagslegri túlkunarþörf og
þekkingarþörf manna. Þessi ferli eru í
rauninni hin sömu og í fyrra merkjakerf-
inu, aðeins koma önnur áreiti í stað
áreita fyrra merkjakerfisins. Vitund
mannsins verður því blátt áfram físíó-
lógósk ferli. Tilraunin sem gerð var með
kenningunni um annað merkjakerfið til
þess að komast út fyrir svið físíólógíunn-
ar yfir á svið sálfræðinnar mistekst með
öllu.
Alíta má því, að orðið sé hvorki ,,merki“
né „merki merkjanna" og skýrgreininga
á hugtökum eins og „orð“, „hugtak" sé
ekki að leita i físíólógíu, heldur í þeim
vísindagreinum, sem um þau efni fjalla,
málfræði og rökfræði.
Leiðréttingar.
Lesendur eru Leðnir að leiðrétta eftirfarandi skekkjur á árgangatali Andvara: Vor 1961:
Nýr flokkur II. Á að vera Nýr flokkur III. Sunuir 1961: Nýr flokkur II. Á að vera Nýr flokkur
III. Öll heftin 1962: Átttugasta og fjórða ár. Á að vera Átttugasta og sjöunda ár.
Til leiðbeiningar þeim, er safna Andvara: Frá því, er ritið stækkaði, hafa komið út eftirtalin
hefti:
1959, tvö hefti (sumar, haust).
1960, þrjú hefti (vor, sumar, haust).
1961, tvö hefti (vor, sumar).
1962, þrjú hefti (vor, sumar, liaust).