Andvari - 01.06.1963, Page 121
SMÁBÆKUR MENNINGARSJÓÐS
Dr. Jón Gislason:
CICERO OG SAMTÍÐ HANS
Dr. Jón Gíslason cr manna fróðastur hérlendis um fornmenningu
Grikkja og Rómverja. í þessari nýju bók sinni birtir hann þrjár
ritgcrðir um Rómverja, menningarsögulegs cfnis. Fjallar bin
lengsta þcirra um Cícero. Varpar höfundur þar skýru Ijósi á
stjórnmálaþróun, trú, siði og hætti Rómveija á dögum hins mikla
mælskumanns og ritsnillings og rekur jafnframt í Ijósu máli ævi
og störf Cícerós. — Bókinni fylgir skrá yfir rit Cícerós og helztu
verk, sem um hann hafa verið skrifuð.
Jón Óskar:
LJÓÐAÞÝÐINGAR ÚR FRÖNSKU
Frönsk ljóðskáld hafa um langt skeið gegnt forystuhlutverki í
evrópiskri ljóðagerð. Þótt skáldskapur þeirra hafi einnig haft
mikilvæg áhrif hér á landi, hefur lítið verið þýtt eftir þau á
íslcnzku fram til þessa. Hið nýja þýðingasafn Jóns Óskars er
stærsta sýnishorn verka þeirra, sem út hefur komið hér á landi.
Þar birtast ljóð eftir þessi skáld: Baudelaire, Lautréamont, Rim-
baud, Apollinaire, Saint John Perse og Eluard. í löngum for-
mála gerir þýðandi grein fyrir þróun franskrar ljóðlistar frá miðri
19. öld til vorra daga og kynnir þau skáld, sem Ijóð eiga í bókinni.
Kristján Ólason:
FERHENDA
Þingeyingurinn Kristján Ólason cr meðal snjöllustu hagyrðinga
norðanlands og hafa vísur eftir hann orðið landfleygar. í Fer-
hendu eru urn hundrað vísur, og er það úrval úr kveðskap hans.
Vísur Kristjáns eru ortar af hagleik og smekkvísi og ófáar þeirra
afburðagóðar. Höfundur er jafnvígur á gaman og alvöru og á sér
persónulegan vísnastíl.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS