Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 8
6
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARI
bamaskólann, sem þá var einungis einn, Miðbæjarskólinn, undir stjórn Mortens
Hansens, og síðan Menntaskólann. í augum margra standa skólaárin ætíð sem
sérstakir sældartímar, en svo var ekki um Ólaf. Hann naut sín í skóla síður
en efni stóðu til, lauk stúdentsprófi einu ári á eftir bekkjarbræðmm sínum.
Sýnir það raunar, að eitthvað hefur verið bogið við kennslu og skólahald, svo
frábærlega næmur og fljótur að átta sig sem Ólafur ella reyndist. Það er gott
dæmi um þann anda, sem þá réði, að hinn ágæti skólamaður, Morten Hansen,
taldi sig knúinn til að veita þeim bræðrum, Kjartani og Ólafi, áminningu vegna
þess að talið var, að þeir hefðu fengið bóp barnaskólakrakka til að hrópa húrra
fyrir hinum nýja íslandsráðherra, Hannesi Hafstein, er þau sáu hann á götu
rétt við skólann ásamt Magnúsi Stephensen landshöfðingja. Skilst manni, að
áminningarefnið hafi verið það, að landshöfðingjanum var sleppt úr húrrahróp-
unum. Hvað sem um það er, þá er ljóst, að þeim bræðrum þótti hótfyndni gæta
í áminningunni, því að ella hefði hún ekki festst í hugum þeirra með þeim
hætti sem varð. Báðir minntust hennar öðru hvoru og var þó Ólafur ekki gjam
á að rifja upp gamlar skólasögur.
Þó að Ólafi fyndist ekki mjög til um skólavist sína, þá hélt hann engu að
síður ömggri tryggðavináttu til æviloka við suma skólafélaga sína eins og þá dr.
Halldór Hansen og Jón Ásbjömsson hæstaréttardómara. Þeir Pétur Magnús-
son bankastjóri og Valtýr Stefánsson ritstjóri héldu og ævilangri tryggð við
Ólaf, enda styrktist æskuvinátta þeirra og endurnýjaðist af nánu samstarfi að
sameiginlegum hugðarefnum á fullorðinsárum. Milli Ólafs og Áma Jónssonar
frá Múla vom og náin tengsl frá skólaárum, þó að nokkur brestur yrði á hin
síðari ár.
Stúdentsprófi lauk Ólafur 1912 og prófi í forspjallsvísindum við Kaup-
mannahafnarháskóla 1913. Áður hafði Ólafur a. m. k. tvisvar farið utan til
fróðleiks og skemmtunar. Eitt sinn fóru þeir hræður, Kjartan og hann, með skipi
langt norður með Noregi og annað skipti suður til Spánar með fiskflutninga-
skipi á vegum föður síns. Voru utanferðir þá ekki jafntíðar og nú, og hafa þessi
ferðalög átt þátt í því að veita hinum ungu mönnum víðari sjóndeildarhring en
flestum þeirra jafnöldrum. Koma margra fyrirmanna landsins og erlendra ferða-
manna á heimili foreldra þeirra stuðlaði að hinu sama.
Hinn 3. desember 1915 giftist Ólafur Ingibjörgu dóttur Indriða Einars-
sonar revisors og rithöfundar og konu hans Mörtu Pétursdóttur Guðjohnsens,
og bjuggu þau saman í farsælu hjónabandi æ síðan. Ingibjörg var hálfu þriðja
ári yngri en Ólafur, fædd hinn 21. ágúst 1894. Fyrstu árin áttu þau heima í
leiguíbúðum í miðbænum í Reykjavík, en um 1920 fluttust þau í stórhýsi við
Grundarstíg, þar sem þau hjuggu ásamt tveim bræðrum Ólafs fram til 1930, að