Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 8

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 8
6 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARI bamaskólann, sem þá var einungis einn, Miðbæjarskólinn, undir stjórn Mortens Hansens, og síðan Menntaskólann. í augum margra standa skólaárin ætíð sem sérstakir sældartímar, en svo var ekki um Ólaf. Hann naut sín í skóla síður en efni stóðu til, lauk stúdentsprófi einu ári á eftir bekkjarbræðmm sínum. Sýnir það raunar, að eitthvað hefur verið bogið við kennslu og skólahald, svo frábærlega næmur og fljótur að átta sig sem Ólafur ella reyndist. Það er gott dæmi um þann anda, sem þá réði, að hinn ágæti skólamaður, Morten Hansen, taldi sig knúinn til að veita þeim bræðrum, Kjartani og Ólafi, áminningu vegna þess að talið var, að þeir hefðu fengið bóp barnaskólakrakka til að hrópa húrra fyrir hinum nýja íslandsráðherra, Hannesi Hafstein, er þau sáu hann á götu rétt við skólann ásamt Magnúsi Stephensen landshöfðingja. Skilst manni, að áminningarefnið hafi verið það, að landshöfðingjanum var sleppt úr húrrahróp- unum. Hvað sem um það er, þá er ljóst, að þeim bræðrum þótti hótfyndni gæta í áminningunni, því að ella hefði hún ekki festst í hugum þeirra með þeim hætti sem varð. Báðir minntust hennar öðru hvoru og var þó Ólafur ekki gjam á að rifja upp gamlar skólasögur. Þó að Ólafi fyndist ekki mjög til um skólavist sína, þá hélt hann engu að síður ömggri tryggðavináttu til æviloka við suma skólafélaga sína eins og þá dr. Halldór Hansen og Jón Ásbjömsson hæstaréttardómara. Þeir Pétur Magnús- son bankastjóri og Valtýr Stefánsson ritstjóri héldu og ævilangri tryggð við Ólaf, enda styrktist æskuvinátta þeirra og endurnýjaðist af nánu samstarfi að sameiginlegum hugðarefnum á fullorðinsárum. Milli Ólafs og Áma Jónssonar frá Múla vom og náin tengsl frá skólaárum, þó að nokkur brestur yrði á hin síðari ár. Stúdentsprófi lauk Ólafur 1912 og prófi í forspjallsvísindum við Kaup- mannahafnarháskóla 1913. Áður hafði Ólafur a. m. k. tvisvar farið utan til fróðleiks og skemmtunar. Eitt sinn fóru þeir hræður, Kjartan og hann, með skipi langt norður með Noregi og annað skipti suður til Spánar með fiskflutninga- skipi á vegum föður síns. Voru utanferðir þá ekki jafntíðar og nú, og hafa þessi ferðalög átt þátt í því að veita hinum ungu mönnum víðari sjóndeildarhring en flestum þeirra jafnöldrum. Koma margra fyrirmanna landsins og erlendra ferða- manna á heimili foreldra þeirra stuðlaði að hinu sama. Hinn 3. desember 1915 giftist Ólafur Ingibjörgu dóttur Indriða Einars- sonar revisors og rithöfundar og konu hans Mörtu Pétursdóttur Guðjohnsens, og bjuggu þau saman í farsælu hjónabandi æ síðan. Ingibjörg var hálfu þriðja ári yngri en Ólafur, fædd hinn 21. ágúst 1894. Fyrstu árin áttu þau heima í leiguíbúðum í miðbænum í Reykjavík, en um 1920 fluttust þau í stórhýsi við Grundarstíg, þar sem þau hjuggu ásamt tveim bræðrum Ólafs fram til 1930, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.