Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 89
ANDVAKI
BLÓÐ OG JÁRN FYRXR EINNI ÖLD
87
en keisaratignin ganga að erfðum í ætt
hans.
í Vínarborg átti byltingin fullum sigri
að fagna þegar hinn 13. marz 1848. Mett-
ernich lét af embætti og flýði til Eng-
lands. Hið mikla Habsborgarríki, sem
taldi meira en 40 milljónir manna, var
ekki þýzkt að þjóðerni nema að einum
fjórða og tæplega það. Hinar erlendu þjóð-
ir austurríska keisaradæmisins gerðu marg-
ar uppreisn og kröfðust sjálfstæðis, svo sem
ítalir, Ungverjar og Tékkar. Þegar al-
mennt stjórnlagaþing kom til fundar í
júlímánuði fór þinghaldið í handaskolum,
því að í þessu þjóðasafni skildi enginn
tungu annars. Austurríski herinn reynd-
Sst undarlega tryggur keisarastjórninni
og henni tókst að bæla niður uppreisnir
ftala og Tékka, alllöngu síðar uppreisn
Ungverja en þar naut stjórnin aðstoðar
kósakka Rússakeisara. Vínarborg, sem var
í höndurn byltingarmanna, var tekin með
áhlaupi í október 1848, og í marz 1849
var stjórnlagaþingið leyst upp með her-
valdi.
í Berlín urðu átökin allhörð eftir miðjan
marz 1848 milli lýðsins og hersins. Þar
urðu mannskæðir götubardagar og götu-
vigi hlaðin og að lokum taldi konungur
ráðlegast að kveðja mestan hluta hersins
úr borginni. Byltingarmenn báru lík fall-
inna félaga sinna framhjá Friðriki Vil-
hjálmi IV. Prússakonungi, sem stóð ber-
höfðaður á svölum konungshallarinnar og
sýndi hinum látnu byltingarmönnum svo
virðingu sína. Næsta dag reið hann um
borgina með fylgdarliði sínu og nýjum
frjálslyndum ráðherrum og bar fánaliti
byltingarinnar, hinn svarta, rauða og gula
borða. Þá mælti hann á hestbaki þau orð,
sem fleyg urðu: Prússland mun upp frá
þessu hverfa í Þýzkaland. Hinn 22. maí
var Þjóðfundur Prússlands settur, er skyldi
gefa ríkinu nýja stjórnarskrá. í Berlín
hafði verið stofnaður vopnaður þjóðvörð-
ur skipaður mönnum úr borgarastétt til
að halda uppi lögum og reglu.
Allar voru þessar gerðir Prússakon-
ungs einskær leikaraskapur. Hann var
sami einvaldssinninn í hjarta sínuoghann
hafði áður verið. Þegar hann hafði jafnað
sig nokkuð eftir áfallið í marz tók hann
að leita ráða hjá harðsnúinni hirðklíku
junkara og hershöfðingja. Þeir höfðu
myndað með sér leynileg samtök til að
endurreisa konungsveldið og virðingu
hersins, sem hafði beðið hneisu og sví-
virðu í viðskiptum við óbreyttan múg Ber-
línar. Um haustið 1848 var prússneski
Þjóðfundurinn fluttur til Brandenborgar-
bæjar, nokkru síðar brunuðu prússneskar
hersveitir undir forustu Wrangels inn í
Berlín, 5. des. var prússneski Þjóðfundur-
inn leystur upp.
Þegar Þjóðfundurinn í Frankfurt am
Main bauð Friðriki Vilhjálmi IV. keisara-
kórónu Þýzkalands afþakkaði hann það
boð kurteislega. í einkabréfum var Prússa-
konungur þó ekki eins háttvís í orðum.
Hann kallaði keisaradjásnið svínskórónu,
hundahálsband, sem bakarar og slátrarar
ætluðu að skreyta hann með. Friðrik Vil-
hjálmur IV. konungur Prússlands vildi
ekki þiggja neina tign úr hendi þýzkrar
byltingar. En Þjóðfundurinn mikli í
Frankfurt am Main fór forflótta, eða það
sem eftir var af honum, til Stuttgart, og
þar var honum sundrað af hermönnum
Wiirttembergríkis. Prússneskar hersveitir
undir forustu Vilhjálms krónprins af
Prússlandi slökktu síðustu neista þýzku
byltingarinnar í Dresden, Pfalz, Saxlandi
og Baden. Byltingunni hlotnaðist þó sá
heiður að deyja hetjudauða á þeim götu-
vígjum, sem höfðu staðið að fæðingu
hennar. Byltingin var liðin hjá, árið óða,
eins og þýzkir furstar kölluðu 1848, geng-
ið í aldanna skaut. Margir héldu, að i
rauninni hefði ekkert gerzt, allt væri sem
áður var. Það var þó mikill misskilningur: