Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 82

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 82
80 SVÉRRIR KRISTJÁNSSON ANDVAM aftur til hásætis erfðalögmæti (legitimi- tet) þjóðhöfðingja. En ekki höfðu allir erindi sem erfiði. Liðinn var aldarfjórð- ungur síðan Parísarlýðurinn hafði dans- að kringum brunarústir Bastillunnar, tákn konunglegs einveldis og aðalborinna forréttinda, og síðan höfðu mikil fárviðri geisað um Evrópu. Hinir tignu gestir og gestgjafar, sem mæltu sér mót í Vínarborg þessa haustdaga, ætluðu meðal annars að ná sér niðri á sögu þessa aldarfjórð- ungs, líkt og þegar reiður Persakonung- ur forðurn tíð lét hýða ósvífnar öldur, sem eytt höfðu farkosti hans. A Vínarfundinum skiptu valdamenn Evrópu dánarbúi þess aldarfjórðungs, sem markaður var byltingum og styrjöld- um, og það var þjarkað og prúttað um hvern ferkílómetra lands og um þá þegna, sem þar bjuggu, af jafnmikilli ástríðu og Shylock krafðist síns punds af rauðu holdi. Merkasti árangur Vínarfundarins var stofnun Þýzka ríkjabandalagsins. Samkvæmt skipulagsskrá þess var því skylt að varðveita ytra og innra öryggi Þýzkalands alls og sjálfstæði einstakra ríkja þess. Bandalagsríkin höfðu rétt til að gera samninga við erlenda aðila, en urðu að skuldbinda sig til að slíkum samn- ingum væri ekki beint gegn bandalag- inu í heild né neinu ríki þess. I 13. gr. skipulagsskrárinnar var pólitískur vonar- peningur. Þar segir: I öllum 'bandalags- ríkjum mun verða lögstéttaþing. Þetta áttu að vera launin handa þeim almúga, sem hafði risið upp gegn Napóleon og veldi hans og bjargað erfðaherrum sín- um úr bráðum háska. Þess má geta hér til gamans, að endurreisn alþingis okkar á íslandi má rekja aftur til þessa heits í skipulagsskrá Þýzka ríkjabandalagsins. Akvarðanir Vínarþingsins um skipu- lag Þýzkalands urðu mörgum Þjóðverj- um, sem tekið höfðu þátt i frelsisstríðun- um gegn Napóleon, mikil vonbrigði. Þýzka skáldið og rithöfundurinn Arndt fór um þetta svofelldum orðum: Þú vesa- lings trygga þýzka þjóð. Þú átt ekki að fá þýzkan keisara. Ekki skaltu verða þjóð, ekki áttu að tala þýzku, eða hugsa og starfa á þýzku, heldur austurrisku, prúss- nesku, bæversku, hannoversku.... Róman- tískar endurminningar um þýzkt keisara- ríki miðaldanna blossuðu aftur upp, ekki aðeins meðal skálda og rithöfunda, held- ur einnig meðal stjórnmálamanna, sem koma við sögu þessara ára. En þýzku stórveldin, Austurríki og Prússland, sem voru stærstu og voldugustu ríkin í Þýzka ríkjabandalaginu, höfnuðu með öllu hug- myndinni um endurreisn hins þýzka keisararíkis. Við skiptingu dánarbúsins höfðu bæði þessi veldi fengið nægju sína að minnsta kosti í bili, og Metternich, utanríkisráðherra Austurríkis, voldugasti stjórnmálamaður á meginlandi Evrópu um næstu áratugi, hugsaði um það eitt að varðveita valdajafnvægið í Evrópu svo sem Vínarfundurinn hafði gengið frá því og bæla niður það, sem hann kallaði „byltinguna". Maðurinn, sem kvaðst jafnvel hata sérhver árstíðaskipti, sner- ist öndverður gegn öllum byltingum í pólitískri tilveru álfunnar, gegn hverri hreyfingu sem bar keim af þjóðerni eða auknu stjómmálafrelsi. Óttinn við bylt- inguna, sem á þessum árum tröllreið valdhöfum Evrópu var í annan stað vopn í hendi Metternichs í viðskiptum hans við Prússland, sem af hlutlægum ástæð- um hlaut að verða helzti keppinautur Austurríkis um pólitísk áhrif í Þýzka bandalaginu. Metternich gat um mörg ár alið svo á þessum ótta við byltinguna, að Prússland var firrt öllu frumkvæði í póli- tiskum efnum. En það hefur löngum verið erfitt að stöðva hjól tímans og sögunnar, því það er eðli þess að snúast. Það verður raunar ekki sagt, að hin trygga og konungholla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.