Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 112
110
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON
ANDVARI
VII
Einn a£ höfuðsnillingum íslenzkrar
ljóðagerðar á fyrrihluta 19. aldar, Bjarni
Thorarensen, var ungur settur til mennta
og reyndist flugskarpur námsmaður.
Ungur mun hann hafa byrjað að yrkja,
þótt fátt hafi varðveitzt eftir hann frá
æskuárunum. Atján ára mun hann hafa
verið, er hann orti kvæðið alkunna, Eld-
gamla ísafold. Bendir það til þess, að
hann hafi á skólaárum sínum fengizt
allmikið við ljóðagerð og snemma orðið
fullþroska skáld, þótt hátindi listar sinn-
ar næði hann með kvæðinu um Odd
Hjaltalín, sem hann orti 1840, árið áð-
ur en hann lézt. Sagt er að Bjarni og
Hallgrímur Scheving, síðar kennari á
Bessastöðum, hafi verið mjög samrýmdir
á Hafnarárunum, lesið skáldskap saman
og ort báðir. Talið er að Bjarni hafi borið
kvæði sín undir Hallgrím bæði þá og síðar,
enda var 'Hallgrímur einn mesti mál-
snillingur, sem uppi var á 19. öld.
Hefur sálufélagið við hann og fleiri, svo
sem Sveinbjörn Egilsson, verið skáldinu
mikill ávinningur, bæði á Hafnarárunum
og síðar, eftir að heim til íslands kom.
Ein fyrsta vísan, sem Bjarna er eignuð,
og talið er að hann hafi ort mjög ungur,
var um Ólaf nokkurn Loftsson, sem fædd-
ur var í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð
1783. Hafa þeir alizt upp samtímis 1
Fljótshlíðinni hann og Bjarni og verið á
líku reki, Bjarni þó nokkrum árum yngri,
fæddur 1786. Ólafur þ essi mun hafa
verið í meira lagi baldinn í æsku. Hafa
þeir sjálfsagt oft átt í brösum, eins og
drengjum er títt. Sennilega hefur Ólafur
leikið Bjarna allgrátt á stundum, eins og
þessi vísa Bjarna virðist benda til:
Ef eg væri amtmaður,
eða sæti í dómarastétt,
Ólafur Loftsson eitraður
af mér skyldi fá sinn rétt.
Sýnilega er efst í huga sýslumanns-
sonarins unga löngunin að geta jafnað
um hinn illvíga leikbróður sinn með
sverði laga og réttar. Atti sú ósk hans
að beita því vopni og eftir að rætast
eftirminnilega, þótt aldrei hlyti Ólafur
þessi að þola dóm hins stranga og siða-
vanda yfirdómara og síðar amtmanns.
Síðar á ævinni þótti Bjarni beita sverði
laganna helzt til óvægilega á stundum.
En það er önnur saga.
Um Ólaf Loftsson, sem þarna kemur
við sögu Bjarna, er annars það að segja,
að hann mun hafa verið góðum gáfum
gæddur, en gallagripur á ýmsa lund.
Hann stundaði nám í Reykjavíkurskóla
1800—1804. Lagði síðan stund á læknis-
fræði, fyrst hjá Klog landlækni, en hélt
síðan utan til framhaldsnáms. Lenti hann
þá í hrakningum, komst þó til Skotlands
og kynntist þar skozka lækninum og vís-
indamanninum Mackenzie. Árið 1810
kom Mackenzie til Islands ásamt lækn-
unum dr. R. Bright og H. Holland, og
ferðuðust þeir víða um vestan lands og
sunnan í rannsóknaskyni. Var þá Ólafur
Loftsson í för með þeim sem túlkur og
leiðsögumaður. Slitnaði þó brátt upp úr
vinskap þeirra ólafs og Mackenzies. Fór
Ólafur utan tveimur árum síðar og flækt-
ist víða, varð t. d. aðstoðarlæknir á her-
skipi í Ameríku, og höfðu menn þar síð-
ast spurnir af honum árið 1815. Má nán-
ar um hann lesa í ferðabók FI. Hollands,
Dagbók í íslandsferð 1810.
VIII
Sagt er, að Hjálmar Jónsson, sem
kenndur var við Bólu, hafi verið ungur,
aðeins sex ára, þegar hann gerði hina
eftirminnilegu og snjöllu vísu um Hal-
lands-Möngu vinnukonuna, sem flutti
hann næturgamlan í poka að Dálksstöð-
um í Svalbarðsstrandarhreppi, þar sem
húsgangsferill þessa unga einstæðings