Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 35
ANDVABI
ÓLAFUR THORS
33
kjósa Svein sem fyrsta forseta íslands. í framhaldi sjálfstæðisbaráttunnar töldu
þeir eðlilegt að velja Sigurð Eggerz til þeirrar tignarstöðu. Pétur Magnússon
beitti sér hins vegar eindregið fyrir kosningu Sveins og tryggði honum atkvæði
svo margra Sjálfstæðismanna, að nægði til viðbótar fylgi hans í Alþýðuflokki
og Framsókn. Eins og mál réðust vildi Sigurður Eggerz ekki vera í kjöri við
forseta-kosningu í Sameinuðu þingi, og kusu þá sumir, sem ætlað höfðu að
greiða honum atkvæði, Jón Sigurðsson frá Kaldaðamesi, en aðrir skiluðu auðu.
Þeim djúpstæða málefna-ágreiningi, sem hér var að baki, bæði um aðferðina
við endurreisn lýðveldisins og meðferð þjóðhöfðingjavalds, hafði eftir föngum
verið haldið leyndum til þess að draga ekki úr þjóðareiningu urn endurreisn
lýðveldisins. Þess vegna kom almenningi sundrungin við forsetakosninguna á
Lögbergi mjög á óvart. En þessi ágreiningur átti ekkert skylt við persónulega
óvild, enda sameinuðust allir um að sýna Sveini Björnssyni fulla hollustu eftir
kjör hans. Sigurði Eggerz hafði og verið sagt það, að menn mundu ekki reiðu-
búnir til gagnframboðs gegn Sveini síðar, ef hann næði kosningu.
Hinn 18. júní 1944 hélt Ólafur Thors fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
skömlega ræðu fyrir utan Stjórnarráðshúsið í Reykjavík. Þar töluðu einnig
hinn nýkjömi forseti Islands og fulltrúar annarra stjórnmálaflokka.
Meðan á undirbúningi lýðveldisstofnunar stóð var hvað eftir annað leitað
eftir því af hálfu Sjálfstæðisflokksins við hina þingflokkana, hvort gerlegt væri
að mynda allra flokka stjóm. Framsóknarflokkurinn var slíkum ráðagerðum
ætíð andvígur, og eftir að ósamkomulag við Alþýðuflokkinn kom upp um með-
ferð málsins féll niður allt tal um þær. Þvílík viðtöl voru hins vegar tekin
upp að nýju í júní 1944. Var þá að því miðað, að ríkisstjóm, sem nyti
stuðnings Alþingis, gæti tekið við sem fyrst eftir stofnun lýðveldisins. Umræð-
um um þetta var þó þá frestað fram í ágústmánuð. Þá voru þær hafnar enn á ný
og gerði þó hvorki að ganga né reka. Ráðuneyti dr. Bjöms Þórðarsonar fékk
hins vegar lausn frá embætti hinn 16. september þá um haustið og var falið
að starfa áfram unz annað ráðuneyti yrði myndað. Þegar fram í október kom,
þótti sýnt, að ekki mundi heppnast að koma á samstarfi fjögurra flokka. Var
þá kannað, hvort takast mætti að mynda tveggja flokka stjórn, Framsóknar og
Sjálfstæðisflokksins, undir forystu hlutlauss manns, eða stjóm þessara flokka
að viðbættum Alþýðuflokknum. Hvomgt reyndist unnt. Framsóknarmenn höfðu
átt báðar þessar síðustu hugmyndir, og í því skyni að greiða fyrir stjómar-
myndun beittu þeir sér fyrir því þá um haustið, að bændur féllu frá kröfu
um verðhækkun á búvöru sinni, sem útreikningar leiddu til. Þeir urðu því
sárari, þegar Ólafur Thors, sem forseti íslands hafði falið að leita fyrir sér um
3