Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 24
22
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVAW
1) Að efla framleiðslustarfsemina í landinu.
2) Að búa þjóðina undir að geta lifað sem mest af gæðum landsins, og
gera aðrar ráðstafanir þjóðinni til sjálfsbjargar, ef til ófriðar kemur.
B) Að sameina lýðræðisöflin í landinu til verndar og eflingar lýðræðinu.
4) Að sameina þjóðina um þann undirbúning, sem gera þarf í sambandi
við framtíðarákvarðanir í sjálfstæðismálinu.
Samkvæmt þessari meginstefnu mun ríkisstjórnin starfa, og marka að-
gerðir sínar samkvæmt henni, en með tilliti til þeirra úrlausnarefna, sem næst
liggja fyrir, tekur ríkisstjómin þetta fram:
Skráningu íslenzku krónunnar hefir nú nýlega verið breytt og með því
gert mikið átak til bagsbóta fyrir framleiðendur.
Ríkisstjórninni er ljóst, að þrátt fyrir þá breytingu, sem gerð hefir vcrið
á skráningu krónunnar, er ekki fært að afnema innflutningshöftin, en hún
er einhuga um það, að stefna að því, að innflutningshöftunum verði aflétt
jafnóðum og fjárhagur þjóðarinnar og viðskiptaástandið leyfir. Ennfremur
telur ríkisstjórnin rétt að veita nú þegar frjálsan innflutning á nokkmm nauð-
synjavörum, og verður gefin út um það opinber auglýsing jafnóðum og þær
ráðstafanir koma til iramkvæmda.
Ríkisstjómin telur mikla nauðsyn á því í sambandi við gengisbreytinguna,
að gera ráðstafanir til þess að vinna gegn aukinni dýrtíð, m. a. með því að fram-
kvæma verðlagseftirlit og þau ákvæði, sem leidd hafa verið í lög um húsaleigu.
Ennfremur mun ríkisstjórnin vinna eftir megni að sparnaði og lækkun
útgjalda bæði hjá ríkinu og bæjarfélögum.
í því sambandi tekur ríkisstjómin þó fram, að hún telur, að ekki beri að
draga úr verklegum framkvæmdum liins opinbera eða framlögum til atvinnu-
bóta eins og atvinnuástandið er nú í landinu. En bún mun stefna að því til
hins ýtrasta, að framleiðslustarfsemi landsmanna færist svo í aukana, að bún
geti fullnægt atvinnuþörfinni. Meðan þess gerist þörf að leggja fram fé til
atvinnubóta, mun ríkisstjórnin nota atvinnubótaféð til þess að draga úr atvinnu-
leysinu og einnig, eftir því sem við verður komið, verja því til þess að auka
hinar eldri atvinnugreinar og koma á fót nýrri, arðgæfri framleiðslustarfsemi,
þannig, að atvinnubótaféð hjálpi til að útrýma þörfinni fyrir áframhaldandi
framlög.
Rikisstjórnin mun og stuðla að því eftir fremsta megni, að þau fiskiskip
og bátar, sem til em í landinu og notbæf em, verði rekin til útgerðar og fram-
leiðslan einnig aukin á þann liátt.
Ennfremur vill ríkisstjórnin vinna að aukningu og endurnýjun fiskiflotans