Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 92

Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 92
90 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI furt. Ætlunin var að stofna þýzkt sam- bandsríki, án Austurríkis, en í eilífu bandalagi við það og samvinnu um utan- ríkis- og verzlunarmál. Framkvæmdar- valdið var í höndum furstaráðs undir forsæti Prússlands og hafði ráðið algert neitunarvald í löggjafarmálum. Lög- gjafarþingið skiptist í tvær deildir. f hinni efri sátu oddvitar þýzku ríkjanna, en í neðri deild þjóðkjömir fulltrúar, kosnir óbeinum, fjárbundnum kosning- um. Báðar málstofur skyldu skipta með sér fjárveitingarvaldinu. Þegar tillögur þessar komu til álita árið 1850 réðst Austurríki gegn þeim með kjafti og klóm. Schwarzenberg fursti, forsætisráðherra Austurríkis, þæfði málið um stund, en að lokum gerði hann Prússlandi tvo kosti: að hverfa frá sam- einingunni eða eiga styrjöld við Austur- ríki. Prússland var í miklum vanda statt. Aldrei fyrr í sögu sinni hafði það orðið að sæta slíkum afarkostum af hálfu Austurríkis. Leopold von Gerlach og félagar hans við hirðina töldu konungi trú um, að geyma yrði styrk prússneska hersins og hafa hann til taks gegn bylt- ingunni. Þeir hvísluðu í eyra honum, að styrjöld við Austurríki mundi ein- göngu gagna lýðræðissinnum og leysa byltingaröflin úr læðingi enn á ný. Hátt- settir embættismenn prússneska hermála- ráðuneytisins tóku í sama streng. 1 lok nóvembermánaðar 1850 féllst konungur á að senda Otto von Manteuffel, skoð- anabróður Gerlachs, til Olmútz og gefa honum umboð til að ganga að kröfum Austurríkis, hverfa frá áætluninni um sameiningu Þýzkalands og samþykkja end- urlífgun Þýzka ríkjasambandsins og Sam- 'bandsþingsins í Frankfurt am Main. í samtíð og síðari sögu hefur þetta jafnan verið kallað smánargerðin í Olmútz, enda hafði niðurlæging Prússlands aldrei orðið meiri siðan á dögum Napóleons. En á prússneska Landsþinginu varði enginn Olmútzsamninginn af meiri funa og mælsku en Bismarck. Hann fékk líka launin fyrir það. Nokkrum árum áður hafði það komið til tals, að Bismarck yrði ráðherra. Þá hafði konungur skrif- að aftan við nafn hans: Aðeins hægt að nota hann þegar byssustingimir ríkja einir. Leopold von Gerlach lagði nú að konungi að gera þennan mann að sendi- herra Prússlands á Sambandsþinginu i Frankfurt am Main. Konungur varð við þessu og í júlí 1851 tók Bismarck við þessu embætti, sem átti eftir að verða honum reynsluríkur skóli í þróun hans frá óbreyttum junkara í langsýnan stjóm- málamann. Eftir sviptibylji byltingaráranna, þegar allar mannlegar ástríður, háleitar og auvirðilegar, tókust á í trylltum leik, var það ærið raunaleg niðurstaða þýzkrar sögu að eiga sér ekki annan sameigin- legan vettvang en Sambandsþingið upp- risið, afkvæmi Vínarfundarins og Hins heilaga bandalags. Þetta var eins og að koma af hvítfextu hafi inn á staðnaðan poll. Á þessu þingi sat fulltrúi Austur- ríkis í forsæti, óskeikult tákn þess að það þættist hafa forræði hins þýzkumælandi heims í höndum sér. Það hafði verið ætlun prússneskra valdamanna í ríkis- stjórninni að viðurkenna um allan aldur þetta forræði Austurríkis í Þýzka ríkja- bandalaginu, svo sem jafnan hafði verið frá stofnum þess. Þeir töldu það einn þátt- inn í sigri gagnbyltingarinnar að skipa hlutunum aftur á sinn stað, svo sem verið hafði fyrir byltinguna. Þeir vildu heimta úr helju pólitíska skipan Hins heilaga bandalags, en hin íhaldssömu stórveldi meginlandsins, Rússland, Prússland og Austurríki voru í órofa fóstbræðralagi til verndar hásæti og altari. En dagur Hins heilaga bandalags var allur í sögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.